Morgunblaðið - 28.03.2015, Side 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015
✝ Guðný Frið-finnsdóttir
fæddist á Siglufirði
8. október 1932.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Fjallabyggðar á
Siglufirði sunnu-
daginn 8. mars
2015.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurður
Friðfinnur Níels-
son, f. á Kálfsskinni í Árskóg-
arhreppi 18.2. 1904, d. 5.1. 1974,
og Jóný Þorsteinsdóttir, f. á
Svínárnesi 3.6. 1904, d. 22.12.
1997. Systkini Guðnýjar eru Að-
alsteinn Hjörvar, f. 25.3. 1930,
Sveinn, f. 6.2. 1936, Kristín, f.
4.8. 1939, Friðfinnur, f. 15.6.
1941, Selma, f. 4.7. 1943, og
Níels, f. 28.9. 1946, d. 12.5. 2007.
16. júní 1951 giftist Guðný
Hauki Kristjánssyni netagerð-
armanni, f. 1.3. 1928, d. 7.1.
1997. Börn þeirra eru 1) Krist-
dóttir, f. 19.12. 1961, d. 12.7.
2008. Börn þeirra eru Elías
Bjarni, f. 20.1. 1981, sambýlis-
kona Hanna Björg Egilsdóttir, f.
27.5. 1989, Guðný, f. 20.10. 1984,
sambýlismaður Daði Már Guð-
mundsson, f. 21.1. 1981, Að-
alheiður Jonna, f. 22.12. 1991,
og Þórey Vala, f. 7.8. 1998. 6)
Selma, f. 13.4. 1963, sambýlis-
maður Eric Farley Hearn, f.
18.10. 1963. Börn Selmu eru
Haukur, f. 14.7. 1981, kvæntur
Guðlaugu Ingibjörgu Alberts-
dóttur, f. 4.2. 1982, Elsa Petra, f.
31.3. 1989, sambýlismaður
Ragnar Sverrisson, f. 26.1. 1984,
og Viktoría, f. 25.10. 1994. 7)
Sigurjóna Bára, f. 1.1. 1966, gift
Sveini Óskari Þorsteinssyni, f.
7.10. 1962. Synir þeirra eru Þor-
steinn, f. 27.5. 1991, og Andri, f.
26.3. 2001. Langömmubörn
Guðnýjar eru sautján.
Lengst starfaði Guðný sem
saumakona og afgreiðsludama
hjá Önnu Láru Hertevig. Einnig
starfaði hún sem matráðskona á
Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar
og á Hótel Höfn.
Útför Guðnýjar fer fram frá
Siglufjarðarkirkju í dag, 28.
mars 2015, kl. 14. Jarðsett verð-
ur í Siglufjarðarkirkjugarði.
ján Ólafur, f. 20.4.
1950, kvæntur Erlu
Ósk Björnsdóttur,
f. 18.6. 1951. Dætur
þeirra eru Sigríður
Halldóra, f. 25.9.
1971, gift Sigurði
Júlíusi Leifssyni, f.
6.3. 1961, og Halla
Fríða, f. 27.1. 1975,
gift Oddi Gunnari
Haukssyni, f. 27.10.
1963. 2) Hanna
Jonna, f. 14.5. 1951, gift Guð-
mundi Ingvari Lúðvíkssyni, f.
5.2. 1953. Börn þeirra eru
Guðný Birna, f. 11.2. 1978, og
Lúðvík Rúdólf, f. 1.1. 1986. 3)
Guðrún Anna, f. 15.3. 1953.
Dóttir hennar er Vibeka, f. 10.8.
1973. 4) Alla Hjördís, f. 25.10.
1954. Dætur hennar eru Esther
Anna, f. 12.10. 1970, og Rakel, f.
