Morgunblaðið - 28.03.2015, Page 51
MENNING 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015
Íbbagoggur
(Héðinn Finns-
son) opnar fyrstu
einkasýningu
sína í Ekkisens í
kvöld kl. 20 auk
þess að gefa út
myndasöguna
Ljótur á tánum.
Myndasagan er
fuglasaga um
hjátrú, ósanngirni, tilætlunarsemi,
þröngsýni og ofbeldi. „Ekki jafn fyr-
irferðarmikil en þó einnig til sýnis
verður svarthvíta myndaröðin Lit-
irnir,“ segir í tilkynningu. Opið er
sunnu-, miðviku-, fimmtu- og föstu-
dag kl. 15-18.
Ljótur á tánum
Íbbagoggur
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég féll svo gjörsamlega fyrir þessu
verkefni árið 1973, að ég hef helgað líf
mitt þessu rannsóknarefni,“ segir
Smári Ólason, organisti og tónlistar-
kennari, sem rannsakað hefur ís-
lensku þjóðlögin sem Passíusálmar
Hallgríms Péturssonar voru sungnir
við í um 300 ár. Nýverið sendi Skál-
holtsútgáfan frá sér bókina Pass-
íusálmar Hallgríms Péturssonar –
Kórútsetningar íslenskra þjóðlaga
fyrir blandaðan kór þar sem Smári
hefur safnað saman og valið úr heim-
ildum þær 36 laggerðir sem Hall-
grímur sjálfur gaf upp við sálma sína
auk þess sem Smári hefur útsett allar
laggerðirnar fyrir fjögurra radda kór
með 16. aldar hljómsetningu. Jafn-
framt hefur hann endurskoðað texta
sálmanna miðað við fyrstu fjórar
prentanir þeirra frá 1666 til 1690.
Spurður um tilurð útgáfunnar
bendir Smári á þá staðreynd að Pass-
íusálmarnir hafi verið sungnir allt
fram á 20. öld þegar þjóðin hætti að
syngja þá og tók að lesa þá í staðinn.
„Hallgrímur gaf upp lagboða við
hvern einasta sálm, sem vísar þá til
ákveðinna sálmalaga sem voru í
Hólabók 1589 og Grallarabók 1594,
en í þeim var grundvöllurinn að þeim
sálmalögum sem voru sungin þessum
tíma. Þegar Sigtryggur Guðlaugsson
og Bjarni Þorsteinsson fóru að skrifa
gömlu lögin niður í lok 19. aldar kom í
ljós að lögin höfðu þróast og voru
sungin töluvert öðruvísi en þau voru
upphaflega skrifuð niður,“ segir
Smári og bendir á að þetta sé eðlileg
þróun í þjóðlegri tónlist.
„Í kringum 1960 var skipulega
byrjað að safna þjóðlegum fróðleik
m.a. á vegum Árnastofnunar og
RÚV. Þannig var farið um allt land
og safnað hljóðupptökum m.a. af fólki
sem kunni gömlu lögin sem sungin
voru við Passíusálmana,“ segir Smári
og bendir á að til séu um 1.200 upp-
tökur í hljóðritasafni Árnastofnunar
þar sem minnst er á Passíusálma.
„Reyndar hóf Jón Pálsson þegar árið
1904 að taka upp söng fólks og á tíma-
bilinu frá 1904-7 tók hann m.a. upp
Guðmund Ingimundarson sem var
fæddur 1827,“ segir Smári og bendir
á að þessar upptökur megi í dag nálg-
ast inni á vefnum ismus.is.
Einstæð rannsókn í veröldinni
„Ég kynntist upptökunum 1973
eða um það leyti sem hljóðrituninni
var hætt,“ segir Smári og rifjar upp
að það hafi tekið tæp tíu ár að afrita
geymslubönd og skrá allt þjóð-
fræðiefnið sem safnað hafði verið. Ég
fékk ekki ótakmarkaðan aðgang að
upptökunum fyrr en 17 árum eftir að
ég bað fyrst um það. Ég rannsakaði
þessi gömlu lög í 540 ólíkum útgáfum
og valdi úr laggerðirnar sem komust
næst þessum 36 mismunandi lagboð-
um sem Hallgrímur gaf upp. Að því
leyti er þetta, þó að ég segi sjálfur frá,
einstæð rannsókn í veröldinni þar
sem bornar eru saman skriflegar
heimildir frá 16. öld við það hvernig
lögin voru svo sungin á 20. öld.“
Smári segir bókina fyrst og fremst
hugsaða fyrir kóra auk áhugafólks
um þjóðlegan fróðleik. Sjálfur tekur
hann með sönghópnum Lux Aeterna
annað árið í röð þátt í flutningi á
Passíusálmunum með gömlu lög-
unum í Hafnarfjarðarkirkju alla daga
dymbilviku milli kl. 17 og 19, þ.e. frá
pálmasunnudeginum 29. mars til
föstudagsins langa, 3. apríl. Aðgang-
ur er ókeypis og getur fólk komið og
farið að vild. „Við syngjum öll 810
versin á sex kvöldum og tökum nokk-
ur erindi inni á milli í röddum,“ segir
Smári, sem ásamt Guðmundi Sig-
urðssyni organista Hafnarfjarð-
arkirkju og Magneu Tómasdóttur
stóð fyrir stofnun sönghópsins á sín-
um tíma. „Lux Aeterna sam-
anstendur af atvinnusöngvurum og
öðru vel þjálfuðu tónlistarfólki sem
margt hefur af ástríðu sungið sálm-
ana við gömlu þjóðlögin um árabil.“ Tónlistarmaður Smári Ólason.
„Hef helgað líf mitt þessu“
Lux Aeterna flytur alla Passíusálmana í Hafnarfjarðarkirkju alla daga dymb-
ilviku milli kl. 17 og 19 Smári Ólason hefur rannsakað Passíusálmana í áratugi
Sálmaskáld Hallgrímur Pétursson.
SKJARINN.IS | 595 6000
ENGIN BINDING
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT!
5.490 KR. Á MÁNUÐI
NJÓTUM
ÞESS
AÐVERA INNI
UM
PÁSKANA!
ÞAÐERÚTLIT FYRIR FRÁBÆRA
DAGSKRÁÁSKJÁEINUM
UMPÁSKANA!