Morgunblaðið - 20.04.2015, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 20.04.2015, Qupperneq 27
myndatónlist og tónlist fyrir önn- ur verk og nálgastu verkefnin með ólíkum hætti? „Þegar ég er að semja sé ég yfirleitt myndir í höfðinu sem ég hef búið til. Þess vegna er auðvelt fyrir mig að skilja stemninguna ef ég fæ mynd- ir sem einhver annar hefur búið til. Ég hef alltaf verið mikill kvik- myndaáhugamaður og var m.a. kvikmyndagagnrýnandi á dagblaði þegar ég var að klára mennta- skóla. Mér finnst gaman að hljóð- skreyta myndir og eins að mynd- skreyta hljóð. Það er gaman að geta búið til stemningu í atriði sem byrjaði sms flatt og óspenn- andi en lifnaði svo við með tónlist- inni.“ Lærði á að fylgjast með öðrum Hjá sumum er tónlistaráhuginn meðfæddur og má segja að hann fáist í vöggugjöf en aðrir læra að meta tónlistina og taka hana til sín og gera sína eigin. Hvernig vaknaði áhuginn á tónlistinni og hvaðan kemur hæfileikinn í laga- smíðinni? „Tónlistaráhuginn var snemma kominn. Ég lærði á flautu ungur, svo eitt ár á píanó og svo nokkur stig á rafgítar. Ég tel ekki með hálft ár sem ég eyddi í að læra að sitja og halda „rétt“ á klassískum gítar. Það hefur aldrei nýst mér. Ég hef lært mikið af því að fylgjast með öðrum vinna; og samstarfi við aðra höfunda, en lík- lega mest af því að gera alls konar mistök. Ég tók samt nokkurra mánaða törn og las margar bækur sem eru kenndar í tónsmíðanámi og stúderaði klassíska músík. Í listsköpun getur það hjálpað mörgum að læra en stundum, al- veg eins og í myndlist þar sem fólk setur kókdós á hliðina og það telst frumlegt, þá heyrir maður ekki hvort tónverk sé eftir há- menntað klassískt nútímaskáld eða hvort þetta sé barn að leika sér að spila eða framleiða óhljóð. En rétt eins og í myndlist eigum við líka okkar stórmeistara. Í mín- um augum eru það Stravinski, Michael Jackson, Sonic Youth, Philip Glass, Ennio Morricone og fleiri.“ Er einhver tónlistarstefna sem þú hlustar meira á en aðrar? Eitt- hvað sem er ólíkt þínum eigin verkum? „Það eru hljómsveitir sem ég grip alltaf reglulega. Þetta eru Sonic Youth, Interpol, Strang- lers, Philip Glass, Arvo Part, The Doors, Metallica (fyrstu árin), Portishead, Deftones og Spiritual- ized. Ég held að ekkert af þessu líkist minni tónlist.“ Eljusemi og frægð Það verður ekki hjá því komist að spyrja út í allan þann fjölda verka sem liggja eftir Barða og ljóst að hann situr ekki auðum höndum eða bíður einn heima eftir andagiftinni. Vinnurðu í skorpum eða jafnt og þétt? Óttastu að hafa of mikið að gera og geta ekki sinnt öllum verkefnum í einu?„Ég þarf alltaf að vera að semja eða vinna í kringum músíkina. Ég sé engan tilgang með því að hanga á kaffihúsum í týpufötum að bíða eftir andanum. Það er fullt af stússi í kringum þennan bransa sem er ekki beint músíktengdur. Fólk gæti aldrei ímyndað sér hvernig dagarnir manns eru. Venjulega vinn ég mikið en tek svo auka skorpur ef það er ein- hver skiladagur á næstunni. Ég myndi frekar óttast að hafa of lítið að gera … en ég held að það muni aldrei eiga sér stað. Það er svo margt sem mig langar að gera ef ég myndi hætta í músík, allt frá lögfræði, smíði, leikstjórn, al- mannatengslum eða að róa á trillu.“ Fjöldi verkefna hefur dregið Barða til Frakklands og velta margir fyrir sér hvort hann sé ekki þekktari þar en á Íslandi. Sækistu eftir frægð eða er hún ekki eftirsóknarverð? „Kannski að ég afgreiði þessa mýtu um að ég sé frægur í Frakklandi. Það er ég ekki, ég á mína fylgjendur og þekki fjölda fólks þar en er ekki oft stoppaður úti á götu. Ég hef einnig spilað í stórum og flottum tónleikasölum þarna en orðið „frægur“ nota ég um fólk sem „allir“ þekkja. Ég held að ég sé hvergi frægur og hef aldrei sóst eftir því. Ef ég er beðinn um eig- inhandaráritun finnst mér það skrítið, sérstaklega í því ljósi þess að ég skrifa nafnið mitt nær dag- lega á visa-nótur. Fannst samt mjög gaman að því þegar einn aðdáandi fékk sér eiginhandarárit- una mína tattooveraða á sig ásamt nokkrum lagaheitum af Ghosts From The Past-plötunni. Hún sagði að platan hefði hjálpað sér í gegnum mjög erfiða tíma og minnti hana á hvernig hún sigr- aðist á erfiðleikunum. Það er eitt- hvað sem ég kann miklu meira að meta en að vera í „hverjir voru hvar“. Ég hef aldrei gert neitt sérstaklega til að vera þekktur, ég þyki meira að segja mjög frá- hverfur í viðtölum og myndi vænt- anlega leika fíflið í spjallþáttum ef ég sæktist eftir viðurkenningu al- mennings. Mér þykir aftur á móti vænt um að heyra einlægt hrós þegar fólk hefur verið að tengja við tónlistina og hún jafnvel hjálp- að því í að vinna sig í gegnum erf- iðleika, gleði eða hjálpað til við getnað.