Morgunblaðið - 20.04.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. VITA léttir þér lífið VITA er lífið Vaxtalaus ferðalán til allt að 12 mánaða ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 74 07 9 4/ 20 14 Fjölskyldan kemst í sólina með VITA fyrir aðeins 25.900kr. á mánuði*Vaxtalaust VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 *M.v. 2 fullorðna og 2 börn til Mallorca eða Calpe á völdum dagsetningum. Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Fjögur stéttarfélög innan BHM hófu verkfall á miðnætti. Dýralæknar eru í ótímabundnu verkfalli en hin eru bundin við vinnustaði. Tvö eru hjá Matvælastofnun, þar sem félagsmenn í Félagi íslenskra náttúrufræðinga fara í ótímabundið verkfall, svo og matvæla- og næringarfræðingar stofnunarinnar. Háskólamenn hjá Fjársýslu ríkis- ins eru í tímabundnu verkfalli til átt- unda maí. Verkföllin hafa mikil áhrif á sam- félagið, bæði menn og dýr. Ekki eru þó allir dýralæknar í verkfalli heldur einungis dýralæknar sem starfa á vegum ríkisins. Gæludýraeigendur geta því áfram farið með dýr sín á dýraspítala. Verkfall dýralækna mun stöðva slátrun spendýra og fiðurfén- aðar, eftirlit með ábendingum vegna meintra brota á velferð dýra verður ekki sinnt, útflutningur dýraafurða, til ríkja utan EES/ESB mun stöðvast og útgáfa vottorða vegna útflutnings gæludýra mun einnig stöðvast svo fátt eitt sé nefnt. Skortur á ferskri kjötvöru Þá stöðvast einnig að mestu inn- flutningur á dýraafurðum eins og kjöti og ostum og því viðbúið að kjöt- úrval af ferskri kjötvöru í búðum minnki. Sigurður Gunnar Markússon, framkvæmdastjóri innkaupasviðs Kaupáss, sem rekur meðal annars Krónuna og Nóatún, segir að nóg sé til af kjöti í búðum Kaupáss og grill- arar landsins geta andað rólega – í bili að minnsta kosti. „Það er svolítið verið að blása þetta meira upp en efni og ástæða er til. Það er ekki eins og það verði kjötlaust. Lömbum er slátrað að hausti, það eru þokkalegar birgðir til af nautakjöti í landinu, það er til mikið af frosnum kjúklingi og svínakjöti þannig að birgðir af fersku kjöti munu duga alla- vega viku í viðbót. Það eru síðan til margra vikna birgðir af frosnu kjöti þannig að það stefnir ekki í neinn kjötskort. En auðvitað er það þannig að ef allt fer á versta veg og horft er langt fram í tímann þar sem ekkert gerist í samn- ingaviðræðum þá verða áhrifin eitt- hvað meiri – en engin stórkostleg vandræði.“ Sigurður segir að neytendur eigi að geta gengið að kjötbirgðum vísum í verslunum Krónunnar og engin ástæða til að fara að hamstra kjöt. „Það er engin launung að ef það verður verkfall í meira en viku þá gæti skort ferskan kjúkling en ef fólk ætlar að hamstra þá þarf að frysta hann.“ Sjá ekki reikninga Verkfall Fjársýslunnar getur með- al annars tafið fyrir útborgun barna- bóta og vaxtabóta um næstu mánaða- mót. Þá verða greiðsluseðlar ekki sendir út og nýjar kröfur t.d. vegna fyrirframgreiðsluskyldu þing- og sveitarsjóðsgjalda, vörugjalds af öku- tækjum og greiðslufrests í tolli munu ekki birtast í heimabanka. Þetta hefur hinsvegar engin áhrif á greiðslu- skyldu eða lögboðna gjalddaga og ein- daga. „Það stefnir ekki í neinn kjötskort“  Fjögur stéttarfélög innan BHM hófu verkfall á miðnætti  Velferð dýra ekki sinnt  Slátrun stöðvast  „Til mikið af frosnum kjúklingi og svínakjöti“  Bætur gætu tafist og greiðsluseðlar ekki sendir út „Hljóðið er slæmt í félags- mönnum, það er þungt,“ segir Guðbjörg Þorvarðardóttir, for- maður Dýralæknafélags Ís- lands. „Það er ekki byrjað að ræða við okkur. Það er bara búið að ræða við BHM en ekki sér- staklega við okkur. Þetta er bara taktík hjá samninganefnd- inni að halda ekki fundi,“ segir hún. Félagsmenn þungir á brún DÝRALÆKNAFÉLAGIÐ Farfuglarnir eru nú flestir farnir að tínast til landsins og sjást þeir yfirleitt fyrst á Suðausturlandi og svo á Suðvesturlandi. Brynjúlfur Brynjólfsson, fugla- áhugamaður og starfsmaður Fuglaverndunarstöðvar Suðausturlands, segir farfuglana nú halda sínu róli miðað við fyrri ár. „Það er