Morgunblaðið - 28.03.2015, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 28.03.2015, Qupperneq 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015 ✝ NáttfríðurJósafatsdóttir fæddist 4. apríl 1927 á Deildarhóli í Víðidal, V-Húna- vatnssýslu. Hún lést 21. febrúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Ebenesersdóttir og Jósafat Hansson. Systkini hennar voru Ebba, f. 1919, Friðbjörn, f. 1921, Sesselja, f. 1923, Grímur, f. 1924, Hannes, f. 1925, Ragn- hildur, f. 1928, og Jósafat, f. 1930. Jósafat og Grímur lifa systur sína. Eiginmaður Náttfríðar var Val- geir Ágústsson, f. 1924, d. 1995. Þau áttu þrjú börn: 1) Ágúst Mars, f. 1944. 2) Ragnhildur, f. 1947. 3) Gunnar, f. 1955, látinn 1980. Barnabörnin eru fimm en langömmubörnin sjö. Útför hennar fór fram 27. febrúar 2015 frá Hvammstanga- kirkju. Náttfríður amma mín var aldr- ei hrifin af því að nafnið hennar væri stytt. Ef hún væri ekki kölluð Fríða þá skyldi það vera Náttfríður, ekki Nátta. Ég vissi þetta en þó leyfðist okkur barnabörnunum að kalla hana því nafni, Nátta amma. Þegar ég sendi henni boðskort til fermingarveislu áminnti hún mig hlæjandi; „Tinna, er ekki einu sinni hægt að klára nafnið? Þú skrifar Nátt-amma“. Í huga mér var hún ávallt Nátta amma í einu orði, án bandstriks en fannst ekki hægt að sleppa því í formlegu boðskorti, Náttamma. Það var alltaf notarlegt að koma til ömmu og afa. Náttamma var fyrirmyndar húsmóðir og hafði ávallt tilbúinn mat á borð- um þegar við mættum. Hún eldaði hefðbundinn ís- lenskan mat en ég hef verið um átta ára gömul þegar amma sam- þykkir að hafa pítsu í kvöldmat- inn og keypti pítsuu frá Ömmu- bakstri í Kaupfélaginu. Við hlógum þegar afi móðgað- ist yfir því að engar kartöflur væru með, það væri nefnilega ekki kvöldmatur nema að kart- öflur fylgdu. Heimilið þeirra var hlýlegt og hreint, hvítt teppi á öllum gólfum og ekki blett að sjá. Ég gerði eitt sinn heiðarlega tilraun í leit að ryki í húsinu og fann ekki, hún hafði tileinkað sér gott yfirvegað verklag og gekk vandlega frá öllu. Gjöfum var pakkað inn mörg- um sinnum; fyrst plast utan um gjöfina, svo kassi, svo plastpoki, svo gjafapappír, svo þykkari pappír og allt bundið saman með bandi. Náttamma var flink í höndun- um og saumaði mikið á sig sjálf og fékk hugmyndir úr tímaritinu Nýtt líf. Hún prjónaði líka á okk- ur svo aldrei vantaði vettlinga eða ullarsokka. Mér er minnis- stætt þegar hún hafði prjónað handa mér rauða fingravettlinga. Ég sat í vörubílnum hjá afa og fiktaði með bílasígarettukveikj- arann, stakk þumalputta í rauðglóandi fletinn. Afa brá þegar hann heyrði brunasnarkið en mér varð ekki meint af og engin ummerki á vettlingnum. Ég ákvað að segja ekkert við hana ömmu fyrst vett- lingurinn hafði sloppið en ég var líka skömmustuleg fyrir heimsk- una. Nokkrum dögum seinna er hún að aðstoða mig í útifötin og ég þefa af þumlinum. „Er bruna- lykt?