Morgunblaðið - 20.04.2015, Side 21

Morgunblaðið - 20.04.2015, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2015 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Ýmislegt TILBOÐ VIKUNNAR SPORTHALDARAR stakar stærðir D-G kr. 4.800,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur                 !"  #"  $% !         Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Húsviðhald smidur.com Sími 897 9933 Tökum að okkur viðhald, við- gerðir og nýsmíði fasteigna fyrir fyritæki húsfélög og einstak- linga. Fagmenn á öllum sviðum. Tilboð/ tímavinna. S. 858 - 3373. brbygg@simnet.is Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Farfugla Aðalfundur Bandalags íslenskra farfugla verður haldinn þriðjudaginn 21. apríl nk. kl. 20.00 í Farfuglaheimilinu í Laugardal, Sundlaugavegi 34. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Aðalfundarboð Aðalfundur Fasteignafélagins Borgar ehf, Höfðabraut 6, Hvammstanga, verður haldinn miðvikudaginn 6. maí 2015 kl. 13.00 á Hlöðunni, veitingahúsi á Hvammstanga. Dagskrá: 1. Hefðbundin dagskrá aðalfundar, skv. ákvæðum samþykkta félagsins. 2. Staðfesting aðalfundar á framlengdri heimild til aukningar hlutafjár, allt að kr. 20.000.000, sem óráðstafað er samkvæmt samþykkt aðalfundar þann 9. febrúar 2009. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Hvammstanga, 17. apríl 2015 Stjórn Fasteignafélagsins Borgar ehf. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, leikfimi kl. 10 og kl. 13 verða félagsvist, tölvufærni, útskurður 1 og frjáls tími í myndlist. Árskógar 4 Opin smíðastofa, útskurður kl. 8.30-16. Opin handa- vinnustofa kl. 9-16 með leiðbeinanda kl. 12.30. Botsía með Sigríði kl. 9.30-10.30. stafaganga um nágrennið kl. 11-11.40. Félagsvist með vinningum kl. 13.15. Myndlist með Elsu 16. Boðaþing 9 Myndlist kl. 9.30. Félagsvist kl. 13. Dalbraut 18-20 Myndlist og postulín kl. 9, brids kl. 13. Furugerði 1 Handavinna kl. 8-16, (bútasaumur, perlur, prjónað, harðangur og klaustur), ganga kl. 13 og framhaldssaga kl. 14. Garðabær Vatnsleikfimi í Sjálandi kl. 7.30, 8.15, 12,20 og 15, stóla- leikfimi fyrir konur og karla kl. 9.10, kvennaleikfimi kl. 10. í Sjálandi og í Ásgarði kl. 11. Gerðuberg Handavinnustofa kl. 9-16. Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Línudans kl. 13-14. Kóræfing kl. 14.30-16.30. Gjábakki Handavinnuleiðbeinandi við til hádegis, botsía kl. 9.10, gler- og potulínsmálun kl. 9.30, lomber kl. 13, kanasta kl. 13.15, kóræfing kl. 16.30, skapandi skrif kl. 20. Gullsmári 13 Postulínshópur kl. 9, ganga kl. 10, handavinna og brids kl. 13. Félagsvist kl. 20. Hraunbær 105 Kl. 8.30 kaffi og spjall, kl. 9 opin handavinna – leiðbeinandi, kl. 9.30 bænastund, kl. 10.10 jóga, kl. 11.30 hádegismatur, kl. 13 steinamálun, kl. 14.30 kaffi. Síðasti dagur til skráningar á skemmtuninni Vetrarlok. Hraunsel Þrekæfingar Haukahúsi kl. 9.10. Ganga Haukahúsi kl. 10. Ganga Kaplakrika kl. 10- 12. Gaflarakórinn kl. 11. Bútasaumur Hjallbraut kl. 13. Félagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 Opið kl. 8-16, molasopi til kl. 10.30 og blöð liggja frammi, opin vinnustofa, jóga kl. 8.30, 9.30, 10.30 og 11.30, leikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30, baðþjónusta fyrir hádegi. Brids kl. 13, kaffi kl. 14.30, fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, tiffany´s glerskurður kl. 9, leikfimi á RÚV kl. 9.45, ganga kl. 10, handavinnuhornið kl. 13, félags- vist kl. 13.15, skapandi skrif kl. 16. Nánar í síma 411-2790. Íþróttafélagið Glóð Ringó kl. 13.30 í Smáranum. Uppl. í síma 564- 1490 og á www.glod.is Korpúlfar Ganga kl. 10 frá Borgum og í Egilshöll, styrktarleikfimi hjá Nils kl. 11 í Borgum, tréútskurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum og félagsvist kl. 13.30 í Borgum. Norðurbrún Kaffi kl. 8.30. Leikfimi kl. 9.45. Ganga kl. 10. Bókmennta- hópur kl. 11. Hádegisverður kl. 11.30-12.30. Útskurður kl. 13. Samveru- stund með djákna kl. 14. Seltjarnarnes Gler Valhúsaskóla kl. 9 og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga Skólabraut kl. 11. Handavinna Skólabraut kl. 13. Upplestur á handavinnutíma. Vatnsleikfimi kl. 18.30. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi sundlaug kl. 7.15. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Karlakaffi í kirkjunni kl. 14. Vorfagnaður fimmtudag 30. apríl kl. 19.30 í salnum á Skólabraut. Grillvagninn, tónlist og gaman saman. Verð kr. 4.000. Skráningarblöð á Skólabraut og Eiðismýri. Sléttuvegur 11-13 Dagblöð og kaffi kl. 8.30. Helgistund kl. 10.10. Hádegisverður kl. 11.30. Njála með Bjarna kl. 13.30. Kaffi kl. 14.30. