Morgunblaðið - 19.03.2015, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015FRÉTTIR
Vagnhöfða 11, 110 Reykjavík | S. 577-5177 | linuborun@linuborun.is | www.linuborun.is
Af hverju grafa þegar hægt er að bora?
Reynsla - þekking - við komum og metum
Við notum stýranlegan jarðbor
sem borar undir götur, hús, ár
og vötn.
Umhverfisvænt - ekkert jarðrask•
Meira öryggi á svæðinu•
Sparar bæði tíma og peninga.•
Borum fyrir nýjum síma-, vatns-, rafmagns-
og ljósleiðaralögnum.
©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim.
Af síðum
Bandaríkjadalurinn er á fljúgandi
ferð, og kallar það fram minningar
hjá öldungunum í hópi gjaldeyris-
spámanna um styrkingartímabil
dollarsins fyrr á tímum.
Þarf að fara aftur til 1985 til að
sjá viðlíka styrkingu og orðið hefur
undanfarna tólf mánuði á doll-
aravísitölunni, sem mælir dalinn á
móti körfu leiðandi gjaldmiðla.
Það sem drífur áfram hækkun
vísitölunnar eru horfurnar á að
bandaríski seðlabankinn muni
hækka stýrivexti í fyrsta skipti í
nærri áratug, og það á meðan á
þriðja tug seðlabanka annarra ríkja
hafa slakað á peningastefnunni á
þessu ári. Fyrir vikið virðist styrkur
dollarans fullmikill þegar haft er í
huga að styrkingin er ekki knúin
áfram af sams konar uppgangi í
hagkerfinu og einkenndi fyrri tíma-
bil þar sem dollarinn trónaði á
toppnum.
Þeir sem veðja á áframhaldandi
styrkingu taka þá áhættu að gjald-
miðillinn, sem brýst núna fram með
mögnuðum hraða, gæti vel orðið
þess valdur að hægja á hagvexti og
verðbólgu, og þar með aukið á tog-
streituna innan seðlabankans um
hvort tímabært sé að herða á pen-
ingastefnunni.
Alan Ruskin, markaðsgreinandi
hjá Deutsche Bank, segir að vaxta-
hækkunin sem beðið er eftir í of-
væni hafi á sér ákveðin einkenni
þess „hver stendur síðastur uppi“.
Hann bætir við að „miðað við það
sem er að gerast hjá öllum hinum
væri eðlilegt að álykta að þetta sé
ástæðan fyrir styrkingu dollarsins.
Það hefur vissulega hjálpað að
seðlabankinn hefur ekki slakað á
peningastefnunni“.
En það hvort gefið verður grænt
ljós á að gera lántökur dýrari í sum-
ar hjá seðlabankanum, sem lauk
tveggja daga stefnumótunarfundi í
gær, miðvikudag, veltur á því hvort
forsendurnar að baki styrkingu
dollarans nú séu traustar.
Ólík peningamálastefna
veldur styrkingu
Sterkur dalur hefur dregið úr
hagnaðarspám til næstu sex mánaða
hjá fjölþjóðlegum bandarískum fyr-
irtækjum. Styrkingin heldur líka
aftur af verðbólgu, og sést það í
ávöxtunarkröfu bandarískra ríkis-
skuldabréfa. Í huga margra er það
misjöfn peningamálastefna á milli
seðlabanka sem fyrst og fremst ýtir
upp dollaranum en ekki jákvæðar
grundvallarbreytingar í bandarísku
efnahagslífi, og það mun hafa áhrif
um allan heim.
„Þegar ríki heims keppast við að
veikja eigin gjaldmiðla hefur það
ófyrirséðar afleiðingar á heilu hag-
kerfin og eignaflokkana,“ segir Dav-
id Absolon, fjárfestingastjóri hjá
Heartwood Investment Manage-
ment. „Við sjáum nú þegar að
hækkunin er farin að grafa undan
arðsemi sumra stærstu bandarísku
alþjóðafyrirtækjanna. Á nýmörk-
uðum hefur skuldsetning almennra
fyrirtækja í dollurum ekki verið
hærri síðan seint á 10. áratugnum.“
Það vegur upp á móti þessum
áhyggjum að hækkandi dollar hefur
þrýst á hrávöruverð af miklum
þunga og gert innfluttar vörur ódýr-
ari fyrir bandaríska neytendur.
Þetta ætti, á endanum, að örva hag-
kerfið og varða leiðina að hærri
vöxtum hjá seðlabankanum.