“ spurði hún en svo var ekk- ert meir sagt. Hún gerði lítið úr handavinn- unni sinni enda „ekki húsmæðra- skólagengin“ sem mér fannst kómískt. Ég gat ekki annað séð en aðrar konur hefðu farið í þann skóla til að geta gert hlutina eins og amma gerði þá, með afbragði. Sumarið 2010 hóf ég störf á sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Ég hafði aldrei áður verið búsett þar en fannst tilvalið að vera nær ömmu og varið tíma með henni. Amma var aldrei mikið fyrir að kjassa okkur barnabörnin, enda ekki alin upp við það sjálf, en eft- ir að hún varð lasin gerðist hún opinskárri og fannst ég fá að kynnast henni enn betur fyrir vikið og er því þakklát. Hún Náttfríður amma mín var flott alþýðukona og verður mér alltaf til fyrirmyndar, sterkur karakter með góða lífssýn. Læt ég vera lokaorðin sagan um það þegar ég kvartaði yfir að dyra- bjallan hennar væri biluð því maður þyrfti alltaf að ýta svo fast á hana. Svaraði hún þá um hæl; „Dyrabjallan er ekkert biluð, það þarf bara að ýta fast á hana.“ Tinna Gunnur Bjarnadóttir. Við sitjum í herberginu henn- ar á Sjúkrahúsinu á Hvamms- tanga 24. júní 2012, sólin skín og verið er að lesa í útvarpinu ljóð úr dönsku eftir Halldór Kiljan Laxness og þýtt af Þórarni Eld- járn. Við hlustum saman á lesturinn Jónsmessubálið brennur: Jónsmessubálið brennur og nóttin sindrar af sagnafans. Yngissveinar nú ólmir stíga með elskunni sinni í dans. Jónsmessubálið brennur um nótt. – Sjá brennurnar allt um kring! – Og sjá mig hér væflast um sand- inn, – einmana útlending. Jónsmessubálið brennur. – Menn segja það bægi nornum frá. – Hattinum yppi ég efins og öxlunum líka smá. Jónsmessubálið brennur. – Aleinn þræði ég bál eftir bál. Horfi á og hlusta hljóður á framandi mál. Jónsmessubálið brennur. – Æ, stúlk- an á hvítum skóm sýnir sig með svartan borða í hári – skyldi hún skilja mig? Jónsmessubálið brennur svo glatt. – – Ég harmþrunginn hugsa til þín. Í órafjarska árangurslaust svo ákaft þú hugsar til mín. Jónsmessubálið brennur – en heima ertu andvaka út af mér. En ég kem aldrei aftur, elskan mín, guð fylgi þér Jónsmessubálið brennur – ég eigra í angist um hvítan sand. Á næturnar er ég svo öryggislaus mér ægir hið framandi land. Jónsmessubálið brennur svo glatt – náttmyrkrið yfir mér er. Í ókunnum löndum er ég aldrei með sjálfum mér. Jónsmessubálið brennur – á himni ég blossandi stjörnuhrap sá! Drottinn, sú stjarna stefndi þangað sem hugur minn heimkynni á. Jónsmessubálið brennur – ó stjarna berðu nú kveðju frá mér þangað sem vornóttin vakir björt og minn vinur hvert mannsbarn er. Jónsmessubálið brennur. En nótt lætur blítt við hinn hvíta sand. En þú ein veist það litla stjarna hve ég þrái mitt sólarland. En Jónsmessubálið sem brennur heima er sólfögur sumarnótt. – Heilsaðu Guði, góða stjarna og einmana elskunni fljótt. Jónsmessubálið brennur. – Þú stjarna sem berst svo hratt um geim, láttu vita’ alla vini mína: hve vin þeirra langar heim! Jónsmessubálið brennur – heima. – um ást mína allt viti þeir. En segðu þó öllum hið sanna: Þið sjáið hann aldrei meir Þó að ég hafi skrifað um hana heila bók, ætla ég skrifa þetta ljóð hér af því þetta var í síðasta skipti sem ég og móðir mín töl- uðum saman þar sem ég vissi að hún var að fylgjast með. Ég sagði henni frá að ég hefði upplifað Jónsmessubál í hvítum sandinum í Danmörku og hún virtist hafa áhuga á að vita, en Alzheimers-sjúkdómurinn heltók hana stuttu eftir þetta. Ragnhildur Valgeirsdóttir. Náttfríður Jósafatsdóttir Það fyrsta sem kemur í hugann þegar við minn- umst Agga eru jólaboðin á Fálkagötu 9 hjá ömmu og afa. Þegar við sveitastrákarnir komum keyrandi frá Hvann- eyri, eftir tveggja tíma akstur (á þeim tíma), var það Aggi sem tók yfirleitt á móti okkur. Kátur og glaðlegur ræddi hann við okkur um daginn og veginn, hvernig gengi o.