Morgunblaðið - 28.03.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.03.2015, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015 Með sorg í hjarta kveðjum við elsku frænda okkar, hann Axel Dag, hinstu kveðju. Eftir stend- ur minningin um hugljúfan dreng. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mín- um í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þó hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. Æ, tak nú, Drottinn, föður og móður mína í mildiríka náðarverndan þína, og ættlið mitt og ættjörð virstu geyma og engu þínu minnsta barni gleyma. Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því, sem andar, en einkum því, sem böl og voði grandar. Þín líknarásján lýsi dimmum heimi, þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi. Í Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að lofa. (M.Joch.) Megi góður Guð styðja fjöl- skyldu þína og ástvini á erfiðum stundum. Helga Bryndís og fjölskylda. Elsku besti vinurinn minn. Það er rosalega skrítið að hugsa til þess að þú sért farinn. Þú hafðir svo ótrúlega mikið upp á að bjóða, dellukallinn minn, enda varstu svo klár. Alltaf varstu traustur og góð- ur, ég hef ekkert nema góðar minningar um þig elsku vinur minn. Það var alveg ótrúlegt hvað þú nenntir að rökræða mikið við mig og spjalla um allt og ekkert. Ég á eftir að sakna þín svo ótrúlega mikið að orð fá því ekki lýst. Það var eins og ekkert væri bannað að tala um hjá okkur, sama hversu hrokafullt eða kaldhæðnislegt það var, þá gát- um við samt sagt það við hvort annað. Ég á eftir að sakna þess mikið að deila með þér tónlist, enda eini maðurinn sem ég gat treyst á að peppa tónlistina mína. Ég var þó ekki alltaf sammála þér, enda var ég örugglega búin að biðja þig um að breyta vinatóni þínum úr Miley Cyrus í mörg hundruð skipti. Þú komst mér svo oft til að hlæja, sama hvort þú varst að reyna að vera fyndinn eða ekki. Mikið varstu frábær persónu- leiki. Ein minning stendur sérstak- lega upp úr, eitt kvöldið þegar við vorum að tala saman á skype ropaði ég, alveg óvart. Viðbrögð þín voru engu lík, þú reiddist mér svo svakalega. Á meðan þú hundskammaðir mig fyrir hversu subbuleg ég væri, þá sveiflaðirðu höndunum í allar áttir til að ropsýklarnir mínir færu nú ekki í gegnum tölvuna og inn í öndunarfærin þín. Ég hef svo ótrúlega oft hlegið að þessu atviki, og mun gera það áfram. Stundum er bara of mikið lagt á eina sál. Ég elska þig, þú varst besti vinur minn og ég mun sakna þín sárt. Axel Dagur Ágústsson ✝ Axel DagurÁgústsson fæddist 6. apríl 1995. Hann lést 7. mars 2015. Útför hans fór fram 20. mars 2015. Þín vinkona Snærós Vaka (Snuski). Elsku hjartans Axel minn, að setj- ast niður og skrifa minningarorð um þig, elsku frændi minn, er mjög erf- itt og óraunveru- legt. Axel minn, að þú, fallegi frændi minn, með fal- lega brosið þitt sért farinn frá okkur í blóma lífsins er svo óréttrátt. Ég trúi að þér hafi verið falið eitthvert annað hlut- verk. Ég hugsa til foreldra þinna, systkina, ammanna og afa og vona ég að Guð almátt- ugur og allir englar vaki yfir þeim og gefi þeim styrk og huggun í sorginni. Ég veit að afi Trausti og amma Dísa hafa tekið vel á móti þér í Sumarlandinu og umvafið þig með ást og um- hyggju. Að lokum vil ég þakka þér sérstaklega fyrir þá stund sem við áttum áður en þú fórst til Kaupmannahafnar, þeirri stund gleymi ég aldrei. Þó sólin nú skíni á grænni grundu. Er hjartað mitt þungt sem blý, því burt varstu kallaður á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða. Svo fallegur, einlægur og hlýr. En örlög þín ráðin – setur mig hljóða Við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima, mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur.) Guð blessi þig, elsku Axel minn. Þín föðursystir, Hulda María og Bergþór (Beggi). Elsku besti Axel minn. