Morgunblaðið - 19.03.2015, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015FRÉTTIR
Nýjustu tölur úr rekstri Sjóvár
þykja góðar. Þar hefur Hermann
Björnsson staðið vaktina sem for-
stjóri síðan 2011 og unir sér vel, en
segist samt myndu eiga erfitt með
að skorast undan ef kallið kæmi frá
Chelsea og þá vantaði þjálfara.
Hverjar eru stærstu áskoranirn-
ar í rekstrinum þessi misserin?
Sjóvá hefur nýlega birt uppgjör
fyrir árið 2014 þar sem fram kemur
að afkoma af vátryggingastarfsemi
er mjög góð. Verkefnið verður að
halda áfram á sömu braut. Það er
einu sinni þannig að maður getur
aldrei hallað sér aftur eða slakað á.
Í nútímarekstri er gegnsæið mikið,
mikill hraði og sem betur fer sterk-
ar kröfur um árangur.
Hver var síðasta ráð-
stefnan sem þú sóttir?
Undanfarin þrjú ár hef ég farið á
stjórnunarráðstefnu í New York
þar sem sérfræðingar og aðilar
með mikla stjórnunarreynslu tala.
Má þar nefna Jack Welch sem mér
finnst ótrúlega magnaður karl.
Þessi ráðstefna hefur veitt mér
mikinn innblástur. Annars var ég
beðinn að flytja fyrirlestur í HÍ fyr-
ir skömmu um breytingastjórnun.
Ég hafði rosalega gaman af því,
sérstaklega líflegum umræðum við
þessa flottu stúdenta. Annars
mætti ég vera duglegri almennt að
sækja fyrirlestra og ráðstefnur.
Hvaða hugsuður hefur haft mest
áhrif á hvernig þú starfar?
Fyrsti sem kemur upp í hugann
er faðir minn, sem ég hef tekið mér
til fyrirmyndar í lífinu. Hann á að
baki áratuga farsælan stjórnunar-
feril, lengst af sem tollstjóri. Án
þess að vilja hljóma forn þá mætti
einnig nefna það stjórnunar-
umhverfi sem ríkti í Íslandsbanka
á tíunda áratug síðustu aldar. Það
einkenndist af vald- og ábyrgðar-
dreifingu, skýru umboði og hvatn-
ingu til árangurs. Ég tel að það um-
hverfi hafi mótað mjög minn
stjórnunarstíl.
Hver myndi leika þig í kvik-
mynd um líf þitt og afrek?
Ætli þeir myndu ekki ráða Kief-
er Sutherland til verksins. Það er
oft ansi mikil spenna á skrifstof-
unni og stundum nístandi álag all-
an sólarhringinn. Þannig yrði það
allavega að vera í myndinni! Svo
hefur Donald faðir hans auðvitað
verið honum góð fyrirmynd og það
er brunnur sem hann gæti kannski
sótt í þegar hann bregður sér í
hlutverkið.
Hugsarðu vel um líkamann?
Líklega innbyrðir maður meiri
orku en maður brennir en ég hef
afar gaman af því að elda og borða
góðan mat í góðum félagsskap.
Annars reyni ég að hreyfa mig
a.m.k. þrisvar til fjórum sinnum í
viku; ég fer í ræktina, spinning,
hjóla- og göngutúra auk þess að
spila körfubolta með góðum fé-
lögum eins og ég hef gert undan-
farin ca. 20 ár. Körfuhópurinn er að
uppistöðu til lögfræðingar og verk-
fræðingar þar sem þeir síðar-
nefndu ætla seint að ná því að úrslit
í leikjum eru afstæð og hægt að
rökstyðja í það minnsta tvær nið-
urstöður. Ég tel mig hafa verið sig-
ursælan í þessum hópi.
Ef þú þyrftir að finna þér nýtt
starf, hvað væri draumastarfið?
