Morgunblaðið - 19.03.2015, Side 9
um dreift ferðamönnunum enn frekar um allt landið allan ársins
hring. Ég tel að við getum tekið á móti töluvert fleiri ferðamönn-
um en auðvitað þarf uppbygging innviða að fylgja með. Hversu
mikið við getum fjölgað ferðamönnum er erfitt að segja til um, en
það má hafa í huga að í fyrra voru einungis um 0,2% af erlendum
ferðamönnum í Evrópu sem komu til Íslands. Það er gríðarleg
fjölgun þeirra sem eru að ferðast um heiminn og Evrópa er vin-
sæl. Tækifærin til frekari vaxtar eru því sannarlega til staðar.“
Helga bætir við að þó að búið sé að ná árangri í að fá fleiri ferða-
menn til að koma til landsins utan háannatíma þá á það aðallega
við um höfuðborgarsvæðið. „Við höfum náð mjög góðum árangri í
að draga úr árstíðarsveiflum á höfuðborgarsvæðinu en hins vegar
þarf að vinna frekar í því að auka dreifingu á landsbyggðinni þar
sem er ennþá töluverð árstíðarsveifla. Í því tilliti þarf að huga
mun betur að samgöngumálunum. Bæði vegakerfi og innanlands-
flug þarf að stórefla og það alla daga allan ársins hring. Góðar
samgöngur eru lífæð ferðaþjónustunnar.“
Skortur á skipulagi getur reynt á félagsleg þolmörk
Mörgum finnst hálfgert gullgrafaraæði eiga sér stað þar sem
allir ætla að græða á ferðamönnum sem lýsir sér meðal annars í
mikilli fjölgun gistirýma, veitingastaða og túristabúða. Hvað
finnst Helgu um það sjónarmið? „Ég held að fólk upplifi gullgraf-
araæðið vegna þess að það vantar töluvert upp á að skipulag sé til
staðar. Það þarf að treysta betur rammann utan um starfsemi
ferðaþjónustunnar. Má þar nefna mikilvægi þess að endurskoða
lög og reglur í takt við breytt landslag, eins og lög um veitinga- og
gististaði og bílaleigur. Þá þarf að horfa til skipulags mismunandi
svæða og leyfisveitinga. Nú þegar er búið að skipuleggja Lauga-
veginn þar sem fyrir liggur hversu stór hluti rýma á jarðhæð er
ætlaður veitingastöðum. Þetta er gert til að tryggja fjölbreytni í
þjónustu. Það sama þarf að eiga sér stað varðandi gistirýmin. Það
er gott að geta boðið upp á fjölbreytileika hvað tegundir gisti-
rýma varðar en horfa þarf einnig til félagslegra þolmarka. Það
væri slæmt ef Íslendingar færu að upplifa ferðaþjónustuna með
neikvæðum hætti því upplifun ferðamanna á gestrisni okkar Ís-
lendinga skiptir miklu máli og hefur mikið með ímynd landsins
sem áfangastaðar að gera. Ferðaþjónustan hefur engan hag af
því að það séu bara hótel og útleiguíbúðir í miðbæ Reykjavíkur.
Efla þarf samstarf við borgarbúa enda eru ferðamennirnir ekki
síður að sækjast eftir upplifun á íslenskum bæjarbrag.“
Aðeins brot af gistirýmum í boði er með tilskilin leyfi
Með vefsíðum eins og airbnb.com og booking.com hefur aukist
mikið framboð á alls kyns gistirýmum en það hefur verið í hámæli
að fáir af þeim sem leigja til ferðamanna séu með tilskilin leyfi til
útleigunnar. Helga svarar því til að það sé verulega sérstakt þeg-
ar þúsundir íbúða eða herbergja eru í boði til útleigu á hinum
ýmsu vefjum en aðeins brot af þeim séu með fullgild leyfi. „Það er
sjálfsögð krafa að fullt eftirlit sé með slíku. Tryggja þarf sam-
keppnishæf rekstrarskilyrði þeirra sem eru í ferðaþjónustu þann-
ig að allir skili sköttum og skyldum eins og vera ber. Þá er ekki
síður mikilvægt að öryggismál séu tryggð. Við höfum verulegar
áhyggjur af því að margar íbúðanna hafi ekki tilskilin leyfi t.d.
hvað varðar brunavarnir. Það er hvorki greininni til framdráttar
né öðrum hagsmunaaðilum ef grunnþættir sem þessir eru ekki
tryggðir. Við eigum aldrei að gefa afslátt af öryggi.“
En hvað segir hún um þann stimpil að í ferðaþjónustunni sé
mikið um svarta og leyfislausa atvinnustarfsemi? „Það er óþol-
andi að það sé svört og leyfislaus starfsemi í greininni eins og við-
gengst reyndar einnig í öðrum atvinnugreinum. Einfalda þarf allt
regluverk og endurskoða þarf lög. Eftirlit og viðurlög er hins-
vegar það sem þarf að tryggja. Því miður er staðreyndin sú að
eftirlitinu hefur verið mjög ábótavant og viðurlögin verið tak-
mörkuð. Þær auknu valdheimildir ríkisskattstjóra sem fylgdu
nýjum lögum um virðisaukaskatt eru þó mikilvægt skref í þessu
samhengi. En betur má ef duga skal.“
Vel launuðum störfum fjölgar en skortur er á fagfólki
Mikil fjölgun starfa hefur orðið í ferðaþjónustunni en gagnrýni
hefur komið fram að það séu helst láglaunastörf sem verði til.