Þetta var, í grófum dráttum, út-
koman af fundi stjórnenda seðla-
bankans í janúar og ætti þessi nið-
urstaða að halda í ljósi góðra
vinnumarkaðstalna í febrúar. Eins
og ástandið er núna er atvinnuleys-
isbilið milli Bandaríkjanna og evru-
svæðisins í námunda við 6% eftir að
hafa verið nálægt núllinu árið 2009.
Sterkasta vísbendingin um auk-
inn þrótt í bandaríska hagkerfinu er
mikil og stöðug fjölgun nýrra starfa,
þótt sumir haldi því fram að meg-
intölur dylji undirliggjandi veik-
leika.
Steven Englander, greinandi hjá
Citi, segir það rétt að atvinuleysis-
prósentan sé á niðurleið „en hún fer
lækkandi vegna þess að framleiðni
er svo lítil“.
David Woo, sérfræðingur í gjald-
miðlamörkuðum hjá Bank of Am-
erica Merril Lynch, segir að „það
sem nú er að gerast er ekki styrk-
ing dollarans. Það er veiking evr-
unnar“.
Markaðir á valdi vaxta-
stefnu seðlabankans
Gjaldeyrismarkaðir virðast á
valdi vaxtastefnu bandaríska seðla-
bankans, jafnvel eftir syrpu
óskemmtilegra frétta úr bandaríska
hagkerfinu, svo sem af óvæntri nið-
ursveiflu í smásöluverslun í febrúar.
Þetta hefur ekki farið fram hjá
öðrum mörkuðum, og styrkur doll-
arsins hefur bæði dregið úr skrið-
krafti bandarískra hlutabréfa og
hækkað verð ríkisskuldabréfa í að-
draganda stefnumótunarfundarins í
vikunni.
„Seðlabankinn er í erfiðri stöðu.
Breytingar á gjaldeyrismarkaði eru
svo mikilvægar, við sjáum enga
verðbólgu og bankinn hlýtur að hafa
áhyggjur af dræmum hagnaði fjöl-
þjóðafyrirtækja,“ segir Willam
O’Donnell, greinandi hjá RBS Sec-
urities.
„Það er mjög erfitt fyrir seðla-
bankann að vera sá fyrsti til að
segja skilið við örvandi pen-
ingastefnu þegar möguleiki er á
stríði milli gjaldmiðla. Við búumst
við að þau muni fella burt orðið
„þolinmóð“ úr yfirlýsingu sinni, en
stjórn bankans gæti þurft að vera
mjög þolinmóð, kannski í eitt ár í
viðbót.“
Þess vegna veltur margt á tón-
inum í tali Janet Yellen á blaða-
mannafundi hennar í vikunni, þar
sem hvers kyns vísbendingar um að
seðlabankinn muni bíða með að
herða að munu skemma fyrir doll-
aranum en vera lyftistöng fyrir
hlutabréf og skuldabréf.
Með hliðsjón af stöðu dollarsins í
heild sinni virðast væntingarnar
vera um að hann haldist áfram
sterkur og gjaldmiðillinn þess vegna
viðkvæmur fyrir hvers kyns breyt-
ingu í þá átt að fresta breyttri
stefnu hjá seðlabankanum. Fram-
virkir samningar á gjaldmiðlum
sýna að aldrei hefur verið meira um
stöðutöku með hækkandi dal.
„Þó að við séum á meðal þeirra
sem trúa því að innistæða sé fyrir
áframhaldandi hækkun bandaríkja-
dals í mörg ár, þá virðist okkur að
væntingar séu að nálgast „suðu-
punkt“ til skemmri tíma litið,“ segir
Jonathan Krinsky, yfirgreinandi hjá
MKM Partners.
Eins og Alan Ruskin ályktar er
uppgangur dalsins væntanlega af-
leiðing blöndu af sterkum dollar og
veikri evru. Eins og er „hefur vaxta-
sagan í Bandaríkjunum mest
áhrif“, segir hann.
Styrking dollara þarf að styðjast við hagvöxt
Eftir Roger Blitz og Michael
Mackenzie
Dalurinn hefur ekki
styrkst jafnmikið gagn-
vart öðrum helstu mynt-
um yfir tólf mánuða skeið í
þrjá áratugi, meðal annars
vegna væntinga um hækk-
un vaxta. En sterkur dalur
getur veikt hagkerfið og
þar með sett vaxtahækkun
í uppnám.
AFP
Það eru ekki síður orð og gerðir Janet Yellen seðlabankastjóra sem valda styrkingu dollarans en staða efnahagsmála.