Morgunblaðið - 19.03.2015, Síða 2

Morgunblaðið - 19.03.2015, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015FRÉTTIR Mesta hækkun Mesta lækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) Össur hf. -4,44% 430 Reginn hf. +1,42% 14,96 S&P 500 NASDAQ +1,13% 4.926,722 +2,82% 6.930.89 +1.51% 19,544,48 +0,65% 2.066,82 FTSE 100 NIKKEI 225 18. 09. ‘14 18. 09. ‘1417. 03. ‘15 18. 03. ‘15 401.700 1002.100 x 42,24 90,52 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 1.981,5 1.786 Á aðalfundi Icelandair Group kynnti Björgólfur Jóhannsson forstjóri nýja nálgun á þau samfélagslegu áhrif sem fyrirtækið hefur í gegnum skattkerfið. Það gerði hann á grundvelli að- ferðafræði sem KPMG hefur kynnt til leiks hér á landi en það nefnist skatt- spor fyrirtækja. „Það eru fjöldamarg- ir mælikvarðar sem hægt er að leggja á starfsemi okkar til að meta hverju starfsemin skilar til samfélagsins,“ sagði Björgólfur um aðferðafræðina. „Einn þeirra er beint og óbeint fram- lag til tekjuöflunar ríkissjóðs.“ Ný nálgun sótt til Danmerkur Alexander Eðvardsson, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs hjá KPMG, upplýsti að fyrirmyndin að skattspor- inu væri sótt til Danmerkur. Þar sætti Carlsberg, alþjóðlegi drykkjar- vöruframleiðandinn, mikilli gagnrýni þar sem svo virtist sem félagið greiddi litla skatta til samfélagsins. Í kjölfarið hafi KPMG dregið upp skattspor fyr- irtækisins. „Þar kom í ljós að þeir borguðu skatt upp á 2,3 milljarða danskra króna, fyrirtæki sem veltir rúmlega 100 milljörðum. En þegar búið var að taka saman alla þá skatta sem tengdust starfseminni kom í ljós að heildarskattgreiðslur félagsins voru um 40 milljarðar danskra króna en ekki aðeins tekjuskatturinn sem þeir skiluðu til samfélagsins. Þessi nálgun dró í kjölfarið úr gagnrýni á fyrirtækið.“ Tvíþætt spor Skattsporið er tvíþætt eins og með- fylgjandi skýringarmynd sýnir. Þar koma fram upplýsingar um skatt- greiðslur Icelandair Group sem sam- anstanda af tekjuskatti, skatti á starf- semi flugfélaga, virðisaukaskatti, öðrum sköttum og þeim sköttum og launatengdu gjöldum sem greidd eru af launum starfsmanna. Í síðast- nefnda liðnum felast m.a. greiðslur tryggingagjalds af launum og 8% framlag í lífeyrissjóð. Alexander segir eðlilegt að lífeyrisgreiðslurnar séu hafðar með í útreikningum þar sem í mörgum löndum séu lífeyrisgreiðslur að mestu fjármagnaðar með skattfé. Til að tryggja réttan samanburð séu þessar tölur því teknar inn í útreikn- ingana. Hins vegar er um að ræða skatta sem leggjast á aðra aðila en fyrirtækið en því er ætlað að innheimta og standa skil á til ríkisvaldsins. Þar vega þyngst skattar á starfsmenn (þar með talið 4% lífeyrisframlag), farþegaskattar, virðisaukaskattur og aðrir skattar. Samanlagt gera þessar skatt- greiðslur 19.302 milljónir króna á liðnu ári. Skattspor Icelandair er 19,3 milljarðar Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Icelandair greiddi 8,3 millj- arða í skatt á liðnu ári. Að auki innheimti það 11 millj- arða í skatt fyrir hönd hins opinbera. Skattspor Icelandair Group M .k r. Skattgreiðslur Innheimtir skattar Skattspor 20.000 18.000 16.000 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 8.280 Skattar starfsmanna Skattar á starfsemi flugfélaga Farþegaskattar Tekjuskattur Virðisaukaskattur Aðrir skattar Heimild: KPMG og Icelandair Group 11.022 19.302 EFNAHAGSMÁL Aðstæður til losunar hafta eru um margt ákjósanlegar þar sem gott jafnvægi er í þjóðarbúskapnum með afgangi af rekstri ríkissjóðs, lítilli verðbólgu og viðskiptaafgangi sem hefur skilað sér í uppbyggingu óskuldsetts gjaldeyrisforða sem nemur um 60 milljörðum króna. Þetta kemur fram í greinargerð um framgang áætlunar um losun