Helga segir oft auðvelt að alhæfa þegar tölulegar staðreyndir
liggja ekki fyrir. „Það er rétt að láglaunastörf eru í þessari at-
vinnugrein rétt eins og í öðrum atvinnugreinum en það er erfitt
að fullyrða hvort það sé meira en gengur og gerist. Það eru líka
fjölmörg vel launuð störf í ferðaþjónustunni og þeim fer fjölgandi
frekar en hitt. Fjölgun starfa í ferðaþjónustunni hefur verið með
mesta móti síðustu misseri og hefur hún haldið uppi atvinnusköp-
uninni í landinu frá árinu 2008 og munar um minna. Mörg fyr-
irtæki eru byggð upp í kringum örfáar manneskjur sem þannig
ná að hasla sér völl og vaxa svo áfram. Þá eru fjárfestingasjóðir
farnir að horfa í auknum mæli til greinarinnar í leit að álitlegum
fjárfestingatækifærum sem segir ýmislegt um þau tækifæri sem í
greininni felast.“ Þegar Helga er spurð út í hvort það sé skortur á
fagfólki með réttu menntunina segir hún það vera staðreynd.
„Það er ljóst að fjölgun menntaðra í atvinnugreininni hefur ekki
haldið í við fjölgun ferðamanna. Það er mikið áhyggjuefni og þarf
að stórefla samráð og samstarf milli fræðsluaðila og atvinnulífs-
ins þannig að boðið sé upp á nám við hæfi. Það þarf einnig að
bæta aðgengi að menntun fyrir þá sem vilja hasla sér völl í ferða-
þjónustunni. Aukin fagmenntun og þekking í ferðaþjónustu er
lykill að aukinni verðmætasköpun.“
Allir vilja fá ferðamennina sem skilja hvað mest eftir
Þegar talið berst að samsetningu ferðamanna og það sem eftir
situr þegar þeir halda heim á leið segir Helga að auðvitað sé
áhugi á því að fjölga enn frekar þeim ferðamönnum sem skilja
hvað mest eftir sig. „Það er það sem allir áfangastaðir horfa til.
Við megum ekki gleyma því að það þarf að efla uppbyggingu inn-
viða til að geta komið til móts við þarfir eftirsóttra markhópa. Við
viljum fá í auknum mæli ráðstefnugesti til landsins en í því sam-
hengi væri æskilegt að geta boðið upp á fimm stjörnu hótel til að
efla samkeppnishæfni okkar gagnvart öðrum löndum um slíka
gesti. Öll markaðssetning síðustu misseri hefur miðað að því að
fjölga ferðamönnum sem koma yfir vetrartímann og tryggja
þannig enn frekar heilsársstarfsemi um allt land sem eykur fram-
leiðni með betri nýtingu vinnuafls og fjárfestinga. Við viljum
höfða til þeirra sem eru í ævintýraleit og eru efnameiri en við
megum ekki gleyma því að bakpokaferðalangar geta verið há-
skólanemar sem koma oft á tíðum aftur síðar meir og þá sem
mjög eftirsóknarverðir ferðamenn. Þeir sem koma með skemmti-
ferðaskipunum skilja minna eftir sig að meðaltali en aðrir ferða-
menn. En á móti kemur eru skemmtiferðaskipin orðin stór tekju-
póstur margra hafna í kringum landið. Þegar öllu er á botninn
hvolft eru það gæði ferðamannanna en ekki magn þeirra sem
skiptir mestu máli í stóra samhenginu. Þessa þætti þarf þó alltaf
að vega og meta hverju sinni.“
Mikið er horft til kortaveltu til að meta eyðslu ferðamanna en
að mati Helgu er það eitt og sér er ekki fullnægjandi mælikvarði.
„Það er sífellt að færast í aukana að ferðamenn bóki fyrirfram t.d.
afþreyingu og gistingu á netinu áður en til landsins er komið.
Slíkar tölur koma ekki fram í kortaveltu þeirra hér á landi. Korta-
veltan er því bara einn af mörgum mælikvörðum sem horfa þarf
til við mat á slíku. Það vantar sárlega tölulegar upplýsingar og
grunnrannsóknir í þessari atvinnugrein. Við vitum of lítið um
greinina. Það er þó rétt að fagna svonefndum ferðaþjón-
ustureikningum sem væntanlegir eru í lok þessa mánaðar. Þá
fáum við helstu grunnupplýsingar sem okkur hefur vantað lengi.
