Morgunblaðið - 19.03.2015, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 19.03.2015, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 13SJÓNARHÓLL Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.re.is VIÐ SKUTLUM ÞÉR! Alltaf laus sæti Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum Hagkvæmur kostur Alltaf ferðir Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Umhverfisvænt Kauptu miða núna á www.flugrutan.is Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. OR *Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 3.500 kr. 1.750 kr.* FYRIR AÐEINS BÓKIN Eftirspurnin eftir bókum um Steve Jobs virðist vera óþrjótandi. Nýj- asta bókin um stofnanda Apple verð- ur ekki fáanleg fyrr en í næstu viku en er þegar komin ofarlega á bók- sölulista Amazon. Bókin heitir Be- coming Steve Jobs: The Evolution of a Reckless Upstart into a Visionary Leader og höfund- arnir eru Brent Schlender og Rick Tetzelli. Áhuginn á Jobs kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Hann var litríkur persónu- leiki, svo vægt sé til orða tekið, maður sem lét stóra drauma rætast og leiðtogi eins mik- ilvægasta tæknifyrirtækis okkar tíma. Sú mynd sem dregin er upp af Jobs virðist jafnvel á köflum sýna hranalegan mann, sem var ákaflega kröfuharður, jafnvel hálfgert óféti, og svo ófyrirleitinn að honum var um langt skeið úthýst frá fyrirtæk- inu sem hann hjálpaði til við að koma á laggirnar. Höfundar bókarinnar eru á þeirri skoðun að þessi tvívíða sýn á mann- inn segi ekki alla söguna. Schlender þekkti Jobs í aldarfjórðung og notar sem efnivið í bókina þau fjölda- mörgu viðtöl sem hann tók við leiðtoga Apple á þeim tíma. Þeir Schlender og Tetzelli spjalla að auki við fjölda fólks sem þekkti Steve Jobs náið, svo sem Apple-hetjurnar Tim Cook, Jony Ive og Eddy Cue, Robert Iger, stjórnanda The Walt Disney Comp- any, og John Lasseter, stjórnanda Pixar. Niðurstaðan virðist vera sú að ár- angur Steve Jobs byggðist ekki bara á því að velja réttu vörurnar til að framleiða, heldur að þroskast og vaxa sem manneskja og sem stjórn- andi. ai@mbl.is Hvernig maður var Steve Jobs í raun? Það veldur að jafnaði ekki vafa að samruni í skiln-ingi samkeppnislaga hafi átt sér stað þegar tvöfyrirtæki sem áður störfuðu sjálfstætt renna saman og úr verður nýr lögaðili eða þegar eitt fyrirtæki yfirtekur annað með húð og hári. Samkvæmt ákvæði c- liðar 1. mgr. 17. gr. samkeppnislaga nr. 4/2005 telst það hins vegar einnig samruni í skilningi laganna ef „einn eða fleiri aðilar, sem þegar hafa yfirráð yfir a.m.k. einu fyrirtæki, eða eitt eða fleiri fyrirtæki ná beinum eða óbeinum yfirráðum, í heild eða að hluta, yfir einu eða fleiri fyrirtækjum til viðbótar með því að kaupa verð- bréf eða eignir, með samningi eða öðrum hætti“ eins og segir orðrétt í ákvæðinu. Hér geta mál vandast. Hvað þýðir fyrirbærið bein eða óbein yf- irráð í þessu lagaákvæði? Í samkeppnisrétti sætir hug- takið yfirráð afar rúmri skýringu. Yfirráð eru talin geta komið til á grundvelli réttinda, samninga eða annarra atvika sem, annaðhvort sér í lagi eða sameiginlega, og að teknu tilliti til aðstæðna allra, gefa aðila kost á að hafa ákvarðandi áhrif á stjórnun fyrirtækis. Algengast er vitaskuld að til yfirráða yfir félagi í skilningi samkeppnislaga stofnist í gegnum eignarhald á hlutum í viðkomandi félagi. Eignarhald á meirihluta hlutafjár í hlutafélagi gefur eigandanum að öllu óbreyttu tækifæri til að skipa meirihluta stjórnar og þar með bein yfirráð yfir félagi. En yfirráð kunna að falla til þótt um minnihluta hlutafjár sé að ræða ef fyrir liggur hluthafasamkomulag við aðra hluthafa sem veita minni- hlutaeiganda t.d. neitunarvald gagnvart mikilvægum ákvörðunum um rekstur félags. Með mikilvægum ákvörðunum er átt við t.d. fjárhags- eða viðskiptaáætlun félags, mikilvægar fjárfestingar og ráðningu lyk- ilstjórnenda. Hugsanlegt er jafnvel að eitt fyrirtæki teljist öðru fyrirtæki svo háð um aðdrætti til starfsemi að eigendur þess síðarnefnda teldust í reynd fara með yfirráð yfir því fyrrnefnda. Samrunareglur samkeppn- islaga útiloka a.m.k. ekki slíka niðurstöðu. Dæmi eru um að allt niður í 20% eignarhlutur í félagi hafi talist fela í sér yfirráð, m.a. á þeim grundvelli að