Morgunblaðið - 28.03.2015, Síða 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015
Heilsuvernd og for-
varnir gegn sjúkdóm-
um eru mikilvæg og
nútímaleg leið til að
efla heilsu og lífsham-
ingju og draga úr
kostnaði í heilbrigð-
isþjónustu. Á mörgum
sviðum heilbrigð-
isfræðanna, t.d. lýð-
heilsufræði, sálfræði
og læknisfræði, hafa
lengi verið stundaðar rannsóknir
og unnið að forvörnum með góðum
árangri. Allir þekkja líka þann
aukna áhuga og umfjöllun sem
heilsa og lífsstíll hefur fengið í fjöl-
miðlum á undanförnum áratug og
hefur verið til góðs. En vinnuvernd
getur líka verið afar mikilvægur
vettvangur fyrir forvarnir og lög
og reglugerðir um vinnuvernd eru
þróuð og nútímaleg á Íslandi. Rík
skylda er á atvinnurekendum að
stuðla að vellíðan í vinnu og að-
gerðum sem varna slysum og
vernda heilsu.
Sá þáttur vinnuverndar sem
snýr að samskiptum, andlegri vel-
líðan og streitu nefnist sálfélagsleg
vinnuvernd.
Vel er þekkt að streita getur
haft mikil áhrif á andlega og lík-
amlega líðan og er ein helsta orsök
skammtímafjarveru frá vinnustað.
Sú tegund fjarveru er algengust á
flestum vinnustöðum og veldur
hvað mestri truflun og kostnaði.
Einnig hafa rannsóknir sýnt að
langvinn og neikvæð streita getur
verið heilsuspillandi. Sú tegund
streitu veldur einnig kulnun í
starfi sem leiðir til andlegrar fjar-
veru, áhugaleysis og
samskiptaörðugleika
sem valda vanlíðan og
truflun á vinnuanda á
staðnum.
Verstu afleiðingar,
fyrir bæði ein-
staklinga og fyr-
irtækin, eru þó ef
kynferðislegt áreiti
eða einelti á sér stað.
Mikilvægustu for-
varnir hvað þetta
varðar eru fræðsla, að
beita ekki þöggun og
að til staðar sé í fyrirtækinu for-
varnaáætlun sem virkja má ef í
ljós kemur að slík vandamál eru til
staðar. Með slíkri áætlun hefur
verið ákveðið fyrirfram og kynnt
öllum starfsmönnum, hvernig for-
varnir, áhættumat og úrvinnsla
slíkra mála muni fara fram.
Stjórnendum ber skv. lögum að
framkvæma sálfélagslegt áhættu-
mat sem tryggir að ekki skapist á
vinnustað óheilbrigt vinnuumhverfi
með heilsuskaðandi streitu eða
óheilbrigðum samskiptum sem leitt
geta til vanlíðunar, áreitis eða ein-
eltis. Tilkynna ber um hættulegar
aðstæður sem skapast hafa vegna
óeðlilegs álags og streitu ekkert
síður en að láta þarf vita af slysa-
hættu vegna eiturefna, svo dæmi
séu tekin.
Vinnueftirlit ríksins er eftirlits-
aðili með vinnuvernd og sérfræð-
ingar stofnunarinnar hafa beitt sér
fyrir vandaðri fræðslu til starfs-
manna og fyrirtækja og hafa einn-
ig veitt sérhæfða þjálfun fyrir þá
sem starfa að vinnuvernd. Allar
nauðsynlegustu upplýsingar er að
finna á heimasíðu Vinnueftirlitsins.
Mörg fyrirtæki hafa ráðið til sín
stjórnendur með mikla menntun í
mannauðsfræðum og vinnusálfræði
sem vinna faglega með þessa
þætti. Mikilvægi mannauðsins er
ljóst og fjárhagslegur ávinningur
slíkra forvarna fyrir fyrirtæki og
vinnumarkaðinn í heild er umtals-
verður hvað varðar aukna fram-
leiðni, veikindafjarveru, minni
slysahættu, minni starfsmanna-
veltu og marga fleiri kostn-
aðarþætti.