Það er afar mikilvægt að hafa til staðar góðar og traustar upplýs-
ingar til að taka skynsamlegar ákvarðanir um hvernig skuli
skipuleggja ferðaþjónustuna til framtíðar því tækifærin eru svo
ótalmörg.“
Mörg tækifæri í frekari afþreyingu fyrir ferðamenn
Oft er rætt um að það skorti upp á afþreyingu fyrir ferðamenn,
jafnvel til að minnka áganginn á náttúruna. Helga segir að af-
þreying fyrir ferðamenn hafi aukist verulega á síðustu árum. „Til
dæmis fóru um 250 þúsund ferðamenn í hvalaskoðunarferðir á
síðasta ári. Þá hefur nýtt hvalasafn verið opnað sem á eftir að
draga til sín ferðamenn að sama skapi. Norðurljósaferðir voru
ekki til fyrir nokkrum árum en eru afar vinsæl afþreying í dag.
Hátt í 3.000 ferðamenn fara út fyrir borgarmörkin að skoða norð-
urljósin á einu og sama kvöldinu þegar mest lætur. Afþreying
hefur þróast hratt síðustu ár enda liggja þar mikil tækifæri. Tölur
sýna að ferðamenn eyða í sífellt meiri mæli í ýmsar tegundir af-
þreyingar, enda er það hin einstaka upplifun sem þeir eru fyrst
og fremst að sækjast eftir.“
Viðbragðsaðilar fái greiðslur fyrir björgun ferðamanna
Helga er spurð út í öryggismál ferðamanna sem margir hverjir
hundsa viðvaranir um veðurfarið og halda jafnvel á fjöll eða fjall-
vegi þar sem bjarga þarf þeim úr ógöngum. „Við höfum lagt
mikla áherslu á öryggismál og það á ekki að gefa neinn afslátt þar
á. Við eigum gott samstarf við Almannavarnir, Landsbjörg,
Vegagerðina og lögreglu hverju sinni. Það er á ábyrgð allra að
leggja sitt af mörkum við að upplýsa ferðamanninn eins og hægt
er. Við erum að leggja okkar af mörkum en það er alltaf hægt að
gera betur, en því miður þá eru alltaf einhverjir ferðamenn sem
fara ekki eftir fyrirmælum. Öryggismálin eru hluti af innviðunum
sem þurfa að vera í lagi. Það má velta fyrir sér hvort ekki þurfi að
taka upp einhverskonar tryggingarfyrirkomulag þannig að við-
bragðsaðilar fái greiðslur eins og viðgengst gagnvart öðrum at-
vinnugreinum.“
Vantar skýrari framtíðarsýn fyrir ferðaþjónustuna
Stefnumörkun fyrir ferðaþjónustuna er mikilvæg til að aðilar
hafi skýra sýn á hvert skuli stefna og að tryggt sé að teknar verði
réttar ákvarðanir á réttum tíma. Atvinnuvegaráðuneytið og Sam-
tök ferðaþjónustunnar standa saman að vinnu er miðar að því að
móta stefnu og framtíðarsýn fyrir íslenska ferðaþjónustu. Stofn-
aður hefur verið formlegur vinnuhópur sem skilar skýrslu ásamt
tímasettri framkvæmdaáætlun nú í sumarbyrjun. „Ferðaþjón-
ustan er mjög víðfeðm atvinnugrein þar sem hún snertir marga
fleti samfélagsins. Því er afar mikilvægt að fá aðila úr ferðaþjón-
ustunni, stjórnkerfinu og almenning að borðinu til að fá sem
breiðasta sýn á ferðaþjónustuna um hvert skuli stefna. Skilgreint
hlutverk margra stofnana ríkisins er ekki að sinna ferðaþjónustu
og má þar nefna sem dæmi Vegagerðina. Úr þessu þarf að leysa
með ábyrgum hætti. Það er lykilatriði að allir gangi í takt í átt að
sömu markmiðum,“ segir Helga.
Tækifærin á næstu misserum eru á landsbyggðinni
Aðalfundur SAF fer fram á Egilsstöðum á fimmtudaginn í
næstu viku og verður ferðaþjónusta á landsbyggðinni sett á odd-
inn á fundinum. „Við ákváðum að hafa aðalfundinn að þessu sinni
fyrir austan og viljum undirstrika þannig þau miklu tækifæri sem
liggja í hinum dreifðu byggðum þegar kemur að ferðaþjónustu,“
segir Helga. „Austurland er dæmi um landshluta þar sem tölu-
verð uppbygging hefur átt sér stað á undanförnum árum. Ég er
sannfærð um að ferðaþjónustan eigi eftir að blómstra enn frekar
á landsbyggðinni á komandi misserum. Tækifærin liggja á lands-
byggðinni,“ segir Helga að lokum.
Morgunblaðið/Kristinn
”
Það er ekki óeðlilegt að kallað
sé eftir fjármagni frá stjórnvöld-
um til að koma að uppbygg-
ingu ferðaþjónustunnar með
myndarlegum hætti miðað við
þær miklu tekjur sem greinin
skilar nú þegar í ríkissjóð.
2009
Ferðaþjónusta Sjávarafurðir Ál og álafurðir
20122010 20132011 2014
350
300
250
200
150
100
Heimild: Hagstofa Íslands
Útflutningur vöru og þjónustu (ma.kr.)
171
215209
241
303
156
kvarðanir
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 9VIÐTAL