4.2. 1981, gift Kristjáni Hrafni
Árnasyni, f. 5.2. 1978. 5) Sig-
urður Friðfinnur, f. 20.10. 1957,
sambýliskona Sigurbjörg Elías-
Elskuleg tengdamóðir mín og
kær vinkona Gunna Finna er fallin
frá. Hugsa ég með þakklæti og ást
til alls þess tíma sem við fengum
saman. Ég minnist þess þegar ég
fyrst kom til Siglufjarðar með
Jónu minni, fyrir 26 árum, að hitta
tengdaforeldrana Hauk á Kambi
og Gunnu Finna, og hversu vel var
tekið á móti mér af einlægni og
ástúð. Gunna var svo lífsglöð og
kraftmikil og með einstaka sam-
skiptahæfileika að það var ómögu-
legt annað en að líka vel við hana.
Tengdaforeldrar mínir voru bæði
fædd og uppalin á Siglufirði.
Komu þau bæði úr stórum barna-
hóp og eignuðust saman sjö börn
auk fjölda afkomenda sem sómi er
að. Gunna var ekki fædd með
neina silfurskeið í munni en tókst
á við mótlæti lífsins með slíkri
glaðværð og bjartsýni að eftir því
var tekið. Á milli Jónu minnar og
Gunnu var náið, kærleiksríkt og
falleg samband. Var það mín gæfa
að Gunna tók ríkan þátt í fjöl-
skyldulífi okkar og fór hún oft með
okkur í sumarleyfi til Spánar og
var oft hjá okkur þegar hún kom
til Reykjavíkur. Um ára skeið var
það venja að Gunna dveldi hjá
okkur yfir stórhátíðir og það gerði
faðir minn einnig á meðan hann
lifði. Faðir minn og Gunna náðu
vel saman og er mér eftirminni-
legt þegar þau sátu saman í mis-
gáfulegum samræðum í garðhýs-
inu, vafin í teppi og með
guðaveigar í glasi. Aldrei gleymdi
Gunna afmælinu mínu og hringdi
alltaf til að óska mér til hamingju.
Henni þótti vænt um að afmæl-
isdagar okkar lágu saman og
tengdi það við hvað við vorum góð-
ir vinir. Við Gunna héldum sam-
eiginlega upp á 70 ára afmæli
hennar og 40 ára afmæli mitt, auk
70 ára afmælis Ragga frænda. Var
þá glatt á hjalla í 180 ára afmæl-
isgleðskap með ræðuhöldum,
söng, glensi og gamni sem ávallt
einkenndi þessa lífsglöðu konu
Gunnu Finna.
Gunna hafði ætlað að koma suð-
ur í fermingu Andra sonar míns
þegar heilsan gaf sig.
Öllum börnum Gunnu, systkin-
um, vinum og fjölskyldum þeirra
votta ég samúð mína og ég þakka
fyrir öll árin sem við áttum saman
og ljúfar minningar.
Sveinn (Svenni tengdasonur).
Elsku besta amma Gunna var
engri lík og svo sannarlega engin
venjuleg amma. Hún var ekki
bara amma mín, heldur allra vin-
kvenna minna og vina, sem líka
kölluðu hana ömmu Gunnu og
margir krakkar á Siglufirði héldu
að hún héti hreinlega amma
Gunna.
Heima hjá ömmu var alltaf sér-
stakt andrúmsloft sem var hvergi
annars staðar og ég á margar góð-
ar minningar frá samskiptum
okkar. Að sitja undir eldhúsborð-
inu í Norðurgötunni með sæng og
kodda er minning sem mér þykir
vænt um. Þá sat amma við borðið
og vann við einhverja af þeim þús-
undum flíka sem hún saumaði í
gegnum tíðina, eða fullt hús var af
gestum sem röðuðu sér jafnan
kringum eldhúsborðið meðan
amma spilaði á gítar og söng með
sinni einstöku röddu. Mikið sem
mér þótti það skemmtilegt og það
var ósjaldan sem við krakkarnir
sofnuðum undir borðinu við
saumavélanið eða söng. Amma
eldaði líka oft og mikið. Ég sé
hana ljóslifandi fyrir mér í eldhús-
inu í Norðurgötunni, á brjósta-
haldaranum að búa til hand-
sprengjur, eins og við kölluðum
fiskibollurnar hennar, steikja fisk
eða búa til aspassúpu. Barnabörn-
in, að minnsta kosti við þessi eldri,
munum líka vel eftir setningunni:
„Jæja, viltu þá mandarínu eða
rassskell?“ sem amma sagði oft
þegar hún bauð okkur einhverjar
kræsingar og taldi upp ýmsa kosti
sem allir voru afþakkaðir.