þ.h. og náði alltaf að fá menn til að spjalla og hlæja. Guðjón Agnar Egilsson ✝ Agnar Egilssonfæddist í Reykjavík 3. des- ember 1932. Hann lést 27. febrúar 2015. Útför Agnars var gerð 9. mars 2015. Ávallt var hann tilbúinn að aðstoða og veita góð ráð. Í síðasta jólaboði var rætt um skíði, fyrr og nú, og haft gaman af. Skíði, KR og golf voru alltaf ofarlega á baugi í umræðum gegnum árin. Aggi var ein- staklega aðlaðandi persóna og hreif fólk með sér hvar sem hann kom. Hann var t.d. alltaf fyrstur til að taka á móti þeim sem komu nýir inn í fjölskylduna, fræðast um þá og kynna fyrir öðrum. Við erum þakklátir fyrir kærar minningar um góðan mann. Hvíl í friði. Einar, Pétur Rúnar, Oddur, Hilmar Steinn. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) „Hæ stelpan mín, mig lang- aði bara til að heyra í þér rödd- ina.“ Þannig hljómaði gjarnan upphaf símtalanna þinna, Aggi minn, og mikið sem mér þótti alltaf gott að heyra í þér. Ég eignaðist í þér svo traustan vin á einu erfiðasta tímabili ævi minnar þegar Pétur heitinn var orðinn veikur. Þú og Agga stóðuð þétt við bakið á mér og eiginlega má segja að þið hafið gengið drengjunum mínum í afa- og ömmustað. Þegar Pétur háði lokabaráttu sína þá komst þú, Aggi minn, á hverjum degi til okkar til að veita okkur styrk og stuðning. Ég gat líka alltaf leitað til ykkar Öggu hvort sem var að nóttu eða degi. Þegar ég svo kynntist núver- andi eiginmanni mínum og var að segja ykkur að ég væri búin að eignast vin þá að sjálfsögðu tókuð þið honum og dætrum hans opnum örmum og þegar við svo eignuðumst dóttur þá varð hún strax litli ljósgeislinn ykkar. Margar minningar streyma í gegnum hugann þegar ég skrifa þessi orð, eins og t.d. heimsóknir ykkar Öggu á að- fangadag eða þegar þið höfðuð farið hring á golfvellinum. Þeg- ar þú komst til mín í klippingu og hentir gaman að hárleysinu. Ég minnist þess sérstaklega þegar við Hallur giftum okkur. Þá fengu Hinrik, Jóel og Írena Huld að gista hjá ykkur Öggu á Háaleitisbrautinni og það var í allra fyrsta skiptið sem litla skottan mín gisti annars staðar en heima hjá sér og lét sér bara líka ljómandi vel. Írena Huld var líka svo stolt þegar hún fékk gsm-síma, þá var símanúmerið hans Agga afa sett fyrst í símaskrána svo hún gæti spjallað og tekið á móti símtölunum frá þér sem voru sko allnokkur. Hinrik og Jóel eru líka ríkari að hafa átt þig og veitti það þeim ómælda ánægju að segja þér frá því þegar svo bar undir að þeim tókst að sigra KR í fótbolt- anum. Ég á eftir að sakna þinnar sterku og góðu nærveru og þess hve traustan vin ég átti í þér sem auðvelt var að leita ráða hjá. Ég á líka eftir að sakna þess fasta liðar í jólaundirbúningn- um að mæta hjá ykkur Öggu í laufabrauðsgerð þar sem við stóðum saman fyrir framan eldavélina, ég að steikja og þú að pressa. Ég veit hins vegar að þú ert kominn á góða stað- inn þar sem KR-ingar eru alltaf Íslandsmeistarar