Morgunblaðið - 19.03.2015, Page 8

Morgunblaðið - 19.03.2015, Page 8
Helga segir að vöxturinn í fjölgun ferðamanna síðustu ár hafi ver- ið mjög hraður og í sumum tilvikum hafi ekki tekist að bregðast nægilega hratt við þessum mikla vexti. „Ein stærsta áskorunin er að finna leiðir til að stýra álaginu og láta undirstöðurnar þróast í takt við vöxtinn. Nýta þarf að fullu þau tækifæri sem í ferðaþjón- ustunni felast. Við þurfum að byggja innviðina upp í takt við stefnu. Ef atvinnugreinin, stjórnvöld og aðrir eru með sameig- inlega og skýra framtíðarsýn verður auðveldara að stýra vext- inum. Það einfaldar allar ákvarðanir er snúa að því hvernig ferða- menn við viljum fá, hvernig þeir verja tíma sínum á meðan á dvöl stendur, hvar á landinu þeir dvelja, hvernig samsetning gistirýma á að vera, hvernig hótel og aðra innviði eigi að byggja upp. Það þarf að liggja skýrt fyrir hvernig ferðamannaland við viljum byggja upp á sama tíma og við þurfum að vita í hvernig ferða- mannalandi við viljum búa. Við verðum að átta okkur betur á hvar okkar félagslegu þolmörk liggja ekki síður en hvar þolmörk nátt- úrunnar liggja,“ segir Helga og bætir við að það kunni ekki góðri lukku að stýra ef ferðaþjónustan vaxi án nokkurs skipulags eða stýringar. „Það þarf því að taka djarflegar ákvarðanir.“ Náttúrupassinn hefur annmarka og er ekki besta lausnin Mikil umræða hefur átt sér stað um hvernig haga skuli gjald- töku til verndar náttúrunni og nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi um svokallaðan náttúrupassa. Er náttúrupassinn besta lausnin eða eru aðrar betri hugmyndir? „Það eru allir sammála um mik- ilvægi þess að byggja upp og viðhalda okkar helstu ferða- mannastöðum. Náttúran er takmörkuð auðlind sem verður að hlúa að og tryggja til framtíðar. Við eigum ákveðnar nátt- úruperlur sem eru eftirsóknarverðar í dag en einnig þarf að byggja upp nýjar perlur til að dreifa álagi. Við getum skapað fleiri „Gullna hringi“ úti um landið til að byggja upp fleiri eft- irsóknarverða áfangastaði. Náttúrupassinn hefur ákveðna ann- marka og því teljum við aðrar lausnir skynsamlegri. Það er mik- ilvægt að tryggja gjaldtöku en á sama tíma er mikilvægt að það sé gert með þeim hætti að við sköðum ekki þá ímynd sem Ísland stendur fyrir og byggist á.“ Helga segir að kannanir sýni að um 80% ferðamanna komi til Íslands vegna náttúrunnar. „Ferðamenn vilja fyrst og fremst upplifa ósnortna náttúru, frið og ró og allt það víðerni sem Ísland hefur upp á að bjóða. Því er afar mikilvægt að það gjaldtökufyr- irkomulag sem fyrir valinu verður skerði ekki þá ásýnd og þessa einstöku upplifun ferðamanna á Íslandi. Eftirlitsverðir og sekt- argreiðslur kalla á neikvæða upplifun ferðamanna og því höfum við bent á aðrar leiðir til gjaldtöku. Ein leið sem við höfum horft til er fólgin í því að greitt sé fyrir virðisaukandi þjónustu. Þannig yrði rukkað fyrir afnot af snyrtilegum salernum og bílastæðum á helstu ferðamannastöðum. Með þessari leið væri hægt að afla verulegra tekna til verndunar náttúrunnar á sama tíma og þjón- usta við ferðamanninn er aukin. Sú leið sem farin verður þarf að vera einföld og skilvirk svo að dæmið gangi upp.“ Helga segir það ekki óeðlilegt að kallað sé eftir fjármagni frá stjórnvöldum til að koma að uppbyggingu ferðaþjónustunnar með myndarlegum hætti miðað við þær miklu tekjur sem greinin skil- ar nú þegar í ríkissjóð. „Við teljum gífurlega mikilvægt að stjórn- völd tryggi umtalsvert fjármagn næstu árin til að hefja almenni- lega uppbyggingu. Skatttekjur, bæði beinar og óbeinar, af greininni hafa aukist verulega síðustu misseri og er ekkert óeðli- legt við það þó lítill hluti þeirra tekna fari í uppbyggingu sem styður við enn frekari vöxt og viðgang greinarinnar og þannig aukna verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið. Af þeim fjölmörgu gjöldum sem hið opinbera fær til sín í formi tekna frá ferðaþjón- ustunni er eitt lítið dæmi eldsneytisgjaldið sem skilaði á síðasta ári, eitt og sér, um 2 milljörðum króna í ríkissjóð og það einungis af bílaleigubílum. Þá eigum við eftir að taka hópferðabíla og flug- vélar inn í myndina.“ Fjöldi ferðamanna ekki áhyggjuefni enn sem komið er Fjöldi ferðamanna er kominn í milljón og búist er við enn frek- ari fjölgun á næstunni. Sumir hafa áhyggjur af því að fjöldinn verði of mikill fyrir Ísland, er hætta á því? „Þetta snýst allt um skipulag. Við eigum stórt land og því hef ég ekki áhyggjur af fjöldanum sem stendur. Ég tel að við eigum mikið inni því við get- „Við verðum að átta okkur bet- ur á hvar okkar félagslegu þol- mörk liggja ekki síður en hvar þolmörk náttúrunnar liggja,“ segir Helga Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri SAF. Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Ferðaþjónustunni hefur heldur betur vaxið fiskur um hrygg og er orðin sú atvinnugrein sem skapar mestar gjaldeyristekjur fyrir þjóðina. Sjávarútvegurinn sem hefur lengstum verið stærsta gjaldeyrisskapandi atvinnugreinin þarf að láta öðrum eftir fyrsta sætið nú þegar ferðaþjónustan skilar rúmum 300 milljörðum króna í þjóðarbúið. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, Samtaka ferðaþjónustunnar, segir atvinnu- greinina standa frammi fyrir mörgum áskorunum þar sem taka þurfi djarflegar ákvarðanir. En hún leggur áherslu á mikilvægi þess að úrlausnirnar séu unnar í samstarfi við stjórnvöld þar sem virðing fyrir landi og þjóð sé leiðarljósið. Þurfum að taka djarflegar ák 8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015VIÐTAL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.