Reykjalundur - 01.10.1977, Blaðsíða 7

Reykjalundur - 01.10.1977, Blaðsíða 7
Ef gera ætti úttekt á málefnum endurhæf- ingar hér á landi í dag væri staðan nokkurn veginn þessi: 1) Allmikið vistrými er tryggt endurhæfingu á ýmsum sjúkrastofnunum. 2) í nokkrum þeirra er starfsaðstaða til þjálf- unaraðgerða sæmileg, í öðrum léleg, í sum- um engin. 3) Vísir er til að sérhæfðri læknisþjónustu (orku- og endurhæfingarlækningar), til er fáliðaður hópur sjúkraþjálfara og enn fá- liðaðri hópur iðjuþjálfa. Þjálfun á sviðum tjáskipta er lítt fáanleg. Endurhæfingar- sérhæfing innan hjúkrunarfræði þekkist tæpast nema af afspurn. Sálfræðiþjónusta og félagsráðgjöf eru af skornunr skammti. Vísir að atvinnuráðgjöf og atvinnumiðlun er í burðarliðnum, en gagnvirk þjálfun til fyrirfram ákveðins starfs er fágæt. Þótt ekki sé þessi úttekt uppörfandi er iiitt verra að horfur á úrbótum eru litlar. Ekki er undirrituðum kunnugt um upp- byggingaráform á starfsaðstöðu endurhæfing- ar í sjúkrastofnunum eða annars staðar í nokkrum teljandi mæli. Ekki er von á um- talsverðri aukningu sérhæfðs starfsliðs á næsta áratug. Ekki hefur orðið vart pólitísks áhuga fyrir auknu fjármagni í endurhæfingu. Að óbreyttu verður því ekki um hraðskreiða þró- un að ræða, kannski status quo ef best lætur, og ekki ofmælt að segja að óbreytt ástand geti einungis grundvallast á atorku, áhuga og ósér- hlífnu framlagi liinna ýmsu starfshópa endur- hæfingar. Einhverjir kunna að meta ofangreint út- tektarágrip og spár um horfur sem barlóm og svartsýni. Gott ef rétt væri. Aðrir kunna að svara: Hvert sérsvið vill sinn hag vænstan og lilut stærstan. Einangrað sérsvið hafi Iteldur ekki nægjanlegt útsýni yfir heildarvanda heil- brigðis- og félagsmála, o.s.frv. Lítt mun ,,hag- vöxtur“ endurhæfingarmála batna við það eitt að tryggt sé gott útsýni til allra átta í heil- brigðis- og félagsmálum, enda mundi þá jafn- framt vera ljóst að hlutur endurhæfingar er rýr hver sem mælistikan er. Rýrari verður hann með árunum, ef almennum heilbrigðis- og félagsmálum fleygir fram á annað borð í kjölfar bætts efnahags og aukinnar lækninga- tækni. Heilbrigðisþjónusta, einkum lækningar, flokkast ekki undir arðsama starfsemi af því tagi er skilar þjóðinni ákveðnum fjárupp- hæðum, sem gera má upp í árslok. Félagsmál ekki heldur. Endurhæfing er því ekki arðsöm í þeim skilningi. Hin óbeina arðsemi er hins vegar óumdeilanleg. En óbein arðsemi er því miður daufur hvati í þjóðfélagi sem krefst aukinnar arðsemi í formi handbærra fjár- muna, ekki livað síst á stjórnmálavettvangn- um. Samt má ætla að þessir stóru málaflokkar báðir, lteilbrigðis- og félagsmál, séu veiga- miklir hornsteinar lífshamingju fólksins í landinu, og þá ekki síst endurhæfingarþjón- ustan. Því ber almenningi jafnt sem ráða- mönnum að stuðla að aukinni uppbyggingu þessarar þjónustu sjálfra sín vegna og afkom- enda sinna. REYKJALUNDUR 5

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.