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Elsku Ágúst bróðir, Ragn- hildur, Geir Þór, Kristín Stein- unn, Eydís, Bergur, Ívar Hrafn og aðrir ættingjar. Ykkur votta ég mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja ykkur/okkur og leiðbeina á þessum erfiðu tím- um. Axel minn, elsku frændi, það er sárt að kveðja þig, en ég þakka fyrir að hafa kynnst eins góðum dreng og þér. Hvíl í friði. Birna Rut, Sverrir, Sóley, Þórarinn, Hermann, Mic- helle, Íris, Óttar og Hreinn. Nú þegar loks fer að birta eft- ir langan vetur og daginn tekur að lengja fáum við þær hörm- ungarfréttir að Axel Dagur hafi kvatt þennan heim. Við kveðjum ljúfan og kátan dreng sem var rétt að hefja lífsgönguna. Á sama degi og sama tíma og sól- myrki mun eiga sér stað hér á landi er Axel Degi fylgt til graf- ar. Það er sannarlega sólmyrkri í lífsgöngunni hjá fjölskyldu hans, vinum og þeim sem hann þekkti. Breytt heimsmynd hans nánustu. Ljúfur, myndarlegur, glað- lyndur drengur með prakkara- blik í augum, sannkölluð krútt- sprengja á yngri árum. Þannig minnist ég hans eins og þegar ég kynntist honum fyrst. Í gegnum árin hittum við þá bræður, Axel og Ívar þegar þeir voru hjá pabba sínum og Ragnhildi. Í frí- um, afmælum, skírn systkina, útskrift Ívars, útilegu, á skíðum á Austurlandi og öðrum tilefn- um. Ívar var alltaf rólegri og prúðari við hlið hans. Leit eftir honum þolinmóður og skilnings- ríkur eldri bróðir, leyfði Axel að taka stærri hluta athyglinnar. Mér fannst Axel Dagur lítið breytast í gegnum árin. Unglingurinn tók við af barninu. Unglingurinn óðum að verða að fulltíða manni. Varð myndarlegri og fyndnari með hverju árinu. Beittari og greind- arlegri tilsvör, en sama ljúf- mennskan, sami prakkarasvip- urinn, skemmtileg og gamansöm þrjóska í augna- ráðinu. Vinsæll meðal vina. Foreldrar vakna við tilgangs- lausustu og verstu martröð sem hægt er að hugsa sér; að fylgja barni sínu til grafar. Sársaukinn svo nístandi að varla er hægt að hugsa til hann til enda. Þótt ég sé látinn harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur. Og ég, þótt látinn sé Tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. ók.) Við hjónin sendum Eydísi, Bergi og fjölskyldu þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Elsku Ágúst, Ragnhildur, Ív- ar, Geir Þór og Kristín Steinunn – Vegur sorgarinnar er vissu- lega langur og strangur en hvorki ófær né endalaus. Við óskum ykkur öllum styrks og velfarnaðar á þeirri erfiðri göngu sem framundan er. Minningin um ljúfan og góð- an dreng lifir. Heiðrún Jónsdóttir, Jóhannes Sigurðsson. Vinur okkar og bekkjarfélagi úr Egilsstaðaskóla, Axel Dagur Ágústsson, hefur kvatt okkur alltof snemma. Hann málaði skólavist okkar ýmsum litum og lífgaði þar sannarlega upp á til- veruna. Axel Dagur var mikill gleði- gjafi, fjörugur strákur sem aldr- ei var lognmolla í kringum. Venjulegur dagur og aðgerða- leysi eru ekki orð sem lýsa sam- fylgd okkar með honum. Við minnumst hans í kennslustund- um þar sem hann framkvæmdi ýmis prakkarastrik, stundum einn en oftar með okkur hinum. Það var auðvelt að taka þátt í ærslum með Axel því það var jú gjarnan þannig að hann fékk skammirnar. Því áttum við það til að mana hann áfram. Þrátt fyrir það og hin ýmsu uppátæki Axels var hann góðgjarn og vildi öllum vel. Hann var alltaf glaður og því var gaman að vera í kringum hann. Við erum þakk- lát Axel fyrir að hafa gert skóla- göngu okkar eftirminnilega þar sem alltaf var stutt í húmorinn og hann kom okkur ósjaldan til að hlæja. Það var gaman að fylgjast með Axel þroskast á árunum sem við áttum með honum. Prakkarinn fullorðnaðist en missti aldrei húmorinn og hug- myndaflugið hélt áfram að njóta sín. Hann sýndi mikið þakklæti þegar eitthvað var gert fyrir hann og þá fylgdi þökkunum fal- legt brosið hans. Um leið og við þökkum vini okkar Axel Degi ógleymanlega og góða samfylgd sendum við fjölskyldu hans og öllum ástvin- um innilegar samúðarkveðjur. Minningin um fjörugan strák og góðan vin fær okkur til að brosa í gegnum tárin. Axel Dagur og fallega brosið hans mun lifa með okkur. F.h. útskriftarárgangs 2011 úr Egilsstaðaskóla, Erla Gunnlaugsdóttir og