fjár- magnshafta sem fjármála- og efna- hagsráðherra birti í gær. Í þessari fjórðu greinargerð sem birt er segir að tvær leiðir séu færar til að taka á greiðslujafnaðarvanda eins og þeim sem Ísland stendur nú frammi fyrir. Annars vegar er um að ræða að veita afslátt af innlendum eignum þegar þeim er skipt fyrir er- lendan gjaldeyri eða að tryggja að kvikar eignir færist í langtímaeignir, þ.e. að lengt verði í skuldum. Skil- málar slíkra breytinga á eignum og skuldum verði að tryggja að ómögu- legt sé að gjaldfella þær eða koma á fyrra ástandi. Þannig má gera ráð fyrir að skammtímaeigendur slíkra gerninga veiti afslátt af þeim við sölu en langtímafjárfestar hagnist á þeim til lengri tíma litið. Jafnframt segir í greinargerðinni að aðgengi íslenskra fjármála- fyrirtækja að erlendum fjármagns- mörkuðum fari batnandi og að lágir vextir á alþjóðamörkuðum auðveldi losun hafta með jákvæðum vaxta- mun við útlönd. Ákjósanlegar aðstæður til að losa fjármangshöft Morgunblaðið/Kristinn Fjármála- og efnahagsráðherra birti í gær greinargerð um losun hafta. PENINGAMÁL Peningastefnunefnd Seðlabanka Ís- lands hefur ákveðið að halda stýri- vöxtum áfram í 4,5% og segir í yf- irlýsingu hennar frá í gær að það sé einkum vegna óvissu um stöðuna á vinnumarkaði sem rétt sé að staldra við á þessum tímapunkti. Þá séu einnig vísbendingar um kröftugan hagvöxt á komandi misserum sem haft geti áhrif á vaxtaákvarðanir. Nefndin nefnir sérstaklega að ný- birtir þjóðhagsreikningar sýni að hagvöxtur hafi reynst meiri en spáð var fram eftir síðasta ári eða 1,9%. Þá vísar nefndin til þess að verð- bólga hafi mælst mjög lág síðustu mánuði og að raunar greinist nokkur lækkun verðlags þegar litið sé framhjá húsnæðislið verðlagsmæl- inga. Vísbendingar eru uppi um að verðbólguvæntingar hafi aukist á síðustu vikum, einkum vegna óvissu á vinnumarkaði. Segir nefndin að ef niðurstöður kjarasamninga verði í takt við verðbólgumarkmið Seðla- bankans muni á ný skapast for- sendur fyrir lækkun nafnvaxta. Kjaradeilur koma í veg fyrir lækkun stýrivaxta Morgunblaðið/Golli Seðlabankastjóri gerði grein fyrir ákvörðun Peningastefnunefndar. FJÁRMÁLAMARKAÐUR Verðbréfafyrirtækið Virðing hagn- aðist um 60 milljónir á síðasta ári en í ársbyrjun gekk í gegn sameining Auð- ar Capital og Virðingar. Heildartekjur námu 921 milljón og eigið fé félagsins í árslok nam 697 milljónum króna. Eig- infjárhlutfall í árslok var um 24%. Heildarfjárhæð eigna í stýringu var 86 milljarðar króna á árinu og að með- töldum fjárvörslueignum voru heildar- fjárvörslueignir um 200 milljarðar króna í lok árs. Töluverður einskipt- iskostnaður féll til vegna sameining- arinnar og var hann að fullu gjald- færður á árinu. Virðing rekur 16 sjóði, þeirra á með- al eru verðbréfasjóðir, fasteignasjóðir, framtakssjóðir og veðskuldabréfa- sjóðir. Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Virðingar, segir í tilkynningu að árið hafi verið viðburðaríkt og að sameining Auðar Capital og Virðingar hafi reynst vera mikið gæfuspor. „Metnaður félagsins er að halda áfram að vaxa á öllum sviðum starfseminnar. Sameiningin sem við fórum í gegnum á síðasta ári veitir okkur fjölmörg tækifæri til frekari vaxtar.“ Virðing skilar 60 milljónum í hagnað Forstjóri Virðingar segir samein- inguna hafa reynst vera gæfuspor. VIÐ KOMUM VÍÐA VIÐ! Prentgripur 511 1234 gudjono@gudjono.is HAFÐU SAMBAND Við erum alltaf með lausnir! Við hjá PREMIS sjáum um rekstur tölvukerfa að hluta eða í heild, hvort sem það er hýst í vélasal PREMIS eða hjá fyrirtækinu þínu – hvort sem þú ert með 1 eða 1000 starfsmenn. Hafðu gögnin í öruggum höndum! Traustur rekstur tölvukerfa 547 0000 premis.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.