Morgunblaðið - 28.03.2015, Qupperneq 52
LAUGARDAGUR 28. MARS 87. DAGUR ÁRSINS 2015
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 790 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Síðustu 30 mínútur flugsins
2. Leyndi veikindum sínum
3. Reyndi að brjóta niður hurðina
4. Banaslys á Suðurlandsvegi
Tilnefningar til Norrænu tónlistar-
myndbandaverðlaunanna, NMVA,
sem afhent verða 23. maí nk., hafa
verið kynntar og eru FM Belfast,
Mammút og Uni Stefson meðal til-
nefndra. FM Belfast er tilnefnd fyrir
bestu listrænu stjórnun og bestu
frammistöðu hljómsveitar í mynd-
bandi við lagið „Brighter Days“ og
Uni Stefson í síðarnefnda flokknum
fyrir myndband við „Kyrie“. Mammút
er tilnefnd fyrir tónlistarmyndband
ársins, við lagið „Þau svæfa“. Á
myndinni sést FM Belfast á Iceland
Airwaves í fyrra.
Morgunblaðið/Eggert
Tilnefnd til NMVA
Proggrokksveitin Focus, þekktasta
hljómsveit Hollands fyrr og síðar,
mun halda tvenna tónleika hér á
landi í sumar, í Háskólabíói 12. júní og
á Græna hattinum á Akureyri 13. júní.
Focus var stofnuð árið 1969 og starf-
aði til 1978. Hún reis úr dvala árið
2002, hefur verið virk síðan og gaf út
tíundu hljóðversskífu sína í fyrra.
Þekktasta lag Focus er án efa „Hocus
Pocus“ sem hefur m.a. hljómað í
mörgum kvikmyndum og auglýsingu
Nike fyrir heimsmeistaramótið í fót-
bolta árið 2010. „Hér er um mikinn
hvalreka að ræða fyrir rokkhunda
landsins þar sem Focus er á svoköll-
um „cult“ standard í
landinu og áhrif þessara
hollensku „prog“-kónga á
íslenskt tónlistarlíf verða
seint rannsökuð til hlít-
ar,“ segir Kristinn
Sæmundsson sem
stendur fyrir tón-
leikunum fyrir
sunnan og sést á
myndinni.
Focus heldur tvenna
tónleika á Íslandi
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 4-10 m/s og víða él en bjartviðri eystra. Snýst í norðan-
átt norðvestantil. Hiti 1-5 stig við suður- og austurströndina, annars í kringum frostmark.
Á sunnudag Norðaustan 10-15 m/s norðvestantil og einnig á Suðausturlandi, annars
hægari vindur. Víða snjókoma eða él. Frost 0 til 7 stig, kaldast fyrir norðan.
Á mánudag Norðlæg átt 5-15 m/s, hvassast austast. Snjókoma eða él á Norðaustur- og
Austurlandi, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Áfram kalt í veðri.
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í
handknattleik karla, hættir sem að-
alþjálfari danska meistaraliðsins KIF
Kolding Köbenhavn en hann hefur
stýrt liðinu síðan í febrúar í fyrra
samhliða þjálfun íslenska landsliðs-
ins. Haukar hafa sett sig í samband
við Aron með það í huga að hann taki
við Hafnarfjarðarliðinu á nýjan leik
en fleiri eru í sigtinu. »1
Aron hættir hjá KIF og
Haukar sýna áhuga
Tindastóll tryggði sér í gær-
kvöldi sæti í undanúrslitum
Íslandsmóts karla í körfu-
knattleik með sigri á Þór frá
Þorlákshöfn, 88:76, á Sauð-
árkróki. Tindastóll vann
rimmu liðanna 3:0 en í Hafn-
arfirði héldu Haukar lífi í
rimmunni við Keflavík. Haukar
sigruðu 100:88 en
Keflavík er 2:1 yfir
og næsti leikur
verður í Keflavík. »2-3
Tindastóll sló Þór
út 3:0 í körfunni
Við förum einfaldlega í alla leiki til að
vinna og höfum sýnt í þessari Evr-
ópukeppni að við getum unnið hvern
sem er. Það er alveg á hreinu,“ segir
landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason
sem verður í eldlínunni
með íslenska landsliðinu í
dag þegar það mætir
Kas-
akstan í
Astana.
