Morgunblaðið - 19.03.2015, Page 7

Morgunblaðið - 19.03.2015, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 7SJÁVARÚTVEGUR Fulltrúi frá atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytinu undirritaði sér- stakan samning við rússnesk stjórn- völd í liðinni viku sem tryggir íslenskum útgerðarfyrirtækjum kaup á 3.060 tonna þorskkvóta á rússnesku hafsvæði á yfirstandandi fiskveiðiári. Með í kaupunum fylgja 918 tonn af meðafla og af því má veiða um 306 tonn af ýsu. Samningurinn er gerður til eins árs og byggist á grundvelli hins svo- kallaða Smugusamnings sem und- irritaður var árið 1998 í kjölfar hinn- ar harðvítugu smugudeilu sem stóð yfir milli Íslendinga, Rússa og Norðmanna í upphafi tíunda áratug- arins vegna veiða Íslendinga á svæði sem nefnist Smugan. Smugan er á alþjóðlegu hafsvæði í Barents- hafi sem afmarkast af lögsögu þeirra ríkja sem liggja að svæðinu. Árlegur leiðangur Jóhann Guðmundsson, skrifstofu- stjóri í atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytinu, segir ánægjulegt að samningar hafi tekist en að það sé árlega sem gengið sé að samn- ingaborðinu á grundvelli fyrrnefnds Smugusamnings. „Þegar samningar náðust á sínum tíma gerðum við tvo ólíka samninga, annars vegar við Rússa og hins vegar Norðmenn. Norski samningurinn er að sumu leyti einfaldari en sá rússneski og byggist á fastri aflatölu sem afgjald og ekki er fundað árlega um hann. Annars vegar er þar um að ræða 500 tonn af keilu og löngu og hins vegar ákveðið magn af loðnu sem tekur mið af heildarafla af þorski í Barentshafi,“ segir Jóhann. Flóknari samningar við Rússa Rússneski samningurinn er hins vegar flóknari því hann byggist á því að það er samið um hann á hverju ári og til þess þarf tvo fundi. Annan um meginsamninginn og hinn um sölukvótann. „67,5% af magninu af þorskkvótanum sem er fast fáum við án endurgjalds en heildarmagnið reiknast sem hlutfall af heildarafla af þorski í Barentshafi á hverju ári á nákvæmlega sama hátt og heimildir okkar í norskri lögsögu. Heildarmagnið sem íslensk skip mega veiða í ár eru 8.158 tonn í rússneskri lögsögu, ásamt 30% með- afla, en þar af má ýsa aðeins telja um 8% af meðaflanum. 5.098 tonn fáum við þannig sjálfkrafa en 3.060 tonn af þessum rúmlega 8.000 tonn- um þurfa íslenskar útgerðir hins vegar að kaupa og með í þeim kaup- um fylgja rúm 900 tonn af meðafla. Sá hluti nefnist sölukvóti.“ Steinar Ingi Matthíasson, fulltrúi ráðuneytisins í Brussel, stýrði við- ræðunum um sölukvótann í Moskvu að þessu sinni en í sendinefnd Ís- lands var jafnframt Haukur Þór Hauksson, fulltrúi Samtaka fyrir- tækja í sjávarútvegi. Þeir náðu sam- komulagi en það hefur ekki alltaf tekist og á þeim árum er ekki veitt upp í hinn svonefnda sölukvóta. Útgerðirnar kaupa Kvótinn sem úthlutað er á grund- velli Smugusamningsins er í afla- hlutdeild eins og annar kvóti sem stjórnvöld gefa út. Útgerðirnar hafa því forkaupsrétt að sölukvótanum á grundvelli þess hlutfalls sem þær eiga tilkall til hér heima. „Stundum hafa til dæmis bara tvær útgerðir viljað kaupa. Ef útgerðirnar sem halda á aflahlutdeildinni í viðkom- andi tegund nýta ekki sinn skammt hafa aðrar útgerðir getað gengið inn í samninginn og keypt kvótann sem samið er um kaup á við Rússana,“ segir Jóhann. Alvara fylgir samningunum Jóhann, sem tekið hefur þátt í þessum samningum oftar en einu sinni, segir að þótt oft geti samn- ingaumleitanirnar reynst flóknar sé samstarfið milli ríkjanna að flestu leyti gott og að samningafundirnir séu góður vettvangur fyrir þjóð- irnar til að hittast og ræða sameig- inlega hagsmuni í sjávarútvegi. „Rússanir leggja líka töluvert í þessa samninga og til merkis um það var einn af aðstoðarráðherrum sjávarútvegsmála í rússnesku rík- isstjórninni formaður samninga- nefndar þeirra á síðasta samn- ingafundi sem haldinn var hér heima í desember. Hann heitir Vladimir Sokolov og hefur langa reynslu af sjávarútvegsmálum í heimalandi sínu,“ segir Jóhann. Samningar náð- ust við Rússa um kvótakaup Íslensk stjórnvöld náðu í liðinni viku samningum við Rússa fyrir hönd íslenskra útgerða um kaup á rúm- lega 3.000 tonna aflaheim- ildum í Barentshafi. Semja þarf um kaupverð árlega. Morgunblaðið/Árni Sæberg Samningar náðust í Moskvu um kaup íslenskra útgerða á rúmlega 3.000 tonnum af kvóta í rússneskri lögsögu. Kaupin byggjast á þríhliða samningi sem undirritaður var í kjölfar hinnar svokölluðu smugudeilu á sínum tíma. Cuxhavengata 1 • Hafnarfirði • Sími 560 0000 • www.safir.is • safir@safir.is SKIPASALA • KVÓTASALA J191 L178Til sölu Til sölu Vegna aukinnar eftirspurnar vantar okkur aflaheimildir í bæði aflamarks og krókakerfi nánari upplýsingar í síma 560 0000 Strandveiðibátur - SKIPTI SKOÐUÐ Grásleppubátur til sölu - LÆKKAÐ VERÐ DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is Tæki til vetrarþjónustu Stofnað 1957 - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.