Ég er mikill Chelsea-maður og
hef áratugareynslu af því að horfa
á fótbolta. Þeir eru misvitrir og
misgóðir þessir stjórar sem veljast
til starfa hjá klúbbunum úti. Ég var
t.d. ekki par ánægður með Mour-
inho eftir að hafa tapað meist-
aradeildinni í síðustu viku. Í ljósi
dómhörku og stórra yfirlýsinga í
garð knattspyrnustjóra yfir árin
ætti maður erfitt með að skorast
undan ef kallið kæmi.
SVIPMYND Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár
Spennan á skrifstofunni er
við hæfi Kiefer Sutherland
Morgunblaðið/Golli
Hermann Björnsson spilar körfubolta með félögunum, þar sem úrslit
leikjanna eru oft „afstæð“ og rökstyðja má tvær niðurstöður hið minnsta.
NÁM:Háskóli Íslands, Cand.Jur. embættispróf í lögfræði 1990.
STÖRF: Íslandsbanki hf., lögfræðideild, forstöðumaður rekstr-
ardeildar og síðar útibúasviðs, og aðstoðarframkvæmdastjóri
viðskiptabankasviðs, 1990-2006, Kaupþing banki hf. að-
stoðaframkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs 2006-2009, Arion
banki hf. framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs 2009-2011.
ÁHUGAMÁL: Keppti á yngri árum í handbolta og fótbolta, og er
áhugasamur um íþróttir. Hef gaman af stangveiði og ferðalögum
með fjölskyldunni út í heim og ekki síður um okkar eigið land.
FJÖLSKYLDUHAGIR: kvæntur Eiríku Ásgrímsdóttur og á þrjá
syni, Björn Orra 26 ára, Ásgrím 23 ára og Hjört 20 ára.
HIN HLIÐIN
GRÆJAN
Spjaldtölvur hafa verið að sækja á í
atvinnulífinu en þær vantar oft þann
öryggisbúnað sem alla jafna er kraf-
ist hjá fyrirtækjum og stofnunum til
að engin hætta sé á að gögn komist í
hendur óprúttinna aðila.
SecuTABLET heitir nýjasta var-
an frá snjallsímaframleiðandanum
BlackBerry og er, eins og nafnið gef-
ur til kynna, öruggari gerð af spjald-
tölvu.
Er um að ræða Samsung Galaxy
Tab S 10.5 spjaldtölvu sem er sér-
staklega útbúin ýmiskonar öryggis-
hugbúnaði.
Öryggislausnirnar kosta sitt og
verðmiðinn á SecuTABLET heilir
2.400 dalir, sem er fimmfalt dýrara
en ef spjaldtölvan væri keypt beint
frá Samsung. Meðal annars er not-
aður svokallaður „innpökkunar“
hugbúnaður frá IBM sem bætir
auka lagi af öryggisvörnum ofan á
vinsæl snjallforrit eins og Facebook,
YouTube, Twitter og WhatsApp,
sem annars gætu stefnt öryggi
gagnanna á tækinu í voða. ai@mbl.is
Black-
Berry
kynnir
öruggari
spjaldtölvu
VINNUSTÖÐIN
Á sýningu Epal á HönnunarMars
mátti meðal annars finna þetta
skemmtilega skrifborð eftir lista-
manninn Hjalta Parelíus.
Þykir skrifborðið, sem fengið hef-
ur nafnið D01, vera sérdeilis vel
heppnað en Hjalti hannaði borðið
með þarfir hönnuða og listamanna í
huga.
Að Hjalti skyldi spreyta sig á
húsgagnahönnun kom til af því að
honum hafði gengið illa að finna fal-
legt borð sem hentaði líka fyrir
vinnuna. Snotru borðin reyndust of
smá, en þau sem voru nógu stór til
að rúma tvo skjái, teiknibretti og
fartölvu voru ekki nægilega mikil
heimilisprýði.
Hjalti segir D01 hafa fengið mjög
góðar viðtökur á sýningunni og
ugglaust margir sem myndu vilja
sinna vinnunni sinni við svona fal-
legt skrifborð, hvort heldur í krókn-
um heima eða á kontórnum uppi í
vinnu.
ai@mbl.is
Svartur vinnuflöturinn gefur skrifborðinu sterkan svip. Nóg er af skúffum.
Íslensk hönnun sem
fegrar skrifstofuna