aðrir eignarhlutir í viðkomandi félagi hafi verið smáir og dreifðir. Þá geta hagsmunir tveggja eða fleiri eigenda í fyrirtæki talist svo samofnir, þótt ekki liggi fyrir sérstakt hluthafa- samkomulag á milli þeirra, að til greina komi að telja þá fara sameiginlega með yfirráð yfir viðkomandi félagi. Við beitingu samrunareglnanna skiptir ekki máli hvort til yfirráða er stofnað yfir félagi eða eignum fé- lags, svo lengi sem umræddar eignir skapa veltu sem beinlínis er tengd við þær. Fyrirtæki sem t.d. starfar á markaði fyrir útleigu húsnæðis getur talist hafa átt að- ild að samruna hvort sem fyrirtækið kaupir annað félag í sömu starfsemi eða þær fasteignir viðkomandi félags sem til útleigu eru. Hvaða máli skiptir það svo fyrir fyrirtæki að glöggva sig réttilega á sjónarmiðum sam- keppnislaga um yfirráð? Ef breyting verður á yfirráðum, t.d. í tengslum við kaup aðila á hlut í félagi, er skylt að tilkynna slíka breytingu til Samkeppniseft- irlitsins ef heildarvelta allra aðila málsins á Íslandi nær tilteknum mörkum, sem í dag er svo lág fjárhæð sem kr. 2 milljarðar. Við mat á því hverjir teljist aðilar samruna skal telja með veltu móður- og dótturfélaga, fyrirtækja innan sömu fyrirtækjasamstæðu og fyrirtækja sem að- ilar samrunans hafa bein eða óbein yfirráð yfir. Sam- kvæmt samkeppnislögum er óheimilt að framkvæma til- kynningarskyldan samruna fyrr en Samkeppniseftirlitið hefur lokið skoðun sinni á honum en slík rannsókn getur tekið allt að 115 virka daga. Sé ekki eftir þessu farið getur það varðað hvert fyrirtæki sem aðild á að broti stjórnvaldssekt að fjárhæð allt að 10% af heildarveltu síðasta rekstrarárs viðkomandi fyr- irtækis. Þá kunna ráðstafanir sem gripið er til í tengslum við samruna, sem ekki hefur fengið lögboðna skoðun, að vera ógildar með tilheyrandi tjónshættu fyr- ir aðila máls. Mat á því hvort kaup eins fyrirtækis á hlut í öðru, eða eignum eða réttindum þess, feli í sér tilkynn- ingarskyldan samruna í skilningi samkeppnislaga þarf því að eiga sér stað og þess fyrr í ferlinu sem hægt er, því betra. Samrunareglur samkeppnislaga LÖGFRÆÐI Heimir Örn Herbertsson hæstaréttarlögmaður hjá LEX lögmannsstofu og aðjunkt við lagadeild HR ” Dæmi eru um að allt niður í 20% eign- arhlutur í félagi hafi tal- ist fela í sér yfirráð unum (sem á ensku útleggjast share- holder value og stakeholder value) er stundum stillt upp sem gagnstæðum pólum. Í nútíma rekstri eru þetta hins vegar oftar en ekki tvær hliðar á sama pening. Fyrirtæki verða að vera arðbær til að geta haldið áfram rekstri, til að geta haldið áfram að þróast og fjár- festa og þar með auðga ekki einungis hluthafa held- ur samfélagið í heild. Að sama skapi felst veruleg áhætta í því fyrir rekstur fyrirtækja að skynja ekki og skilja umhverfi sitt og taka mið af því. Auðvitað reyna flest fyrirtæki að taka mið af sínu umhverfi eftir bestu getu. Samtalið við hagaðilana er hins vegar oft ómarkvisst. Það er verið að bregðast við reiða kúnnanum sem hringdi inn, frétt sem birtist í fjöl- miðli, suði á samfélagsmiðlum eða ábendingu sem framkvæmdastjórinn fékk frá starfsmanni. Það eru ekki mörg fyrirtæki sem hafa lagst í greiningu hagaðila þar sem mengi hagaðila fyrirtækisins er kortlagt og hagðilar greindir eftir mikilvægi fyrir starfsemina. Mik- ilvægustu hagaðilar eru oftast hlut- hafar, starfsmenn, viðskiptavinir og jafnvel eftirlitsstofnanir eða hags- munasamtök. Fyrirtæki sem hefur skýra yf- irsýn yfir sína starfsemi á auð- veldara með að halda utan um það samspil sem þarf að eiga sér stað við hagaðil- ana og tryggja að það sé samtal en ekki eintal. Þetta samtal getur átt sér stað með margvíslegum hætti. Á fundum með viðskiptavinum, á samfélagsmiðlum eða þjónustukönnunum allt eftir því hvað við á. Sjónarmiði hagaðila þarf að halda til haga með skipulögðum hætti, þau þarf að greina og meta hvort og þá hvernig sé skynsamlegt að bregðast við þeim. Fyrirtæki sem ná að tengjast sín- um hagaðilum styrkja sig í sessi og auka þar með hluthafavirði fyrirtæk- isins. Morgunblaðið/Eggert ” Auðvitað reyna flest fyrirtæki að taka mið af sínu umhverfi eftir bestu getu. Samtalið við hagaðilana er hins vegar oft ómarkvisst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.