Á unglingsárunum þótti ekki
lengur spennandi að sitja undir
borði hjá ömmu með sæng og
kodda. Mér þótti til dæmis afleit
sú staðreynd að á Siglufirði
þekktu allir alla. Það kom nefni-
lega í veg fyrir að við ungling-
arnir kæmumst inn á böllinn á
Hótel Höfn þar sem oft var 18 ára
aldurstakmark. Ég man sérstak-
lega eftir því að hafa langað
óskaplega mikið á eitthvert ball
sem var á hótelinu eitthvert
föstudags- eða laugardagskvöld.
Ég rölti því í Norðurgötuna til
ömmu og spurði hvort hana lang-
aði ekki að fara, því þannig var ég
fullviss um að ég fengi að fara
inn, enda í fylgd með fullorðnum.
Þetta var seint um kvöld og
amma var komin í náttkjólinn og
lögst í letiskotið, en var samt al-
veg til í kíkja á ballið með mér.
Hún skellti sér í sparifötin, setti á
sig rauða varalitinn og saman
fórum við á ball. Ég 15 ára og
amma rúmlega fimmtug. Við
skemmtum okkur konunglega og
ég átti flottustu ömmuna á Sigló.
Eftir að við fjölskyldan fluttum
til Reykjavíkur þegar ég var ung-
lingur urðu samskiptin við ömmu
auðvitað ekki eins oft og regluleg
eins og gefur að skilja. Þó var og
er oft farið heim á Sigló og mér
þykir óendanlega vænt um að
börnin mín og eiginmaður hafi
fengið að kynnast og umgangast
ömmu eins mikið og raun ber
vitni.
Ég sakna ömmu minnar og
mun sjálfsagt gera lengi. Hún
mun þó ávallt eiga stað í mínu
hjarta og lifa áfram í minningum
okkar sem þekktum hana.
Sigríður H. Kristjánsdóttir
(Sigga Dóra).
Gunna Finna.
Ert þetta þú, ljósið mitt? Er
hægt að segja fallegri setningu við
þann sem kemur í heimsókn?
Þessi orð leituðu á hugann ásamt
mörgum fallegum en jafnframt
skemmtilegum minningum um
Gunnu frænku þegar ég fékk þær
fréttir að hún væri fallin frá, þessi
elska.
Kynni okkar hófust strax þegar
ég fæddist, því að það var hún sem
tók á móti mér og hjálpaði til
fyrstu sólarhringana með mig.
Hún og mamma höfðu þó þekkst
miklu lengur og auðvitað pabbi
þar sem hún var systurdóttir
hans. Það var ætíð mikill sam-
gangur á milli heimilanna og í
seinni tíð hefur mér verið tekið
eins og einni af stóra barnahópn-
um hennar. Gunna og mamma
sátu oft löngum stundum, jafnvel
fram eftir nóttu, við framleiðslu
heima hjá Gunnu, hún við sauma-
vélina og mamma við prjónavél-
ina. Alltaf var Gunna boðin og bú-
in að gera eitt og annað. Öll
saumamennska lék í höndunum á
henni og jóladressið á mig var
hrist fram úr annarri erminni ár
eftir ár. Hún var einnig snillingur
að rúlla upp veislum eins og þegar
pabbi varð sjötugur og ég fermd-
ist. Það var aldrei lognmolla í
kringum Gunnu. Heimilið var
stórt og mikill gestagangur dag-
inn út og daginn inn. Alltaf var
stutt í söng, glens og grín og átti
hún til að skella sér í hinar ýmsu
múnderingar og taka lagið og þá
gjarnan með gítarinn í hönd.
