Morgunblaðið - 28.03.2015, Side 38

Morgunblaðið - 28.03.2015, Side 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015 ✝ Árni Guðfinns-son fæddist 4. desember 1948 á Selfossi. Hann lést á sjúkrahúsi Ak- ureyrar 18. mars 2015. Foreldrar hans voru hjónin Guð- finnur Jónsson bak- arameistari á Sel- fossi, f. 16.2. 1916, d. 22. 10. 1982, og Ingigerður Guðbjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 15.12. 1907, d. 4.12. 1988. Systur Árna eru Kristín, f. 22.10. 1947 og Guðrún, f. 5.4. 1951. Árni kvæntist 31. desember 1969 Halldóru Kristínu Hjalta- dóttur, f. 23.2. 1950, frá Ytra- Garðshorni, Svarfaðardal, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: 1) Hjalti, f. 25.8. 1968, börn hans eru a) Hjalti Percy Hjaltason, f. 22.6. 1998, b) Árni Edward Hjaltason, f. 5.11. 2000, og c) Anna Tatiana Hjaltadóttir, f. 19.12. 2003. 2) Auð- ur, f. 8.10. 1970, börn hennar eru a) Tiana Ósk Whit- worth, f. 6.7. 2000, b) Emil Óli Birgisson, f. 15.1. 2007, og c) Dagur Árni Birgisson, f. 30.6. 2009. 3) Guðfinna, f. 18.10. 1973, sambýlismaður hennar er Sig- tryggur Hilmarsson, f. 4.12. 1964. Útför Árna fer fram frá Dal- víkurkirkju í dag, 27. mars 2015, kl. 13.30. Elsku bróðir, nú er þú hefur kvatt þessa jarðvist og hafið þá eilífðarferð sem okkar allra bíður viljum við kveðja þig með þessum ljóðlínum: Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Þökkum samfylgdina, Þínar systur Kristín og Guðrún. Árni Guðfinnsson Elsku Helgi. Ég get ekki lýst því .. hversu sárt það er að sjá á bak jafn frábær- um manni eins og þér. Þó að þú hafir nú kvatt okkur, elsku frændi, þá lifir minningin um gleðigjafann Helga Baldur. Alltaf stutt í grínið og glensið með þér. Það er oft sagt að fólk sýni sitt rétta eðli þegar á móti blæs, þegar á reynir og erfiðleikar standa fyrir dyrum. Þú varst búinn að sigra þennan ofur- fjanda tvisvar sinnum með æðruleysi en núna vildi hann sigur. Erfiðari andstæðing, svona vel vopnaðan, er ekki hægt að hugsa sér. Þú fékkst engan að- draganda, engin vopn. Engu að síður var engan bilbug á þér að finna og passaðir þú að allir hefðu það nú gott í kringum þig. Þú ætlaðir að sigra en … við of- urefli var að etja. Alltaf var stutt í húmorinn þinn, þó svo að alvarleiki barátt- unnar hafi blasað við okkur öll- um. Æðruleysið þitt mun styrkja mig í lífinu um ókomna tíð. Við Maron bróðir og mamma þín ætlum a.m.k. á elliheimilið sem við töluðum um og skemmta okkur vel. Ef ég gæti talað við þann sem ákvað þetta svona .. myndi ég segja…. af hverju svona fljótt? Af hverju fékkstu ekki smá meiri tíma? Níu vikur eru ekki langur tími. Ójöfn barátta frá upphafi. Þetta kallar maður „svindl“ Helgi Baldur Jóhannsson ✝ Helgi BaldurJóhannsson fæddist á Akranesi 26. maí 1984. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 8. mars 2015. Útför Helga Baldurs fór fram frá Akraneskirkju 17. mars 2015. þegar svona ójafnt er gefið. Æi, þetta er súrt. Það er sumt sem maður saknar vöku megin við. Leggst út af, á mér slokknar. Svíf um önnur svið, í svefnrofunum finn ég sofa lengur vil. Því ég veit að ef ég vakna upp finn ég aftur til. (B.J.F. og D.Á.H.) Þá dreymir mig um bassann sem botninn fylla kann og bið svo Guð um sólógítar til að styðja hann Ég trommur þarf svo geti ég takti haldið vel og tígulega í fjarska að heyra strengi flott ég tel. