Morgunblaðið - 19.03.2015, Síða 14

Morgunblaðið - 19.03.2015, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015FÓLK Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma SPROTAR Indverski fjárfestirinn Bala Kamal- lakharan hefur verið áberandi í ís- lenska frumkvöðlasamfélaginu á undanförnum árum. Bæði hefur hann fjárfest víða en líka verið drif- fjöðurin á bak við verkefni eins og Startup Iceland ráðstefnuna. Nú hyggst Bala hleypa af stokk- unum nýju verkefni, Founder Insti- tute, sem unnið er í samstarfi við samnefnt apparat í Sílíkondal. Hann segir Founder Institute hafa það að markmiði að gera frumkvöðla öfl- ugri. 1.500 fyrirtæki frá 2008 „Founder Institute þjálfar efnilega frumkvöðla og veitir þeim þá leið- sögn sem þarf svo að þeir geti sett kröftug og lífvænleg sprotafyrirtæki á laggirnar. Founder Institute varð fyrst til í San Francisco en hefur síð- an þá breitt úr sér til yfir 120 borga um allan heim. Varð verkefni til árið 2008 í kjölfar hruns bandaríska fjár- málageirans. Á þeim tíma hafa 1.563 fyrirtæki orðið til í gegnum Founder Institute þar sem yfir 15.000 manns eru í vinnu og samanlagt markaðs- virði þessara fyrirtækja nú um tólf milljarðar dollara.“ Af þekktari fyrirtækjum sem orðið hafa til í gegnum verkefnið má nefna Udemy sem býður upp á námskeið yfir netið, PetHub sem sérhæfir sig í að finna týnd gæludýr og Zirtual sem veitir aðgang að persónulegum að- stoðarmönnum yfir netið. Er þetta í annað sinn sem Bala reynir að koma Founder Institute af stað hér á landi en í fyrstu tilraun hafði hann ekki erindi sem erfiði. Nú virðist ganga betur og hafa um 120 manns sótt kynningar- og samtals- fundi sem haldnir hafa verið á und- anförnum vikum og mánuðum. Standa vonir til að úr hópi umsækj- enda verði valdir 30 „nemendur“ sem fara í gegnum tólf vikna þjálfun í vor og sumar. Byrjuð í rekstri á tólf vikum „Þessi hópur mun hafa aðgang að framúrskarandi „mentorum“ úr ís- lensku atvinnulífi og vonandi er einn- ig að okkur takist að fá til landsins, í gegnum Founder Institute í Banda- ríkjunum, fyrirlesara úr hringiðunni í San Francisco. Við notum þessar tólf vikur til að undirbúa og efla frum- kvöðlana og markmiðið er að á tólftu viku verði þeir búnir að gera við- skiptahugmynd sína að fyrirtæki og verða vel í stakk búnir til að vinna að áframhaldandi vexti.“ Námið kostar 800 dali en að auki leggja allir nemendur 3,5% hlut í fyr- irtækjum sínum í forkaupsréttar- pott sem síðan dreifist jafnt á alla þátttakendur. Bala segir þetta hafa þau áhrif að gefa öllum sem þátt taka hlutdeild í árangri hinna, og stuðla að því að nemendurnir hjálpi hver öðr- um að ná settum markmiðum. „Síðan getur allt gerst á námskeiðinu. Ekki ganga allar hugmyndir upp, og sumir velja jafnvel að ganga frekar til liðs við verkefni annars frumkvöðuls í hópnum.“ Bala segir mikla þörf á frum- kvöðlasmiðju af þessum toga og þeir sem reynt hafa vita að það að gerast frumkvöðull kallar á ákveðna þekk- ingu, innsýn, reynslu, og ekki síst sambönd sem geta gert gæfumuninn þegar kemur að því að koma góðri viðskiptahugmynd í framkvæmd. „Í gegnum þetta verkefni erum við að fara vandlega í undirstöðuatriðin og um leið gefa þátttakendum aðgang að gríðarstóru tengslaneti jafnt inn- anlands sem utan.