Í seinni tíð átti Gunna falleg
heimili og það var ævinlega til siðs
hjá okkur fjölskyldunni að líta til
hennar þegar komið var á Sigló.
Hún tók Óskari manninum mínum
vel eins og öllum sem hún kynntist
og eftir að dætur okkar bættust í
hópinn voru móttökurnar ekki
síðri. Það verður tómlegra að
koma á Sigló vitandi það að engin
verður heimsóknin til Gunnu
frænku en minning um hressa og
lífsglaða konu fylgir okkur.
Elsku fjölskylda, innilegar
samúðarkveðjur til ykkar allra.
Elín Gísladóttir og fjölskylda.
Hverfur kvenblómi,
hverfur atgervi,
en ljós vors lífs lifir með Guði.
(Matt. Joch.)
Það er marsmánuður, fyrstu
vorboðarnir eru komnir til lands-
ins og upprisuhátíðin er framund-
an. Þá fékk ég þá fregn að Guðný
Friðfinnsdóttir væri látin. Með
henni er gengin kær og elskuverð
frænka og góð vinkona. Þau orð
sem hér fara á eftir eiga að auð-
sýna minningu hennar virðingu og
þökk fyrir samveru og samfylgd á
uppvaxtarárum mínum á Siglu-
firði og alla tíð síðan.
Öðrum er ætlað að rekja ævi-
feril hennar og það gerði hún einn-
ig sjálf á eftirminnilegan hátt í
bókinni „Svipmyndir úr síldarbæ“
í viðtali er Örlygur Kristfinnsson
tók. Þeir kostir sem einkenndu
hana og voru eftirminnilegir koma
þar glögglega fram, einurð, hisp-
ursleysi, kímnigáfa, hlýja, æðru-
leysi og lífsviska. Þetta viðtal er
dásamlegt og varðveitir minningu
hennar um ókomin ár. Lestur þess
kallaði fram bros og þakklæti.
Takk Örlygur!
Sumir setja svip sinn og spor á
það samfélag sem þeir lifa og
starfa í. Ég tel að svo hafi því verið
farið með hana. Hún var einstök
kona og eitt sinn sagði góð vin-
kona mín að öllum þætti vænt um
hana sem kynntust henni.
Við vorum systkinadætur, faðir
minn Gísli Þorsteinsson og Jóný
móðir Guðnýjar voru systkini. Allt
frá því ég man fyrst eftir mér voru
heimili okkar nátengd og mikill
samgangur, en yngsta dóttir Guð-
nýjar heitir að fyrra nafni Sigur-
jóna í höfuðið á móður minni.
Ég man hvað mér þótti hún fal-
leg þegar ég man eftir henni í
fyrsta sinn. Yfir henni hvíldi þessi
ró sem mér fannst alltaf vera rík-
ur þáttur í fari hennar. Það kom
líka svo glöggt í ljós þegar á
reyndi að hún gat hafið sig yfir
amstur hversdagsins og and-
streymið, hún kunni að gefa lífinu
lit og taldi sjálf að hún hafi fengið
að vera sólarmegin í lífinu.
Hún var einnig gædd listræn-
um hæfileikum, spilaði og söng og
var mikil smekk- og glæsikona.
Það kom glöggt fram í hönnun og
saumum fatnaðar og dýrindis
kjóla, en hún lærði að sníða og
sauma hjá Önnu móðursystur
minni. Ég naut góðs af því á æsku-
árum mínum og aldrei brást hún
hvað þetta snerti. Eftirfarandi
frásögn lýsir henni vel: Nokkrum
dögum fyrir jól veiktist móðir vin-
konu minnar og hafði þá lokið við
að sauma tvo af þremur kjólum á
dætur sínar. Hún sagðist myndu
leita til Gunnu sem væri alltaf svo
hjálpsöm þótt hún byggist varla
við að hún gæti sinnt þessu sam-
hliða jólaundirbúningi. „Ég get
gert þetta, sagði Gunna, ef þið vilj-
ið hafa verkaskipti við mig og gera
hreint.“ Það gekk eftir.