fátt sem kemur á óvart ef eitthvað er,“ segir hann og bætir við að fljótlega megi nú eiga von á spóa og kríu. Fleiri tegundir sem enn eiga eftir að koma eru til að mynda óðinshani, sem oft- ast kemur um miðjan maí, og þórshani en sá fugl lætur alla jafna ekki sjá sig fyrr en í júní. „Það er nú ekki komið mikið af öllu en þeir eru þó farnir að streyma inn núna,“ segir Brynjúlfur en þær fuglategundir sem nú sækja landið heim í miklum mæli eru lóur, stelkar, hrossagaukar og þúfutittlingar. Þá segir Brynjúlfur hugsanlegt að kría sé þegar komin til landsins en íbúi á Höfn í Hornafirði telur sig hafa séð slíkan fugl þar í bæ síðastliðinn miðvikudag. „Ég held að fyrsta dagsetning á kríu, sem við höfum skráð hjá okkur, sé 18. [apríl] en yfirleitt koma þær nú ekki fyrr en 22. til 24. [apríl],“ segir hann. khj@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Komin aftur Hin ástsæla og þjóðþekkta álft Svandís er búin að koma sér fyrir við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Farfuglarnir eru nú flestir teknir að streyma til landsins Morgunblaðið/Ómar Væntanlegur Óðum styttist nú í komu spóans. Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi bænda var haldin sl. föstudag í fundarsal Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Ókeypis var á ráðstefnuna sem er sögð hafa heppnast vel í alla staði fyrir utan mætinguna. Aðeins fimm bændur og nokkrir embættismenn létu sjá sig samkvæmt Bænda- blaðinu en ræðumenn voru átta. Kynntar voru niðurstöður úr samantekt á umfangi tjóns í löndum bænda á síðasta ári en í máli Sveins Sigurmunds- sonar, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Suðurlands, kom fram að kornrækt hefði dregist saman um 424 hekt- ara á Suðurlandi árin 2013/2014 og sagði hann að bændur væru einfaldlega að gefast upp gagnvart ágangi fuglanna. Ráðstefnan er aðgengileg á vef bændasamtakanna bondi- .is. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtak- anna, sagði álftina mikið vandamál hér á landi. „Þetta er mál sem hefur verið lengi til umræðu meðal bænda. Rækt- un hefur aukist, veðurfar skánað og aðstæður orðnar betri fyrir fugla. Ágangurinn hefur verið vaxandi vandamál og er álftin mjög alvarlegt vandamál hér á landi.“ benedikt@mbl.is Aðeins fimm mættu á fund  Dræm mæting á ráðstefnu um tjón af völdum álfta og gæsa Strandveiðar hefjast 4. maí næst- komandi. Heimilt verður að veiða á handfæri allt að 8.600 lestir af óslægðum botnfiski á veiðunum á tímabilinu maí, júní, júlí og ágúst. Sá afli reiknast ekki til aflamarks eða krókamarks þeirra fiskiskipa sem stunda veiðarnar. Kemur þetta fram á heimasíðu Fiskistofu. Landinu er skipt í fjögur veiði- svæði og er veiðiheimildin eftirfar- andi: Á svæði A (Eyja- og Mikla- holtshreppur til Súðavíkurhrepps) er heimilt að veiða 715 tonn í maí, 858 tonn í júní og júlí og 429 tonn í ágúst. Í hlut svæðis B (Stranda- byggð til Grýtubakkahrepps) koma 509 tonn í maí, 611 tonn í júní og júlí og 305 tonn í ágúst. Í maí er leyfilegt að veiða 551 tonn á svæði C (Þingeyjarsveit til Djúpavogs- hrepps), 661 tonn í júní og júlí og 331 tonn í ágúst. Á svæði D (Sveit- arfélagið Hornafjörður til Borg- arbyggðar) er leyfilegt að veiða 600 tonn í maí, 525 tonn í júní, 225 tonn í júlí og 150 tonn í ágúst. Á komandi strandveiðum má veiða allt að 8.600 lestir af botnfiski á handfæri Morgunblaðið/Ómar Aflaklær Búið er að skipta landinu upp í fjögur veiðisvæði fyrir komandi veiðar. Karlmaður liggur nú alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi eftir að hafa fallið af fjórhjóli við Fróðengi í Grafarvogi. Samkvæmt upplýs- ingum frá lækni á gjörgæsludeild er maðurinn ekki í lífshættu og er hann með meðvitund. Slysið átti sér stað um klukkan hálfníu síðastliðið laugardags- kvöld. Var maðurinn í kjölfar þess fluttur með alvarlega áverka undir læknishendur. Frekari upp- lýsingar liggja ekki fyrir en lög- reglan vinnur nú að rannsókn slyssins. Karlmaður alvarlega slasaður á gjörgæslu Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.