Morgunblaðið - 28.03.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.03.2015, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015 ✝ SæmundurHjaltason fæddist á Norður- Götum í Mýrdal, 18. október 1934. Hann andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Hjallatúni í Vík, 22. mars 2015. Foreldrar hans voru hjónin Hjalti Jónsson frá Norð- ur-Götum, f. 1896, d. 1938, og Sigurbjörg Sæ- mundsdóttir frá Borgarfelli í Skaftártungu, f. 1891, d. 1989. Sæmundur var yngstur fjög- urra systkina. Þau eru: Jón, fyrrverandi bóndi á Suður- Götum, f. 13. apríl 1926, Krist- ín, f. 28. ágúst 1927, d. 22. júlí 2009, og Sigríður, f. 22. janúar 1932. Sæmundur kvæntist 21. mars 2007, Önnu Valdimarsdóttur, f. 16. nóvember 1936. Þau eign- uðust ekki börn. Anna var áður gift Einari Ársælssyni í Teiga- gerði í Mýrdal, f. 25. júlí 1925, d. 20. ágúst 1993, og átti með honum þrjú börn, Fjólu, Guð- rúnu Höllu og Eyjólf Jarl. Sæmundur ólst upp á Norð- ur-Götum, sótti barnaskóla að Deildará og sinnti störfum heima við frá unga aldri. Hann tók við sem bóndi á Norð- ur-Götum árið 1959 og stundaði búskapinn ásamt móður sinni og systrum. Síðar starfaði hann sem vél- gæslumaður hjá Halldórsverslun og fleiri fyrirtækjum í Vík mörg haust, enda snemma flinkur við vélar og viðgerðir þeirra. Sem ungur maður starf- aði hann einnig sem land- verkamaður á vertíðum í Vest- mannaeyjum og Þorlákshöfn. Eftir að hann brá búi á Norður- Götum og tók saman við Önnu eiginkonu sína fluttu þau til Reykjavíkur þar sem þau áttu heimili í 10 ár. Þar starfaði Sæ- mundur lengst af hjá Olís við Ánanaust. Árið 2004 festu þau kaup á húsi í Vík og áttu þar heimili upp frá því. Sæmundur veiktist alvarlega árið 2008 og þurfti eftir það að dveljast á stofnunum. Sæmundur verður jarðsung- inn frá Reyniskirkju í Mýrdal í dag, 28. mars, og hefst athöfnin kl. 14. Sæmundur eða Dadi eins og við kölluðum hann alltaf var af- skaplega ljúfur og góður maður sem vildi öllum vel. Hann hafði einstaklega góða nærveru og leið manni aldrei illa nálægt honum. Ég hef alltaf litið á hann sem hálfgerðan afa minn enda bjó hann lengst af á Götum og stundaði búskap ásamt systkinum sínum þeim Siggu og Jóni (afa mínum og svo ömmu minni). Það var alltaf gaman að fara í sveitina og hitta Dada. Hann bjó á efri hæðinni ásamt Siggu og þar var sko gaman að kíkja í heim- sókn. Dadi átti oft eitthvað fallegt til að sýna okkur og sagði líka skemmtilegar sögur. Eitt sem ég tengi alltaf við Dada er blár ópal. Hann átti alltaf svoleiðis í skúffunni hjá sér og bauð manni alltaf, ég borðaði samt aldrei bláan ópal en kunni ekki við að vera ókurteis og þáði alltaf hjá honum ópal. Ég sá hvað honum fannst gaman að gefa okkur systkinunum ópal og vildi ekki vera leiðinleg, enda hvernig hefði verið hægt að vera leiðinlegur við mann eins og Dada, algjört gull af manni. Þegar Dadi flutti til Reykja- víkur var alltaf eitthvað sem vantaði þegar maður fór í heim- sókn til ömmu og afa í sveitina, þó svo að það hafi alltaf verið gaman, en það vantaði samt alltaf eitthvað. Ég held samt að honum hafi þótt óskaplega gaman að búa í Reykjavík, en þar starfaði hann á bensínstöð. Eftir að hann fékk heilablóð- fall, þegar hann fluttist með Önnu konu sinni til Víkur, tal- aði hann mjög mikið um atvik sem hann upplifði á bensínstöð- inni. Ég held að það hafi verið eitthvað sem hann hafði virki- lega gaman af. En Dadi var mikill bílakarl og hafði mikinn áhuga á bílum og fannst gaman að tala um þá. Hann hjálpaði t.d. oft mömmu þegar hún lenti í bílaveseni. Það er hálfsorglegt að loks þegar hann var búinn að finna sér konu og búinn að kaupa sér hús í Vík, og ætlaði að hafa það gott á eldri árunum, hafi hann veikst og fengið heilablóðfall sem varð til þess að hann varð allt annar maður. Hann gat ekki gengið