Ekki er minna áhugavert fyrir
einstaklinginn að búa við góðar að-
stæður og örvandi umhverfi í
vinnunni þar sem hann eyðir
drjúgum hluta ævinnar.
Þeir þættir sem skipta mestu
máli eru vellíðan í starfi, að ráða
nánasta starfsumhverfi sínu og
starfsaðstæðum, að búa við starfs-
öryggi og að hafa tækifæri til að
blómstra í starfi.
Góð samvinna starfsmanna og
stjórnenda fyrirtækja um forvarnir
og vinnuvernd gefur frábært tæki-
færi til að bæta líðan og heilsu og
auðga líf fólks.
Heilmildir:
1. Vinnuverndarlögin – lög nr. 46/1980
um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á
vinnustöðum.
2. Heimasíða Vinnueftirlits ríkisins:
www.ver.is
Eftir Ólaf Þór
Ævarsson »Rík skylda er á
atvinnurekendum
að stuðla að vellíðan
í vinnu og aðgerðum
sem varna slysum
og vernda heilsu.
Ólafur Þór Ævarsson
Höfundur er geðlæknir.
Sálfélagsleg vinnuvernd
Af eðlilegum ástæð-
um fæðast ekki margir
sannkallaðir leiðtogar
á hverri öld á Íslandi,
þjóð sem aðeins er
rúmlega 300 þúsund
manns. Þá er átt við
fólk sem nær að tala til
þjóðarinnar þannig að
eftir sé tekið og getur
leitt hana áfram til
góðra verka og stund-
um slæmra.
Á síðustu öld má sennilega telja
raunverulega leiðtoga á fingrum
annarrar handar og þar af hafa þrír
verið stjórnmálamenn, allir í Sjálf-
stæðisflokknum. Þetta eru Ólafur
Thors, Bjarni Benediktsson (eldri)
og Davíð Oddsson. Ég get ekki
ímyndað mér að nokkur þeirra hefði
gefið þjóðinni ákveðið og einfalt lof-
orð rétt fyrir kosningar sem svo var
svikið strax eftir kosningar.
Þeir sem nú leiða Sjáfstæðisflokk-
inn eru ótal skrefum aftan við þessa
menn. Þeir telja eðlilegt og sjálfsagt
að svíkja gefin loforð. Meðal annars
af þeirri ástæðu eru þeir rúnir
trausti og koma aldrei til með að
teljast til leiðtoga 21.
aldarinnar. Þeir skilja
ekki að trúverðugleiki
snýst um að halda gefin
loforð, ekki um Evrópu-
sambandið. Það er ekki
afsökun að flokkurinn
sé nú í slæmum fé-
lagsskap. Það eru af-
glöp.
Á Alþingi ber mest á
ábyrgðarlausum sí-
blöðrurum flestra
flokka. Almenningur
hefur það mikla óbeit á vinnubrögð-
unum að stutt er í að Píratar fái
meirihluta í skoðanakönnunum!
Það styttist í næstu kosningar. Þá
þarf þjóðin að losa sig kerfisbundið
við lygamerði, svikahrappa og spillta
hagsmunapotara úr öllum flokkum.
Svikin loforð
Eftir Tryggva P.
Friðriksson
Tryggvi Friðriksson
» Þeir skilja ekki
að trúverðugleiki
snýst um að halda
gefin loforð, ekki um
Evrópusambandið.
Höfundur er fyrrverandi
sjálfstæðismaður.
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
Barónsstíg 11 - 101 Reykjavík
Sími: 551 9555
argentina.is
Borðapantanir
551 9555
Þú átt skilið að njóta hins besta
- prófaðu Black Angus rib eye við fyrsta tækifæri
130 daga kornalið og 45 daga hægmeyrnað
t