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Elsku besti Helgi Baldur minn, ég kveð þig með sorg í hjarta og miklum söknuði. Ég held að það hafi vantað ein- hvern að stýra partýinu hinu- megin og hafa gaman. Þangað til við hittumst aftur – og eins og ég sagði þér þegar ég kvaddi þig: Ég vil að þú takir á móti mér. Elsku Hilmar litli og Ragn- heiður, elsku Guðný og Jói bróðir, Hafsteinn, Ásta, Daní- ella, Markús, Kristján, Rut, Birta og Jónína, megi Guð gefa ykkur æðruleysi og styrk til að takast á við ykkar mikla missi, en verið þess fullviss að Helgi okkar vakir yfir ykkur. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Guð blessi þig, elsku Helgi Baldur minn. Þín frænka, Hulda Birna. Þegar maður er 13 ára gamall breytist margt. Við í árgangi 8́4 í Heiðarskóla vorum svo heppin að fá þig inn í bekkinn okkar þá. Inn komst þú, mesti töffari sem ég hafði augum mínum lit- ið. Þú klæddir þig öðruvísi, tal- aðir öðruvísi og varst þroskaðri en allir aðrir. Með öðrum orðum, þá varstu strákurinn sem allar stelpurnar voru skotnar í og allir strák- arnir vildu vera. Þú varst al- gjört sjarmatröll. Það er þó annað sem ég var svo heppinn að fá að njóta með þér. Ég fékk að prófa allt sem unglingar gera í fyrsta sinn með þér. Við vorum að stelast í sígaretturnar hjá mömmu þinni og reykja þær úti í hlöðu á Geldingaá, við fórum saman í fyrsta partýið, pældum í stelpum og vorum að spá í út- litinu í fyrsta sinn sem oftast samanstóð af of stórum fötum sem náðu niður fyrir rass. Ynd- islegir tímar hjá óhörðnuðum unglingum að fikra sig áfram í lífinu og kanna hvar mörkin lágu. Eins og gengur og gerist þá skiljast leiðir oft á fullorðins- árum en að prófa eitthvað í fyrsta sinn hverfur aldrei úr minningunni. Ég lít til baka með þakklæti fyrir að hafa fengið að upplifa þessar stundir með þér. Takk fyrir að vera þú, Helgi Baldur, ég á eftir að minnast þín með bros á vör alla tíð. „Jeg bor til leje, på Haveje…“ Þinn vinur, Davíð Ingi. Við kveðjum þig, elsku ljúf- urinn okkar, Helgi Baldur. Okk- ur afa þinn langar að minnast þín með nokkrum orðum. Margs er að minnast. Þegar við fengum þær fréttir að von væri á fyrsta barnabarni okkar ríkti mikil gleði og tilhlökkun á heimilinu. Þú varst ekkert að bíða með það koma, þú fæddist með hraði. Þú smellpassaðir inn í barna- hópinn á Furugrundinni, þá var líka leikið sér tímunum saman, engar tölvur til, mikið fjör og mikill hávaði, og gleðin skein úr hverju andliti. Það var spilað, sungið og lamið í potta. Fljótt komu tónlistarhæfi- leikar þínir í ljós. Við gleymum aldrei þegar þú og frændsystk- ini þín fóruð upp á svið og sung- uð í afmæli afa þíns. Þú aðeins tíu ára, spilaðir og söngst „Það er gott að elska“. Það var einn morgun snemma sum- ars þegar sólin kíkti inn ég sat við gluggann með kaffið, var að horfa á himininn. Geislarnir tipluðu inn á hvítum fótum og földu brosin sín og fundu þig undir sænginni mjúku og opnuðu augu þín. Og það er gott að elska og það er gott að elska og það er gott að elska konu eins og þig. Þú býður mér blíðlega góðan dag og drekkur þitt kínverska te dimmblá fegurð augna þinna er það eina sem ég sé. Það er ljúft að horfa á þig og finna