Reykjalundur - 01.10.1977, Síða 39
LOKAORÐ
Ekki skiptir meginmáli livort stöðnun eða
óvirkni liefur komið til a£ líkamlegum eða
andlegum orsökum, eða eins og oft er, hvoru
tveggja. Vinnuþjálfun er í öllum tilfellum
eðlileg meðferð ef markmiðið er á annað borð
að lijálpa slíkum sjúklingum til aukinnar
virkni.* Dæmi: Fólk, sem ekki hefur unnið um
tíma vegna ýmissa sjúkdóma, (slyss, bakverkj-
ar, þunglyndis, höfuðverkjar o. s. frv.) langar
út á vinnumarkaðinn aftur en treystir sér ekki
vel.
Fólk, sem var veikt öll sín unglingsár og
lærði ekki að vinna á sama hátt og aðrir. Það
þarf að læra allar vinnuvenjur og vinnubrögð
og þá lífshætti sem tilheyra vinnandi mann-
eskju til þess að eiga möguleika á að komast
úr sjúklings- eða öryrkjahlutverkinu. Þjálfun
í vinnu er ágætur undirbúningur undir skóla-
nám sem einnig er vinna.
Vinnumeðferð er sérstaklega heppileg fyrir
alla þá sem eru í þeirri andlegu sjálfheldu að
telja sig vera sjúklinga og halda að ekki þurfi
annað en kvarta, þá muni hjálpin koma frá
öðrum. Slíku fólki er nauðsyn að komast í
virka meðferð og venjuleg vinna virðist þar
aðgengilegri en flest annað þó ekki sé nema
í þeim tilgangi að breyta skilningi þessa fólks
á sjúklingshlutverki sínu — leiðrétta hina and-
legu afstöðu.
Áður í þessari grein hefur mér orðið tíðrætt
unt sjúklingshlutverk og kröfur til sjúklinga
í meðferð. Þetta kann að hljóma undarlega
fyrir fólki sem er vant í samfélagi kristinnar
menningar að heyra stöðugar kröfur um meiri
hjálp til handa þeim sent bágt eiga og eru
veikir. E.t.v. er það einhverjum skýring að
vita að höfundur þessarar greinar telur sig
hafa séð tnörg dæmi þess að hjálpin sem alltaf
* Það má gcta þess að í þessari grein er miðað við þann
skilning á hugtakinu heilbrigði, sem setur liæfnina til
að lifa og starfa (ability to function) ofar hugmyndinni
um vellíðan sem mælikvarða á heilbrigði.
er vel meint verður stundum tif þess að gera
liinn veika ennþá veikfaðri. í geðlæknisfræði
hefur það komið á daginn að því iengur sent
sjúklingur dvelur í ástandi sjúkdóms eða ó-
virkni (sama hvort er) þeim mun meiri líkur
eru á að óvirknin verði ráðandi í lífsmáta
hans. Þegar svo er komið að tala má um sjúk-
an og óvirkan lífsmáta, sem e.t.v. hefur verið
óbreyttur í mörg ár, er endurhæfing erfið,
tímafrek, seinleg og vafasamt um árangur.
„Lækning“ á slíkum sjúklingi á lítið skylt við
lækningu á venjulegum sjúkdómi s.s. liáls-
bólgu, botnlangabólgu eða fótbroti, lieldur er
um að ræða tilraun tii að breyta iífsmynstri
sem orðið er staðnað. Lækningin er þá tilraun
til að hjálpa sjúklingi til að komast úr óvirku
hlutverki í virkt, úr þeirri aðstöðu að vera
mjög háður öðrum í átt til meira sjálfstæðis,
úr þeirri andlegu afstöðu til sjálfs sín að vera
„leiksoppur örlaganna" í átt til þeirrar afstöðu
að vera „eigin gæfu smiður“. Læknir, sem
stnndar slík störf, þarf að gefa upp sitt marg-
lofaða hefðbundna hlutverk að lina þjáningar
og líkna hrjáðum en ganga inn í hlutverk upp-
alanda, kennara eða þjálfara. Meiriháttar
breytingar eins og þær, sem þessir sjúklingar
þurfa að ganga í gegnum, kosta mikið. Þær
kosta ntikla fyrirhöfn fyrir þá sem sjá um með-
ferð. Þær kosta einnig mikinn kvíða fyrir þann
sem breytir lífsmáta sínum. Sá kvíði er sama
eðlis og kvíði þess sem fer af kunnugum slóð-
um inn í ókunnugt land. Ekki er nóg að út-
skýra fyrir sjúklingnum ltvað rétt væri og skyn-
samlegt að gera og láta hann síðan velja. Það
þarf að koma honum til virkni — nánast sníða
handa honum heilt umhverfi með nýjum lífs-
máta þar sem hann hefur skyldum að gegna
og verkefni að vinna. Verði hann villtur eða
hræddur í sínum nýju hlutverkum á hann
rétt á að snúa við. Á slíkum augnablikum
kemur til kasta læknisins eða þjálfarans að
veita þá hjálp sem hann getur, hvatningu til
að þola kvíðann og snúa ekki við. Áður hefur
verið minnst á umbun sem mikilvæga í allri
ÍÍEYK JALUNDUR
37