Morgunblaðið - 19.03.2015, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 15FÓLK
FKA og VÍB héldu morgunverðar-
fund um öryggi fjárfesta á markaði
en meðal þess sem fjallað var um voru
tryggingar, öryggi sjóða og innlána og
hvað fjárfestar geta gert til að lágmarka
áhættu í eignasöfnum. Baldur Thorlacius,
forstöðumaður eftirlitssviðs Nasdaq OMX
Iceland, flutti erindi um lög og reglur sem
ætlað er að vernda hag fjárfesta.
Hvað hægt er að gera til
að lágmarka áhættu
Fundargestir
gátu tekið þátt
í umræðum.
Baldur Thorlacius hjá Nasdaq
OMX Iceland, Edda Björk Agnars-
dóttir hjá áhættustýringu og innra
eftirliti Íslandssjóða og Björn Berg
Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB.
Morgunblaðið/Kristinn
MORGUNVERÐAFUNDUR
Íslenska lögfræðistofan Eva Hrönn Jónsdóttir hæsta-
réttarlögmaður hefur gengið til liðs við Íslensku lög-
fræðistofuna. Hún er með meistaragráðu í lögfræði frá Há-
skólanum í Reykjavík og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir
Hæstarétti Íslands í nóvember 2013. Eva Hrönn starfaði
hjá OPUS lögmönnum frá árinu 2007. Sérsvið Evu Hrannar
eru skaðabóta- og vátryggingaréttur, félagaréttur, samkeppnisréttur og
verbréfamarkaðsréttur.
Hæstarréttarlögmaður færir sig um set
Carpe Diem Ágústa Sigrún Ágústsdóttir gekk nýverið til
liðs við Carpe Diem. Fyrirtækið veitir þjónustu á sviði
mannauðsmála, stjórnendamarkþjálfunar, námskeiða og
fyrirlestra auk almennrar ráðgjafar og leiðtogaþróunar.
Ágústa hefur reynslu af mannauðsstjórnun og starfaði
hún síðustu níu ár sem mannauðsstjóri hjá flugfélögunum
Primera Air og nú síðast WOW air og sat í framkvæmdastjórn þeirra. Í
hlutverki sínu hjá Carpe Diem mun hún leggja áherslu á mannauðsráðgjöf.
Mannauðsstjóri gengur til liðs við Carpe Diem
VISTASKIPTI
Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
www.investis.is
Fyrir frekari upplýsingar:
investis@investis.is
Sími 5461100.
Meðal samninga sem við höfum lokað á síðustu misserum eru:
Við erum sérfræðingar í stjórnun
samningaviðræðna sem leiða til
farsælla samninga milli kaupenda
og seljenda.
Ef þú ert að huga að sölu,
sameiningu eða kaupum,
vinsamlegast hafðu samband.
Au
gl
.Þ
ór
h.
34
20
.4
.L
jó
sm
.Þ
J
Kaup og sala á fyrirtækjum
Verðmat fyrirtækja
Sameining
l i j
i j
i i
Sala á einum þekktasta veitingastað landsins
fyrir Foodco hf.
Blámar ehf. öflun hlutafjár.
Sala á Heitt og kalt ehf. hádegisþjónusta fyrir fyrirtæki.
Kaupandi ISS.
Sala á Fálkanum hf. til Landvéla ehf.
Sala á Saffran veitingahúsakeðjunni til Foodco hf.
Sala á Dímon línu ehf. til Ísfells hf.
Ráðgjöf við eigendaskipti.
Ráðgjöf við Bygma vegna kaupa á Húsasmiðjunni hf.
Sala á Ice-W ehf (Ægir seafood). Kaupandi Kveikur ehf.
Ráðgjöf við sameiningu Útilegumannsins
og Tjaldvagnalands.
Sala á barnavöruversluninni Fífu. Kaupandi Örninn ehf.
Sala á Humarhúsinu við Amtmannsstíg fyrir eigendur.
Kaupandi Lækjarbrekka.
Sala á bílaleigu, ráðgjöf við eigendaskipti.
Sala á veitingastað.
Sala á Speedo umboðinu til Icepharma hf.
RÁÐSTEFNA
ÍMARK stóð fyrir ráðstefnu um efnismark-
aðssetningu sem haldin var í Háskólabíói.
Fluttir voru sex fyrirlestrar sem tengdust með mis-
munandi hætti efni ráðstefnunnar. Meðal þeirra
sem fluttu erindi var Jack Sichterman, stofnandi
Einstök Ölgerð, sem fór yfir það hvernig markaðs-
setning hefur breyst undanfarinn áratug og hvernig
fyrirtæki geta aðlagað sig að því.
Fjallað um efnismarkaðssetn-
ingu á ráðstefnu hjá ÍMARK
Morgunblaðið/Kristinn
Þétt var setið á
ráðstefnunni í Há-
skólabíói.
Friðrik Larsen, for-
maður ÍMARK, meðal
ráðstefnugesta.
Jack Sichterman
flutti erindi.