friðinn sem leggur frá þér þú ert falleg svona nývöknuð, þú ert allt sem ég óska mér. Og nú er ég orðinn faðir og finn hversu ljúft það er að fá furðu smáar hendur að morgni dags um háls á mér. Og gagnvart konu eins og þér er ástin mitt eina svar og ef það er líf eftir þetta líf þá mun ég elska þig líka þar. (Bubbi Morteins) Við vorum svo stolt af þér, enginn hefði gert þetta betur. Þú varst svo fallegur dreng- ur, alltaf kátur og glaður, fljótur að skella upp úr. – hlátursköstin voru ófá. Ekki vantaði kraftinn og dugnaðinn. Þessir eiginleik- ar fylgdu þér alla tíð og þér tókst alltaf til að láta okkur hlæja. Við viljum þakka þér ljúf- mennskuna, hjálpsemina og all- ar góðu samverustundirnar. Við eigum eftir að sakna þín sárt. Þú kvartaðir aldrei eða hlífðir þér í dagsins önn. Við elskum þig og við biðjum þig, al- góði faðir, að umvefja þig ást sinni og einnig biðjum við guð að styrkja Hilmar Þór þinn, for- eldra þína, systkini og alla ást- vini. Amma Erna og afi Baldur. Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Bókhald Þjónustuauglýsingar 569 1100 Bókhald Bókhald einstaklinga og fyrirtækja Skattframöl einstaklinga Skattframtöl fyrirtækja Bókhald húsfélaga Laun og skilagreinar Stofnun fyrirtækja Sanngjarnt verð Bókhaldsþjónustan Viðvik ehf. Síðumúla 1, 108 Reykjavík 581-1600 - www.vidvik.is Smáauglýsingar ✝ Smári Stef-ánsson var fæddur á Reyð- arfirði 20. nóv- ember 1951. Hann lézt á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað hinn 9. marz 2015. Foreldrar hans voru Dagmar Stef- ánsdóttir húsmóðir og Stefán Gutt- ormsson bifreiðarstjóri. Smári var yngstur bræðra sinna en þeir eru: Einar Guðmundur bifreiðarstjóri, hans kona er Birna María Gísladóttir, Stefán Þórir bifreiðarstjóri, hans kona er Kristín Guðjónsdóttir, Guttormur Örn verktaki, hans kona er Helga Ósk Jónsdóttir og Sig- fús Arnar bifreið- arstjóri, ókvæntur, allir búsettir á Reyðarfirði. Smári stundaði vörubifreiðaakstur á Reyðarfirði með- an heilsan leyfði. Smári var ókvæntur og barnlaus. Smári var jarðsunginn frá Reyðarfjarðarkirkju 16. marz 2015. Hugur leitar til löngu liðinna stunda þegar einn nemenda minna forðum tíð er kvaddur hinztu kveðju. Minningin fyrsta er um lítinn ljóshærðan skóla- dreng, einstaklega prúðan og brosleitan sem aldrei fór neitt fyrir og var hugþekkur öllum. Öll hans æviganga bar þessum ein- kennum fallegt vitni, ásamt ein- stökum dugnaði, samvizkusemi og svo magnaðri þrautseigju þeg- ar alltof snemma var fengist við parkinsonveikina, lýsandi dæmi um viljaþrek og aldrei undan látið meðan mögulega stætt var. Alltaf sama hlýjan, alltaf sama bjarta brosið, alltaf sama iðjusemin meðan einhverju varð áorkað. Og svo grimm voru örlögin að í of- análag greindist hann með illvíga meinsemd sem ekki varð ráðin bót á. Og nú er of stuttum lífsferli lokið. Ættareinkennin bar hann með sóma, foreldrarnir báðir dugandi atorkufólk, lipurmenni bæði svo af bar og viðmótið ætíð jafnhlýtt og gefandi. Það varð snemma ljóst hvert hugur Smára stefndi, bílar voru hans uppáhald og atvinnutæki hans á ævivegi um leið, hann var rómaður fyrir greiðvikni sína og dug meðan heilsan leyfði og leng- ur í raun. Síðast hitti ég hann á göngu hans um nesið heima í hitt- eðfyrra, þar sem hann gekk