Auðbjörg Hulda Þórarinsdóttir. Það fyrsta sem kemur upp í huga minn þegar ég sest við að skrifa nokkur orð um hana Stínu frænku er minningin um að heim- sækja hana á Háaleitisbrautina sem lítil stúlka og sjá allt fíniríið sem hún átti og hafði búið til, hún var nefnilega algjör snillingur í höndunum. Hún orkeraði, prjón- aði, perlaði, málaði á postulín og svo má lengi telja og allt var þetta listavel gert hjá henni. Þær eru margar stundirnar sem ég hef átt með Stínu því hún var fastur punktur í tilverunni hjá okkur fjölskyldunni, í afmæl- um, á jólum, í réttunum og í sum- arbústaðaferðum var hún ómiss- andi. Hún hafði svo gaman af að Kristín Sveinsdóttir ✝ Kristín Sveins-dóttir fæddist 14. febrúar 1924 á Ósabakka á Skeið- um. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Dalbraut 12. febrúar 2015. Útför Kristínar fór fram frá Sel- fosskirkju 23. febr- úar 2015. vera innan um fólk og dillandi hlátur hennar fyllti oft rýmið enda alltaf stutt í húmorinn hjá henni. Að mínu mati eru það forréttindi að fá að alast upp við það að eiga eins góða frænku og hún var og þegar ég sjálf eignaðist börn var hún þeim jafnt innan handar og mér og þótti dætrum mínum fátt skemmtilegra en þegar Stína dró upp handavinnuna sína og þær fengu að fylgjast með og oft á tíð- um sátu þær saman í eldhúsinu eitthvað að sýsla. Það veitti Stínu mikla gleði þegar yngsta dóttir mín varð skírð Kristín í höfuðið á henni og mun ég passa upp á að hún fái að heyra allt um demantinn nöfnu sína þegar hún verður eldri. Elsku Stína, þú ert alltaf í hjarta mínu og verður án efa ein skærasta stjarnan á himninum og lýsir mér rétta leið. Takk fyrir samfylgdina, Dúna Rut Karlsdóttir. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Útfararþjónusta síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn Útfararþjónusta í 20 ár Hinrik Valsson Svanhildur Eiríksdóttir Gísli G.Guðmundsson Vistvænar íslenskar kistur, krossar og duftker Hinrik: Sími 892 0748 / Gísli: Sími 482 4300 www.fylgd.is • fylgd@fylgd.is Þjónusta allan sólarhringinn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN S. BALDURSSON, Sóltúni 28, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilinu Mörk laugardaginn 21. mars. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 31. mars kl. 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks Markar fyrir einstaka hlýju og umönnun. . Ásdís Kristjánsdóttir, Jóngeir Andersen, Baldur Kristjánsson, Jórunn Íris Sindradóttir, Björn Kristjánsson, Birna Hjaltadóttir, Valgerður S. Kristjánsdóttir, Haraldur Anton Skúlason, Elísabet Anna Kristjánsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HULDA DAGMAR GÍSLADÓTTIR, Hrafnistu í Hafnarfirði, áður Sunnubraut 8, Grindavík, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 5. mars. Útför hennar verður gerð frá Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 31. mars kl. 14. Fyrir hönd aðstandenda, . Magnús, Kristólína og Sigrún Ólafsbörn. Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HERDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, Kópavogsbraut 1a, Kópavogi, lést fimmtudaginn 26. mars á Landspítalanum Fossvogi. Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 1. apríl kl. 13. . Svandís Ingibjörg Jörgensen, Finnur Þorláksson, Dagmar V. Jörgensen Chavez, J. Manuel A. Chavez, Margrét Sigríður Jörgensen, Brynja Dagbjartsdóttir, Þorleifur Sigurðsson, G. Hilmar Guðmundsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÁRNI GUÐGEIRSSON húsasmíðameistari, Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ, áður Smáratúni 9, Keflavík, lést að kvöldi mánudagsins 16. mars á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Nesvöllum í Reykjanesbæ. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 30. mars kl. 13. . Erna Árnadóttir, Þorsteinn Geirharðsson, Guðgeir Smári Árnason, Rebekka Jóna Ragnarsdóttir, Halldóra Ásgeirsdóttir, Þröstur Árnason, Victoría Solodovnychenko og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.