“ Er bóla að blása út? Áhugavert er að skoða hvernig þróunin hefur verið í frumkvöðla- umhverfinu á Íslandi og erlendis. Er ekki laust við að megi sjá einkenni bólumyndunar í frumkvöðlaheim- inum og þannig þykir það hálfgerður innanbúðar-brandari í Sílíkondal að þar þurfa menn ekki að vinna heldur bara að prenta út viðskiptaáætlun og þeir eru komnir með peninga í fang- ið. Nýlega sögðu íslenskir fjölmiðlar frá því að íslenskir sjóðir hefðu tekið frá ellefu milljarða króna til að fjár- festa í sprotastarfi og þykir sumum það æði há upphæð. Stendur jafnvel til að gera sjón- varpsþátt á einni rásinni hér á landi, þar sem fylgst er með frumkvöðlum. Bala tekur undir að bólumerkin séu til staðar í Sílíkondal. „Á síðasta ári lögðu fjárfestar til sprotafyr- irtækjum í San Francisco og ná- grenni 14,6 milljarða dala, rúma 2.000 milljarða króna. Er það bara á einu ári og á meðan eru þessir ellefu milljarðar króna sem merktir hafa verið íslenskum sprotum að dreifast yfir þrjú ár.“ Bala tekur undir að ekki sé ósenni- legt að þetta mikla fjármagn sem streymir til sprotageirans í Kali- forníu sé afleiðing fjármagnsaðgerða bandaríska seðlabankans, og eitt- hvert verði umframfjármagnið í kerf- inu að leita. „Það er hætta á að þessir sjóðir þorni skyndilega upp“, segir hann en bætir við að árangur sprota- fyrirtækja snúist minna um aðgang að fúlgum fjár og meira um það að laða fram sterka frumkvöðla.“ „Undanfarin ár hefur verið tölu- verður skortur á fjármagni í íslenska sprotaheiminum og það hefur kennt fjárfestum hér á landi að búa til verð- mæti án þess að þurfa að stóla á rausnarlega fjárfesta. Jafnvel þó að ellefu milljarðar standi þeim núna til boða þá hugsa ég að margir af þeim sem komnir eru vel af stað muni ekki reyna að fá meira fé inn í reksturinn, en ef þeir gera það þá er spurning hvort þeir leita ekki frekar að fjár- magninu erlendis en innanlands. Ís- lenskir frumkvöðlar hafa nefnilega líka lært að það er ekki langt að fljúga til Kaliforníu, og þar færa fjár- festar þeim margt annað en bara peninga.“ Læri hvernig má skala Segir Bala sjóðina vestanhafs hafa mjög skýrar hugmyndir um hvernig má hjálpa og efla frumkvöðlana, svo að útkoman verði skalanlegt al- þjóðlegt fyrirtæki. „Þetta er eitthvað sem íslensku fjárfestarnir þurfa að gera sér grein fyrir. Ég held að fjár- festasamfélagið þurfi að taka hönd- um saman og byggja brýr til fjár- festa og frumkvöðlasamfélaga í öðrum löndum til að læra hvernig skala má efnilegan íslenskan sprota upp í milljarðafyrirtæki.“ Morgunblaðið/Golli „Undanfarin ár hefur verið töluverður skortur á fjármagni í íslenska sprotaheiminum og það hefur kennt fjárfestum hér á landi að búa til verðmæti án þess að þurfa að stóla á rausnarlega fjárfesta,“ segir Bala. Hann segir aukið framboð á fjármagni handa sprotum hérlendis gott, en meira þurfi en bara peninga. Gerum frumkvöðla enn öflugri Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Founder Institute kennir frumkvöðlum það sem þarf til að gera viðskipta- hugmynd að öflugu fyr- irtæki. Verkefnið varð til í San Francisco en hefur breiðst út um allan heim. Þar hefur orðið til fjöldi stöndugra fyrirtækja á ör- fáum árum. Founders Insti- tute er nú komið til Íslands og stefnt á að þrjátíu manns fari í gegnum tólf vikna námskeiðið í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.