og golfvöllur- inn alltaf iðjagrænn. Guð geymi og styrki Öggu og Rakel Rósu í þeirra sorg og missi. Saknaðarkveðjur, Magnea Lena Björnsdóttir. Elsku Heba mín, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur Símon, Eyjólf, Hall og Guðrúnu. Þú varst barnapían okkar til margra ára, allt frá því að við eignuðumst Eyjólf árið 1965. Símon var í Verslunarskólanum á þessum tíma og við bjuggum í foreldrahúsum hjá ykkur á Bú- staðaveginum. Eyjólfur okkar var ykkur systkinunum sem bróðir, það var slegist um að passa hann, knúsa og kyssa. Við Símon fluttum af Bú- staðaveginum yfir í Rauðagerði og þá kom í ljós hvað þú varst viljasterk og mikill dugnaðar- forkur. Einn daginn var aftaka- veður og svo slæmt að björg- unarsveitarmenn voru alls staðar að hjálpa fólki í vanda þar sem enginn fór ótilneyddur út úr húsi. Ég hafði hringt á Bústaðaveginn og sagt að við ættum enga mjólk til í Rauða- Heba Hallsdóttir ✝ Heba Halls-dóttir fæddist í Reykjavík 22. jan- úar 1958. Hún and- aðist á Kan- aríeyjum 22. febrúar 2015. Útför Hebu fór fram 12. mars 2015, frá kirkju Óháða safnaðarins. gerðinu (Símon ef- laust í vinnu) og þú bauðst strax til að koma með mjólk handa Eyjólfi, þá aðeins níu ára gömul. Þú fórst út í veðrið þrátt fyrir að vera bannað það, þú lést ekki segjast og barðist um í snjó og snar- vitlausu roki. Á leiðinni harðneitaðir þú aðstoð björgunarmanna, þér hafði jú verið kennt að tala ekki við ókunnuga. Mjólkin og þú elsku Heba komust til okkar. Þarna kom fram seiglan sem ein- kenndi allt þitt líf, þú barðist meðan kraftar þínir leyfðu. Elsku fallega og hjartkæra Heba mín, við áttum ótal frá- bærar stundir saman, ég gæti sagt margar sögur af því hvern- ig þú snertir líf okkar eins og til dæmis þegar við Símon bróðir þinn vorum að byggja Litlasel og þið Addi og Hulda Soffía komuð okkur endalaust til hjálpar. En í stuttu máli, elsku Heba mín, segi ég takk fyrir allt. Ég votta ykkur elsku börn- unum hennar Hebu, tengda- börnum og barnabörnunum mína dýpstu samúð. Anna Eyjólfsdóttir. ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19 • 210 Garðabær sími 842 0204 • www.harpautfor.is Þökkum samúð, vináttu og kveðjur vegna andláts elsku móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELSU ÞORVALDSDÓTTUR, Hóli í Bakkadal, síðar Álfheimum 62, Reykjavík. Sérstakar þakkir til séra Valgeirs Ástráðssonar. . Þorvaldur Sigurðsson, Herdís Ástráðsdóttir, Þóra Katla Bjarnadóttir, Þórður Sigurðsson, Ástríður Elsa Þorvaldsdóttir, Theódóra Þorvaldsdóttir, Jóhann K. Ragnarsson, Davíð Ingi Þorvaldsson, Hrefna María Jónsdóttir, Ágúst Atlason, Arnar Jónsson, Kristján Andri Jónsson, Þorvaldur Ingi Elvarsson, Herdís Björg Jóhannsdóttir, Ragnar Dagur Jóhannsson, Sigursteinn Ingi Jóhannsson, Saga Líf Ágústsdóttir, Ísar Logi Ágústsson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, GUÐRÚNAR BJARGAR EMILSDÓTTUR frá Ytri-Hlíð. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Sundabúðar fyrir alúðlega hjúkrun og hlýju. . Sigurjón Friðriksson, Friðrik Sigurjónsson, Emil Sigurjónsson, Aðalheiður Sigr. Steingrímsd., Hörður Sigurjónsson, Petra Jörgensdóttir, Þórný Sigurjónsdóttir, Erla Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.