hjálparlaust og var bundinn við hjólastól. Það var virkilega erfitt að heimsækja hann og sjá hvernig komið var fyrir honum, hann sem hafði alltaf verið svo hraustur og reglusamur. Þetta var mjög ósanngjarnt. Mér þykir samt svo vænt um að hafa verið viðstödd þegar hann átti sinn síðasta afmæl- isdag í október í fyrra, en þá fékk sonur minn að sjá hann í fyrsta skipti og er ég glöð að hafa farið og heimsótt hann, þó svo að hann myndi ekki eftir mér og vissi ekki alveg hver ég væri. Það er sárt að hugsa hvernig fór fyrir honum Dada þegar hann var í raun og veru að hefja lífið. En þetta var ákaf- lega góður maður sem ég mun aldrei gleyma. Við munum sakna þín sárt, elsku Dadi. Guð geymi þig og styrki konu þína á þessum erfiðu tímum. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Helga Mjöll Stefánsdóttir. Sæmundur Hjaltason Hann sagði við mig skömmu fyrir nýliðin jól, þegar við hittumst á planinu við Kirkjubraut 12: „Nú fer þetta að styttast hjá mér.“ Búinn að vera lasinn talsverðan tíma og tággrannur. Harðfullorð- inn maðurinn, fæddur um miðjan júní 1929 og átti móðurættina norður í Fljót og brosti út að eyr- um þegar Fljótin bárust í tal. Brosið hans Guðmundar var Guðmundur Pálmason ✝ GuðmundurPálmason fæddist 15. júní 1929. Hann lést 26. febrúar 2015. Útför Guðmundar fór fram 6. mars 2015. hans einkenni, meitlað í andlit sem var veðurbarið og rúnum rist. Hann var hlýr í viðmóti og umhyggjusamur. Guðmundur gekk í Lionsklúbb Akra- ness í marsmánuði 1974. Hann hafði áhuga á starfinu sem þar var unnið, tók að sér nánast öll þau verkefni sem hægt var á þeim 40 árum sem hann átti með fé- lögum sínum í klúbbnum. Og gott betur. Einhverju sinni, svo dæmi sé nefnt, tók hann með sér í róður Lionsfélaga og naut hjálparsjóður klúbbsins afraksturs róðursins. Guðmundur Pálmason hlaut æðstu viðurkenningu Lionshreyf- ingarinnar, hann var gerður að Melvin Jones-félaga sem er við- urkenning til minningar um stofn- anda hreyfingarinnar. Góður fé- lagi og vinur er genginn. Sólrún, börnin sex og aðrir af- komendur eiga hug okkar á kveðjustund. Lionsbræður á Akranesi kveðja Guðmund Pálmason með virðingu og þakk- læti. Ófeigur Gestsson. Ragnheiður Hannesdóttir hefur nú lokið lífsgöngu sinni í hárri elli. Hún kvaddi þennan heim hægt og blíðlega eins og hennar var von og vísa. Eiginmaður Ragnheiðar, eða Rögnu eins og hún var jafnan kölluð, Haraldur Hannesson hagfræðingur, og faðir minn voru ágætir kunningjar og vissi ég þess vegna snemma hver hún var, en náin kynni tókust ekki með okkur fyrr en á níunda ára- tug liðinnar aldar, þegar ég kom um nokkurt skeið nær vikulega á laugardögum á heimili þeirra hjóna til að aðstoða Harald við ýmiss konar verkefni og útgáfu- störf. Við unnum venjulega í tvær klukkustundir eða þar til Ragna birtist með nýlagað kaffi og rjómapönnukökur og lagði á sófaborðið fyrir framan okkur. Þá var störfum okkar lokið, og yfir ljúfum veitingum hófust fjörugar samræður sem oft gat teygst úr. Þetta voru ánægju- legar stundir, Haraldur leiftr- andi í andanum, annað slagið dálítið örgeðja, fróður og vel máli farinn með ígrundaðar skoðanir á flestum hlutum, en Ragna hæglátari og lagði gott til allra mála. Það var jafnan til- hlökkunarefni að koma til þeirra að viku liðinni. Eftir að Haraldur féll frá í október 1989, kom stundum fyr- ir að Ragna hringdi til mín og spurði hvort ég vildi ekki heim- sækja hana fljótlega, því að hún vildi sýna mér dálítið. Hún var þá að fara yfir bókasafn Haralds Ragnheiður Hannesdóttir ✝ RagnheiðurHannesdóttir fæddist á Hjalla í Vestmannaeyjum 12. október 1915. Hún lést á Elliheim- ilinu Grund 5. mars 2015. Sálumessa var haldin í Krists- kirkju Landakoti 13. mars 2015. og hafði rekist á bók eða ritling sem hún taldi að gæti vakið forvitni mína. Ekki fór ég alltaf