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Tungumálanámskeið, spænska kl. 15, enska kl. 16. Danskennsla kl. 17, kennari Lizý Steinsdóttir. Vesturgata 7 Setustofa/kaffi kl. 9. Vinnustofa opin (án leiðbeinanda) kl. 9. Fótaaðgerð kl. 9. Hádegisverður kl. 11.30. Kaffi kl. 14.30. Fimmtu- dag 21. maí kl. 19 verður farið frá Vesturgötu 7 kl. 18.15 í Borgar- leikhúsið að sjá söngleikinn Billy Elliot. Upplýsingar og skráning í síma 535-2740. Vitatorg Kl. 9 er leirmótun og postulínsmálun, upplestur, framhalds- saga kl. 12.30. Frjáls spil og stóladans kl. 13. Bókband kl. 13. Fótaaðgerðarstofa opin. Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga Óska eftir Honda CBF 1000 árgerð 2006-2008. Upplýsingar í síma 698 0667. Mótorhjól ✝ GuðmundurHeimir Pálma- son fæddist 26. júlí 1932 í Reykjavík. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- vangi í Hafnarfirði 5. apríl 2015. Foreldrar Guð- mundar voru Guð- rún Stefánsdóttir frá Fossi í Gríms- nesi, f. 28. maí 1903, d. 27. júní 1982, og Pálmi Guðmundsson, f. 16. mars 1913 í Reykjavík, d. 3. september 1993, þau bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Þar ólst Guðmundur Heimir upp, ásamt bróður sínum Garðari Óskari, málarameistara. Guðmundur Heimir fór mjög ungur til sjós og vann ekki önnur störf en við sjómennsku. Hann var á mörgum tog- urum á sinni sjó- mannsævi. Guðmundur Heimir var alla tíð ókvæntur og barnlaus. Útför Guðmundar Heimis fer fram í dag, 20. apríl 2015, kl. 13 frá Fossvogskapellu. Látinn er Guðmundur Heimir Pálmason sjómaður. Hann var allt- af kallaður Lilli, og sagðist hann hafa verið kallaður því gælunafni frá barnæsku. Leiðir okkar Lilla lágu saman er ég var yfirvélstjóri á togaranum Apríl frá Hafnarfirði, þar var Lilli háseti, skipstjóri var Svavar Benediktsson. Lilli var með Svavari á fleiri skipum. Við Lilli bjuggum báðir í Breiðholti á þess- um tíma og voru húsin sem við bjuggum í samhliða, svo að við hitt- umst oft og héldum kunningsskap alla tíð síðan. Lilli var alla tíð einhleypur og barnlaus og bjó hann í þessari íbúð í Breiðholti frá því ég kynntist hon- um, þar til hann veiktist og fór á Landakot, og síðan á hjúkrunar- heimilið Sólvang í Hafnarfirði. Þar sem við vorum nágrannar og vel kunnugir, kom hann stundum í heimsókn og um jólin borðaði hann alltaf hjá okkur. Ég minnist þess að ein jólin var hann í heimsókn hjá okkur, dóttir okkar hjónanna var þá fjögurra mánaða gömul, hún var nývöknuð og rétti ég honum barn- ið, hann hélt á henni og sagðist aldrei hafa haldið á barni fyrr. Ég tók ljósmynd af honum með barnið í fanginu og var sú ljósmynd í önd- vegi hjá honum upp frá því Lilla þótti vænt um börnin okk- ar, hann var rausnarlegur í gjöfum til þeirra, svo og til barnabarna okkar þegar þau komu. Ég vissi til þess að sumum samferðamönnum hans þótti hann stundum sparsam- ur á fé sitt, en hann veitti sér ým- islegt á seinni árum, hann ferðaðist til útlanda með ferðaskrifstofum, og var jafnan ánægður með þær ferðir. Hann átti góða jeppabíla eft- ir að ég kynntist honum, og ferðað- ist á þeim um landið á sumrin. Hann Lilli var vanafastur, hann fór í sundlaugina í Laugardal nær dag- lega og á Kaffivagninn við höfnina til að hitta kunningja sína. Hann sagði mér að fyrr á árum hefði hann stundað kaffihúsið Hressing- arskálann við Austurstræti og var Bakkus stundum með í för, en þá iðju var hann löngu hættur við. Ævistarf Lilla var sjómennska á togurum, það eru erfið störf, en hann var stór og hraustur og beit fátt á hann. Þó sagðist hann hafa meitt sig á hné, á fjarlægum mið- um og verið með verki í hnénu síð- an. Þetta leiddi til þess að hann fór í aðgerð á hnénu á sjúkrahúsið á Akranesi fyrir nokkrum árum. Kristján sonur minn ók Lilla á sjúkrahúsið á Akranesi og sótti hann að lokinni aðgerðinni, og tal- aði Lilli oft um hversu honum þótti vænt um þessa greiðvikni stráks- ins, og „frítt“ sagði Lilli. Lilli hætti sjómennsku um sex- tugt, þá gat hann fengið lífeyris- sjóðsgreiðslur sér til framfærslu. Á allra síðustu árum missti hann minnið. Eftir að Lilla fór að förlast var mágkona hans, Guðrún Árna- dóttir, dugleg við að heimsækja hann og hlúa að honum, en hann dvaldist á Sólvangi í Hafnarfirði, þar naut hann frábærrar umönn- unar starfsfólksins og lést hann þar 5. apríl sl. Blessuð sé minning Guðmundar Heimis Pálmasonar. Pétur Kristjánsson. Guðmundur Heimir Pálmason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.