“ The Wolves Are Whispering Barði mun kynna fljótlega hvar útgáfutónleikar fyrir nýja plötu hans, The Wolves Are Whisper- ing, verða haldnir. Hann segist sjaldan spila á Íslandi en vill gera það vel. „Mig langaði að halda tónleika í Hörpu enda aldrei spilað þar sem solo artisti eða með Bang Gang. Þetta á víst að vera tón- leikastaður allra landsmanna og við skattgreiðendur greiddum fyr- ir hann. Til að halda tónleika þar þarf að leggja fram tæpar 3.000.000 bara fyrir stóra salinn og græjur, þá á eftir að borga öll- um sem koma fram. Þetta þýðir að aðgangseyririnn verður að vera mjög hár til að dæmið gengi upp. Mig langar ekki að hafa upp- sprengt verð eða hafa léleg sæti ódýr en góð sæti dýr. Mér finnst að allir þjóðfélagshópar eigi að geta haft efni á því að koma á Bang Gang-tónleika og setið í góð- um sætum, en ekki bara þeir efna- meiri, þannig að ég mun finna ein- hvern tónleikastað í einkaeigu sem gefur tækifæri til að halda miða- verðinu þannig að flestir ættu að geta séð sér fært að mæta og allir verið jafnir þegar kemur að því að raða í sæti. Mér finnst ekkert rokk í því að þeir sem eru með betur launaða vinnu hafi efni á að fá betri sæti en þeir sem eru í lág- launastöðum, sérstaklega í húsi sem við skattgreiðendur vorum þvingaðir til að borga fyrir. Sjáumst á útgáfutónleikunum.“ »Kannski að ég af-greiði þessa mýtu um að ég sé frægur í Frakklandi. Það er ég ekki, ég á mína fylgj- endur og þekki fjölda fólks þar en er ekki oft stoppaður úti á götu. Morgunblaðið/Golli Sinfóníutónleikar Barði Jóhannsson syngur með Keren Ann Zeidel undir undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands. MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2015 Enski leikstjórinn Mike Leigh mun næst gera kvik- myndina Peterloo sem fjallar um Peterloo- fjöldamorðin í Manchester árið 1819, skv. vefnum Screen International. Til blóðugra átaka kom í ágúst það ár milli tugþús- unda mótmælenda korn- laganna og fótgönguliða Manchester á St Peter’s- völlum og féllu 18 mót- mælendur og um 700 særðust. Kvikmyndin verður tekin upp árið 2017 og mun Leigh starfa með sama kvikmyndatöku- manni og hann gerði í síð- ustu mynd sinni, Mr. Turn- er, Dick Pope. Sú mynd fjallaði um listmálarann JMW Turner og hlaut ein- róma lof gagnrýnenda. Morgunblaðið/Ómar Heiðraður Mike Leigh hlaut heiðursverðlaun Al- þjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, í fyrra og sést hér með verðlaunagripinn. Leigh gerir kvikmynd um Peterloo- fjöldamorðin í Manchester 1819 22. apríl vinnur heppinn áskrifandi glæsilega Toyota Corolla bifreið að verðmæti 4.899.000 kr. Billy Elliot (Stóra sviðið) Mið 22/4 kl. 19:00 Fim 7/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00 Fim 23/4 kl. 19:00 Fös 8/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00 Fös 24/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 19:00 Sun 26/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00 Mið 29/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00 Fim 30/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00 Sun 3/5 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00 Þri 5/5 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00 Mið 6/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 Fim 4/6 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 25/4 kl. 13:00 Sun 3/5 kl. 13:00 Sun 17/5 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00 Sun 10/5 kl. 13:00 Síðustu sýningar leikársins Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Þri 12/5 kl. 20:00 aukas. Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Mið 13/5 kl. 20:00 22.k. Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Fös 15/5 kl. 20:00 aukas. Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Fim 21/5 kl. 20:00 Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Beint í æð (Stóra sviðið) Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Sýningum fer fækkandi Hystory (Litla sviðið) Fös 24/4 kl. 20:00 5.k. Fös 8/5 kl. 20:00 auka. Fös 15/5 kl. 20:00 Mið 29/4 kl. 20:00 6.k. Fim 14/5 kl. 20:00 Mið 20/5 kl. 20:00 auka. Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur Peggy Pickit sér andlit guðs (Litla sviðið) Mið 22/4 kl. 20:00 frums. Sun 3/5 kl. 20:00 5.k. Sun 17/5 kl. 20:00 Fim 23/4 kl. 20:00 2.k Fim 7/5 kl. 20:00 6.k. Fim 21/5 kl. 20:00 Sun 26/4 kl. 20:00 3.k. Lau 9/5 kl. 20:00 Fim 30/4 kl. 20:00 4.k. Sun 10/5 kl. 20:00 Urrandi fersk háðsádeila frá einu umtalaðasta leikskáldi Evrópu Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.