ótrú- lega langt og hratt þrátt fyrir sína erfiðu fötlun og auðvitað sagði Smári minn allt gott eins og alltaf, sagði að hann yrði að æfa sig sem allra bezt. Og brosið og viðmótið hlýja á sama stað og alltaf áður. Hann átti fallega og gjöfula lífsgöngu þar sem alltaf var unnið sem unnt var, hann var dulur og munu fáir ef nokkrir hafa lesið í hug hans, en vinsæll var hann af samferðafólki, öllum líkaði við hann afbragðsvel svo sem hann átti skilið. Þegar Smári er kvaddur koma orðin um hinn trúa þegn upp í hugann, þar áttu þau einkar vel við alla tíð. Bræðrum hans og þeirra fólki eru sendar samúðar- kveðjur frá okkur Hönnu og okk- ar fólki. Segja má með sálmaskáldinu: „Hin langa þraut er liðin“. Líknin er nú fengin og aðeins eftir að þakka fyrir samferð á lífsins leið. Blessuð sé sólrík minning sómamanns. Helgi Seljan. Smári Stefánsson ✝ SigurðurGunnar Vil- mundarson fædd- ist á Akureyri 6. mars 1952. Hann lést 11. júlí 2014. Foreldrar hans voru Sigurlaug Jó- hannsdóttir, fædd í Mjóafirði, S-Múl. 6. febrúar 1915, d. 3. júlí 1979, og Vilmundur Gunn- arsson Sigurðsson, fæddur á Jaðri á Látraströnd 24. janúar 1918, d. 2. mars 1985. Alsystir Sigurðar er Matt- hildur Sigurlaugardóttir, f. 5. nóvember 1940, og bróðir sammæðra Geir Reynir Eg- ilsson, f. 11. júní 1933, d. 18. ágúst 1982. Eftirlifandi eig- inkona Sigurðar er Regína Þor- björg Regins- dóttir. Þau eign- uðust dæturnar Sigurlaugu og Málfríði 17. apríl 1993. Málfríður lést 16. ágúst 1994. Sigurður nam ketil- og plötusmíði en fór seinna í vél- stjóranám og starfaði lengst af sem vélstjóri á sjó. Útför Sigurðar fór fram 18. júlí 2014. Síðastliðið sumar kvöddum við Sigga móðurbróður okkar hinsta sinni. Eftir situr tómarúm og tregða til að staðfesta endanleik- ann með því að setja minningar- orð á blað. Hann barst ekki mikið á og gerði sér líklega aldrei grein fyrir hve miklu máli hann skipti samferðafólk sitt í lífinu. Siggi setti spor sín á uppvöxt okkar og þroska og í raun var hann miklu frekar eins og stóri bróðir en frændi. Þótt hann hefði tæpast talist barnagæla þegar hann var yngri virkaði hann samt eins og segull á okkur krakkana og komst ekki undan því að hafa okkur hang- andi í sér þegar hann var í landi. Hverjum þykir sinn fugl fagur og í okkar augum voru fáir, ef nokkrir, klárari og fyndnari en Siggi. Bílarnir hans voru flottastir og enginn hafði betri tónlistar- smekk. Við trúðum öllu sem hann sagði og enginn hefði mátt stríða okkur eins mikið og hann, á því hve auðtrúa við vorum. Síðasti vinnustaður hans var flotkví Slippsins á Akureyri og virtist hann þar á heimavelli, ekki síður en á sjónum. Siggi hafði áhuga á mörgu og var nánast gangandi uppflettirit um bíla, báta og flugvélar; en hann var líka náttúruunnandi, næmur á það sem fyrir augu bar og dund- aði mikið við að ná í fróðleik um fugla og gróður og að sjálfsögðu stangveiði. Síðustu árin efldust tengslin enn meir milli hans og þess yngsta okkar, sem saknar félaga síns og vinar. Á æskuslóðum Sigga við Laxá í Aðaldal leystu frændur lífsgátuna margsinnis milli þess sem flugunni var kast- að … með vinstri. Við kveðjum góðan dreng. Sigurlaug, Sigrún og Kristján Vilmundur. Sigurður Gunnar Vilmundarson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.