»1
Förum í alla leiki
til að vinna
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
„Við erum mjög heppin hvernig
stjörnurnar hafa raðast upp á himn-
inum. Að geta hafið nýja og ferska
starfsemi í Hofi svona fljótt er frábært
og gefur okkur byr undir báða vængi,“
segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson,
tónlistarstjóri Menningarfélags Ak-
ureyrar.
Menningarfélagið tók við rekstri
Leikfélags Akureyrar, Sinfóníu-
hljómsveitar Norðurlands og Menn-
ingarfélagsins Hofs um áramót og er
Þorvaldur listrænn stjórnandi sinfón-
íuhljómsveitarinnar. Hann er stór-
huga þessa dagana enda framundan
stórtónleikar hljómsveitarinnar á skír-
dag og svo er það The Arctic Cinem-
atic Orchestra-verkefnið, sem gengur
út á að sérhæfa Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands sem hljóðverssveit sem
leikur sinfóníska tónlist inn á kvik-
myndir og önnur hljómföng.
Fyrstu viðskiptavinirnir eru ekki af
verri endanum: Sony, Disney og Þór
Akureyri.
Leita eftir fjölbreytileikanum
„Menningarfélagið hefur það á sinni
stefnuskrá að efla menningarlífið fyrir
norðan og leita eftir fjölbreytni. Mínar
vangaveltur ganga út á að hljóm-
sveitin hafi færi á því að spila meira
vegna þess að í sjálfu sér er ekki hægt
að halda marga hefðbundna sinfóníu-
tónleika vegna fjölda íbúa á Íslandi og
kostnaðar við að reka sinfóníu-
hljómsveit.
Þetta er því bæði gott til að halda
öllum fingrum og vörum í þjálfun sem
og að skapa okkur sérstöðu og afla
gjaldeyristekna.“
Hljómsveitin byrjar að taka upp
tónlist fyrir Disney fyrir sýningu
söngkonunnar Gretu Salóme vest-
anhafs. Í næsta mánuði mun sveitin
svo taka upp kvikmyndatónlist fyrir
kvikmynd sem gefin er út af
Sony en Akureyringurinn
Atli Örvarsson semur tónlist fyrir
myndina. Þá eru einnig á döfinni upp-
tökur á 100 ára afmælislagi íþrótta-
félagsins Þórs.
„Það vildi svo vel til að Greta Sal-
ome var nýbúin að landa samningi við
Disney. Hún er að búa til sína sýningu
þarna vestanhafs og þurfti sinfónískan
hljóm í hana. Við Greta höfum unnið
mikið saman þannig að hún leitaði til
mín.
Í kvikmyndinni fyrir Atla og Sony
erum við að taka upp alla sinfónísku
tónlistina, 70 mínútur í það heila. Það
er mikill fengur í svona alvöru al-
þjóðlegu kvikmyndaverkefni fyrir
hljómsveit á norðurhjara veraldar. Við
verðum að minnsta kosti í tvo daga að
moka okkur í gegnum það verkefni,“
segir Þorvaldur
Alþjóðlegur hljómur í Hofi
Þorvaldur Bjarni
stórhuga í nýju
starfi á Akureyri
Ljósmynd/Völundur Jónsson
Hljómfagrir Erlend hljómsveitarverkefni munu njóta sömu kjara og kvikmyndafyrirtæki sem taka upp kvikmyndir á
Íslandi í formi endurgreiðslna á virðisaukaskatti. Sérhæfð stúdíóhljómsveit er að fara að vinna með Disney og Sony.
„Ég kann vel við mig hér á Akur-
eyri,“ segir Þorvaldur Bjarni sem
flytur búferlum í maí og er búinn
að selja fasteign sína í
Reykjavík og kaupa á
Akureyri. „Ég er búinn
að selja fyrir sunnan
og kaupa fyrir norðan
en lánahringekjan er
núna að störfum þannig
að við bíðum eftir
henni.“
Todmobile hefur verið dugleg að
spila á Akureyri í gegnum tíðina og
segir Þorvaldur að það hafi verið
hátt í sex sinnum á ári. „Ég er
löngu hættur að líta á mig sem
einhvern aðkomumann. Ég þekki
vel til og kann vel við mig hérna.
Ég háma í mig Brynjuís og ætla að
reyna að komast á skíði sem allra
fyrst. Verst eða best að það er
bara aðeins of mikið að gera
núna,“ segir Þorvaldur Bjarni.
Hámar í sig Brynjuís
HÆTTUR AÐ LÍTA Á SIG SEM AÐKOMUMANN
Þorvaldur Bjarni
Þorvaldsson