Morgunblaðið - 20.04.2015, Side 1

Morgunblaðið - 20.04.2015, Side 1
M Á N U D A G U R 2 0. A P R Í L 2 0 1 5 Stofnað 1913  91. tölublað  103. árgangur  HEFUR MÁLAÐ HÁTT Í ÞÚSUND MYNDIR FARFUGL- ARNIR HALDA SÍNU RÓLI HREINSAR VANDA- MÁL Í GEGNUM TÓNLISTINA STREYMA TIL LANDSINS 2 BARÐI JÓHANNSSON 26SIGURÐUR BEN 10 Morgunblaðið/Einar S Æfing Börn í sjötta flokki Fylkis á æfingu á gervigrasinu sem er 10 ára gamalt.  Dæmi eru um að allt að 50-60% iðkenda í yngri flokkum knatt- spyrnudeildar Fylkis eigi við meiðsl að stríða sem forráðamenn félags- ins telja vera vegna lélegs gervi- grass. Gervigrasið við Fylkisvöll er 10 ára gamalt og úr sér gengið. Börnin hafa verið að meiðast í nára, hnjám og mjóbaki. Verkfræðingur sem sá um lagn- ingu grassins segir að of lítið og lé- legt gúmmí hafi verið notað þegar völlurinn var lagður. Verkfræðingurinn Peter W. Jes- sen hjá Verkís segir í umfjöllun um málið að meira viðhald vanti á gras- inu frá hendi borgarinnar, sem fel- ist í því að bæta við gúmmíi. Svipað ástand er á gervigrasvöllum KR og Fram í Safamýri. »12 Börn meiðast vegna lélegs við- halds borgarinnar Verkfallið » 108 geislafræðingar eru í verkfalli. » Geislameðferðardeild er nú á 50-60% afköstum og getur starfað til mánaðamóta. „Við erum enn í þeirri stöðu að þurfa að velja þá sjúklinga sem geta ekki beðið. Það halda áfram að streyma inn beiðnir því sjúklingarnir eru ekki í verkfalli,“ segir Jakob Jóhannsson, krabbameinslæknir og yfirlæknir geislameðferðar krabbameina á Landspítalanum. Á geislameðferðardeildinni setjast sérfræðingarnir niður á hverjum degi ásamt geislafræðingum, sem vinna samkvæmt undanþágu frá verkfalli BHM, og fara yfir tilvik dagsins. Ástæða fundarins er að finna út hver það er sem er í mestri þörf fyrir geislameðferð og hver geti beðið. Jakob segir að um mánaðamótin verði staðan orðin alvarleg. „Við erum að reyna að koma í veg fyrir skaða en það segir sig sjálft að eftir því sem tíminn líður þá getur það orðið erfiðara, þannig að staðan veld- ur okkur töluverðum áhyggjum en við reynum eins og við getum. Í næstu viku, kannski í vikunni þar á eftir, þurfum við virkilega að fara að skoða hver staðan er orðin, upp á hvað við ætlum að gera með þennan hóp sem er að bíða – því hann getur ekki beðið endalaust, það eru hreinar línur.“ „Sjúklingar ekki í verkfalli“  Beiðnum um geislameðferð við krabbameinsdeild Landspítalans fjölgar  Geislameðferðardeildin getur starfað til mánaðamóta  Tíminn naumur M„Það stefnir ekki í …“ »2 Morgunblaðið/Golli Deila Stíf fundarhöld verða í hús- næði ríkissáttasemjara á næstunni. Á bilinu fimm til tíu almannatengla- skrifstofur taka að sér eða hafa veitt ráðgjöf til verkalýðsfélaga vegna kjaradeilna. Þetta segir Andrés Jónsson, almannatengill hjá Góðum samskiptum, en sjálfur veitir hann Starfsgreinasambandinu ráðgjöf í þeirri deilu sem nú stendur yfir. Ráðgjöfin snýst að sögn Andrésar um að veita utanaðkomandi sjónar- horn á því hvernig almenningur upp- lifir kjaradeilur. „Við veitum viðbrögð við hug- myndum verkalýðsfélaganna sem þau vilja koma á framfæri. Það getur verið frá því að vera texti í auglýs- ingar, tímasetningar á yfirlýsingum og yfir í að vera í bakgrunni eins og þjálfari,“ segir Andrés. Flestir ráðið almannatengla Fjögur af sex stærstu stéttar- félögunum, sem eiga í kjaraviðræð- um þessa dagana, hafa ráðið al- mannatengla til ráðgjafar um það hvernig best sé að koma skilaboðum á framfæri við fjölmiðla. Sömu sögu er að segja af Samtökum atvinnulífs- ins sem sitja hinum megin samn- ingaborðsins. »6 Almannatenglar veita ráð  Stéttarfélögin ráða almannatengla til ráðgjafar í kjaradeilu Þrír kátir farþegar voru um borð í þessum lestar- vagni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þegar ljós- myndara Morgunblaðsins bar að garði. Margir brugðu sér út úr húsi um helgina þegar tók að hlýna yfir landinu, en eftir hlýindi undanfarna daga er von á kuldakasti um miðja vikuna. Þá er útlit fyrir að sumar og vetur muni frjósa saman að- faranótt sumardagsins fyrsta, að sögn Teits Ara- sonar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. »4 Börnin bregða á leik í lestarferð um Laugardalinn Morgunblaðið/Ómar Unga kynslóðin skemmti sér í hlýindum um helgina  Kópavogsbær og Reykjavíkur- borg hafa ákveð- ið að gera sam- eiginlegt deili- skipulag fyrir Fossvogsdalinn og gera þar sam- an sundlaug. Einn af þremur stöðum sem eru til skoðunar fyrir laugina er í miðjum dalnum, en þar er ekki gert ráð fyrir bílastæðum. Talið er að laugin gæti þjónað skólasundi á daginn og almenningi eftir lok skóladags. »4 Engin bílastæði við Fossvogssundlaug? Áætluð er gerð nýrrar sundlaugar. Ómar Friðriksson Kristján H. Johannessen Mikil óvissa er um hvaða stefnu kjara- viðræður á almenna vinnumarkaðin- um taka næstu daga, eftir að yfir- standandi deilum hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Meðal hugmynda sem komið hafa upp í óformlegum samtölum samkvæmt heimildum Morgunblaðsins innan verkalýðs- hreyfingarinnar er að reynt verði að semja til eins og hálfs árs. Samning- arnir rynnu þá út skömmu fyrir fram- lagningu síðasta fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu haustið 2016, til að skapa viðsemjend- um á vinnumarkaði sterkari stöðu gagnvart stjórnvöldum. Þessi hug- mynd er þó sögð enn vera á frumstigi. Félögin í Starfsgreinasambandinu sem ljúka í kvöld kosningu um boðun verkfalls hafa viljað semja til þriggja ára en önnur félög í ASÍ til eins árs. „Við erum ekki endilega að horfa til þriggja ára samnings heldur höfum við sagt okkar markmið vera að ná 300 þúsund króna lágmarkslaunum á inn- an við þremur árum. Það er hægt að gera það í áföngum, með árs samningi eða til eins og hálfs árs,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. »6 Hugmyndir um að semja til eins og hálfs árs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.