Siglufirði unni hún og bjó þar
alla tíð. „Hér er allt sem ég elska,“
sagði hún. Fjársjóður hennar var
börnin og hún lét þess jafnan getið
hve góð þau voru við hana. „Það er
yndislegur fjársjóður sem ég á.“
Í þeirri fullvissu og upprisutrú
„að ljós vors lífs lifir með Guði“
sendi ég mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur börnum hennar,
systkinum og fjölskyldum þeirra.
Svo geymt í hjartans helgidóm
skal heilagt minninganna blóm,
þar fölnar ei hin rauða rós
þar roðnar hún við himneskt ljós.
(Sig. Jónsson.)
Blessuð sé minning Guðnýjar
Friðfinnsdóttur.
Þóra Steinunn Gísladóttir
(Steina).
Guðný
Friðfinnsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma.
Vertu
á meðan þú ert
því það er of seint
þegar þú ert farinn.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Takk fyrir að vera alltaf
þú sjálf og fyrir allar góðu
stundirnar. Takk fyrir allar
minningarnar, hláturinn og
hnallþórurnar. Þú varst
einstök amma og átt engan
þinn líka. Skarð þitt verður
ekki nokkurn tímann fyllt,
en minningarnar munu allt-
af lifa.
Þín
Elsa Petra.
ÞAR SEM FAGMENNSKAN
RÆÐUR
Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRÓLFUR V. ÓLAFSSON,
Lindargötu 66,
Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans
mánudaginn 23. mars.
.
Sigríður Egilsdóttir,
Ólafur G. Þórólfsson, Alda Aðalsteinsdóttir,
Ragnheiður Þórólfsdóttir, Þorvaldur Jensson,
Margrét A. Þórólfsdóttir, Hörður Magnússon,
Sigurður R. Blomsterberg, Ólöf Þ. Ólafsdóttir,
Davíð Bjarnason, Unnur Karlsdóttir,
afabörn og langafabörn.
Okkar ástkæra,
HILDIGUNNUR EGGERTSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu í Reykjavík 24. mars.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu
föstudaginn 17. apríl kl. 11.
.
Runólfur Runólfsson, Gerður Hulda Hafsteinsdóttir
og fjölskylda.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BRYNJA BORGÞÓRSDÓTTIR
til heimilis á Sólvangi,
Hafnarfirði,
áður Álfaskeiði 64d,
sem lést á Sólvangi fimmtudaginn 19. mars, verður jarðsungin
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 1. apríl kl. 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið
Sólvang í Hafnarfirði.
.
Gunnar Þór Júlíusson, Ingveldur J. Gunnarsdóttir,
Guðrún Júlíusdóttir, Jón Vídalín Hinriksson,
Helgi Guðbjörn Júlíusson, Stefanía Guðjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
SIGRÚN HALLDÓRSDÓTTIR,
Norðurbrú 1,
Garðabæ,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn
26. mars.
Jarðarförin verður haldin í Dómkirkjunni miðvikudaginn
1. apríl kl. 13.
.
Dóra Elísabet Sigurjónsdóttir, Sigurjón Friðriksson,
Bára Sigurjónsdóttir, Sigrún Sigurjónsdóttir,
Steinar Sigurjónsson, Arna Bech,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HAFSTEINN ÞORVALDSSON,
fyrrverandi framkvæmdastjóri
Sjúkrahúss Suðurlands,
Engjavegi 28,
Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fimmtudaginn 26. mars.
.
Þorvaldur Guðmundsson, Hjördís Leósdóttir,
Ragnheiður Hafsteinsdóttir, Birgir Guðmundsson,
Þráinn Hafsteinsson, Þórdís Lilja Gísladóttir,
Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, Ólafur Óskar Óskarsson,
Vésteinn Hafsteinsson, Anna H. Östenberg,
afabörn og langafabörn.