tómhentur af henn- ar fundi. Í þessum heimsóknum mín- um gerði ég mér betur grein fyrir því en áður að Ragna var sjálf sögufróð kona og sérfræðingur um sögu kónga- fólks í Evrópu, eins og stórt og vandað úrklippusafn hennar var til vitnis um. Öðru hverju sá ég hana skunda að heiman í litrík- um íþróttagalla með samanvaf- inn böggul undir hendi á leið í sundlaug Vesturbæjar eða skjótast inn í verslun í Austur- stræti til að kaupa flösku af ítölsku rauðvíni. Hún kvaðst fá sér alltaf eitt glas af rauðvíni á kvöldin undir svefninn. Það væri hennar lífselexír. Það hljóta að hafa verið mikil viðbrigði fyrir Rögnu að fara úr stóru þrílyftu einbýlishúsi við Hávallagötu inn í þröngt ein- menningsherbergi á hjúkrunar- heimilinu Grund. En hún kvart- aði aldrei. Þrátt fyrir vistaskiptin rofnaði ekki sam- bandið okkar á milli, og í hvert sinn sem ég spurði hana um líð- an hennar var viðkvæðið hið sama: „Hér eru allir svo góðir og maturinn alveg sérstaklega góður.“ Inni í skápnum var rauðvínsflaskan sem sonur hennar, „hann Hannes minn“, sá um að útvega henni, og á inn- skotsborðinu lítið rauðvínsstaup og vindlingapakki. Þá var vel fyrir öllu séð. Ragna hafði oft á orði að ég væri handkaldur en bætti svo við af góðmennsku sinni að hjartað væri heitt. En þú, Ragna mín, ert alltaf með hlýjar hendur og heitt hjarta. Þannig kveð ég nú þessa öldruðu heiðurskonu í hinsta sinn. Gunnar F. Guðmundsson. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, AÐALHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Logafold 61, Reykjavík, lést á Landakoti mánudaginn 16. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. mars kl. 13. . Bjarni Sigurðsson, Helga Arnþórsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Anne Uimonen, Ian Graham, Jóna Lárusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, tengdadóttir, systir og tengdamóðir, ALDÍS KATRÍN GUÐLAUGSDÓTTIR, Glitvöllum 6, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 17. mars á líknardeild Landspítalans. Jarðarförin verður frá Grafarvogskirkju mánudaginn 30. mars kl. 13. . Ívar Örn Ómarsson, Anton Örn Ívarsson, Hlynur Viðar Ívarsson og aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG SIGRÚN BJARNADÓTTIR, Hjallalundi 18, Akureyri, lést á heimili sínu 18. mars. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 30. mars kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á minningarsjóð heimahlynningar á Akureyri. . Sigurður Garðarsson, Guðrún Sigurlaug Sigurðardóttir, Helgi Sigurðsson, Unnur Karlsdóttir, Sigurður Rúnar Helgason, Brynja Helgadóttir, Pétur Örn Helgason, Árni Viðar Björgvinsson. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, stjúpfaðir og afi, SIGURÐUR GÍSLI JÓNSSON, Hamratúni 5, Akureyri, lést á heimili sínu fimmtudaginn 19. mars. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 31. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd og Sjúkrahúsið á Akureyri. . Guðlaug Sigfúsdóttir, Lovísa Jenný Sigurðard., Elmar Örn Hjaltalín, Jón Kristinn Sigurðsson, Berglind Eva Benediktsdóttir, Sigfús Ingason, Add Hunchana og afabörn. Ástkær vinur minn, pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, GUÐBJARTUR HARALDSSON, lést á Sólvangi 23. mars. Hann verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju, Strandgötu miðvikudaginn 8. apríl kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sólvang hjúkrunarheimili. . Helga Jónsdóttir, Vilhjálmur Jón Guðbjartsson, Jóhanna S. Guðjónsdóttir, Haraldur Guðbjartsson, Jónína M. Sveinbjarnard., Jóhannes Þ. Guðbjartsson, Hafdís Harðardóttir, Jóhann G. Guðbjartsson, Margrét Guðmundsdóttir, Hafsteinn Guðbjartsson, Lilja Jónbjörnsdóttir, Þorfinnur Þ. Guðbjartsson, Ólafía H. Guðmundsdóttir, Hanna Björt Guðbjartsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.