Reykjalundur - 01.10.1977, Blaðsíða 25

Reykjalundur - 01.10.1977, Blaðsíða 25
öll undir læknastöð og verður heilsugæslustöð héraðsins í norðurenda en læknar Reykjalund- ar hafa sína aðstöðu í suðurenda. Mitt á milli verða síðan rannsóknarstofur og önnur sam- nota þjónusta. Eru þá upptaldar þær lielstu framkvæmclir, sem tilheyra áætluninni frá 1971, en ýmis önnur verkefni hafa bæst við á tímabilinu, sent óhjákvæmilegt var að sinna. £g vil hér aðeins minnast á eitt þeirra, sem er frágangur hlaðs- ins, gerð bílastæða og gangbrauta. Brýna nauðsyn bar til þess að bæta aðkomu að staðn- um og jafnframt skapa skjólstæðingum okkar aðstöðu til að komast leiðar sinnar þrátt fyrir fötlun. Ráðist var í að liafa gangstíga og bíla- stæði fatlaðra upphituð þannig að útivera þessa fólks á ekki að vera árstímabundin leng- ur. Þessu verki var að mestu lokið á árinu 1976, en gróðursetning og annar frágangur bíður næsta árs. 4. FRAMLEIÐSLAN Eins og áður sagði var vatnsröra- og plast- filmuframleiðslan flutt í nýtt húsnæði á árinu 1974. Nýjurn vélum var bætt við til að mæta vaxandi eftirspurn og lagersvæði var aukið og endurbætt. Er verksmiðjan öll hin fullkomn- asta að gerð og búnaði og á Jón Þórðarson framleiðslustjóri mikinn þátt í því hve vel hefur tekist. Plaströrin frá Reykjalundi eru fyrir löngu orðin ríkjandi vatnslagnaefni á íslandi og þekkt gæðaframleiðsla eins og ann- að, sem héðan fer. Það er raunar merkilegt, eins og okkur íslendingum er gjarnt að sækja allt til útlanda, að útlendingar, sem okkur heimsækja skuli telja sig fróðari um plaströra- framleiðslu á eftir. Þessi verksmiðja veitir að vísu ekki vistmönnum vinnu nema í takmörk- uðum mæli, enda verkefni þar of erfið þeim, sem ekki njóta fullra líkamsburða, en afrakst- ur þessa iðnaðar er ómissandi bakhjarl fyrir öryrkjavinnuna og allan annan rekstur á Reykjalundi. í plaststeypu- og samsetningardeildum er fengist við steypu, frágang og pöllun á um- búðafötum, búsáhöldum, lyfjaumbúðum, raf- tenglum og til skamms tíma voru þar fram- leiddir Iiinir vinsælu LEGO kubbar. Við þessa framleiðslu vinna einungis vistmenn undir stjórn eins verkstjóra í hverri deild. A mótaverkstæði vinna 3—4 vistmenn við framleiðslu geymsluskápa úr járni, samsetn- ingu trébíla og sprauta. Daglegur vinnutími vistmanna er ákveðinn af læknum stofnunar- innar frá 1 upp í 6 klst. á dag. Áður er minnst á, að vinnuhæfni þeirra, er nú vistast á Reykjalundi er lakari en áður var þegar hér voru einkurn berklasjúklingar. Nokkur fækkun hefur því orðið á þeim, sem sækja vinnustofurnar og erfiðara er að finna fram- leiðsluvörur, sem lienta þessu fólki til vinnu. I því skyni að fullnota þá aðstöðu, sem hér er hefur verið ákveðið að opna clyr vinnusalanna öryrkjum og öðrum þeim, sem af einhverjum ástæðum aðlagast ekki þeim kröfum, sem gerð- ar eru á almennum vinnumarkaði. Vilað er að hliðstæðar vinnustofur t.d. Múlalundur anna engan veginn þeirri þörf, sem er fyrir verndaða vinnustaði. Fjöldi fólks með skerta starfsgetu er á stofnunum og í heimahúsum svipt þeirri lífsfyllingu, sem vinna, og það að láta eitthvað eftir sig liggja, veitir. Hér er verðugt verkefni fyrir Reykjalund, þegar verkfærum höndum á stofnuninni sjálfri fækkar, og á Jtessu verkefni ætlum við að taka. Meðan Jjörf er á Jjeirri aðstöðu og Jjeirri reynslu, sem Reykjalundur hefur í Jjessum efnum verður ekki um samdrátt að ræða í Jjessari grein iðnaðarins heldur aukningu. Vistmenn gegna einnig ýmsum öðrum störf- um á Reykjalundi, einkurn Jjjónustustörfum svo sem símavörslu, gangastörfum, kaffihitun á vinnustöðunum og vinnu í þvottahúsi og saumastofu. Af Jjeim 150 sjúklingum, sem nú eru á Reykjalundi, lætur nærri að um þriðj- ungur gangi til vinnu á hverjum degi. Hvort sú fækkun er einungis tímabundin veit eng- REYKJALUNDUR 23

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.