Reykjalundur - 01.10.1977, Blaðsíða 38
Hér er vissulega gengið út frá því sem gefnu
að „vinnan göfgi manninn". Hvers konar störf
koma þá til greina? Ekki eru öll störf jafn
„göfgandi". Flestir vita hvað átt er við þegar
talað er um svokallaða Kleppsvinnu — vinnu
sem er meiningarlaus. Sagan segir að eitt af
því sem gert hafi verið á Kleppi hafi verið að
moka sandi í botnlausa tunnu. Eftir bestu
heimildum hefur slíkt þó aldrei verið gert þar.
Erfitt er að bera virðingu fyrir vinnu sem er
í eðli sínu gagnslaus og tilgangslaus. Sama
virðist gilda um vinnu þar sem enginn hirðir
hvort hún er vel eða illa unnin. Störf þurfa
að hafa gildi í sjálfu sér og gera kröfur til
starfsmannsins svo að sá, sem vinnur. finni að
viðleitni hans hafi einhvern tilgang. Sem dæmi
um endurhæfingarstörf í sjúkrahúsi sem geta
haft mikið gildi má nefna:
1. Að búa til fallegan eða gagnlegan ldut fyrir
sjálfan sig, mála mynd, búa til flík, ösku-
bakka eða skartgrip. Er ])etta oft gert í iðju-
þjálfun. Verkefni sem þetta krefst þess að
fólk noti sköpunarhæfni sína. Það í sjálfti
sér að geta búið eitthvað til sem er sýni-
legt og áþreifanlegt veitir vissa gleði og
sjálfstraust. Er þetta oft fyrsta skrefið út
úr því ástandi að vera lokaður í eigin hug-
arheimi, hafa ekki samband við umhverfið
og vera upptekinn af sjálfum sér.
2. Þátttaka með starfsfólki í þjónustustörfum
á sjúkrahúsi s.s. við ræstingu, hjúkrun eða
þrif og önnur störf á lóð spítalans.
3. Framleiðslu- og viðgerðarstörf á verkstæð-
um og í vinnustofum.
4. Starf úti á almerinum vinnumarkaði sem
sjúklingur stundar um tíma áður en hann
útskrifast frá sjúkrahúsinu.
5. Þá getur það verið verkefni og eins konar
starf í sjálfu sér að leita sér að vinnu, hús-
næði og annarri aðstöðu utan sjúkrahússins
t.d. með því að læra að nota auglýsingar
blaðanna og fara eftir þeim.
6. Tómstundir geta notast mjög vel í meðferð
þó ekki sé um vinnu að ræða í venjulegum
skilningi. Það skiptir t.d. miklu má!i hvort
viðkomandi eyðir helginni uppi í rúmi eða
sitjandi í stól, ellegar hvort hann gerir
áætlanir um að gera eitthvað ánægjulegt
s.s. að fara í leikhús, bíó, ferðalag eða fjall-
göngu. Fólk, sem er haldið kvíða, þunglyndi
og tilheyrandi minnimáttarkennd, hefur til-
hneigingu til að forðast annað fólk, draga
sig í hlé. Þátttaka í félagslífi að einhverju
marki er því mikilvægur þáttur í almennri
endurhæfingu. Vinnuprógrömm sjúkrahúsa
eru venjulega ekki nema hluti dagsins og
þar sem endurhæfing í þessum skilningi er
fyrst og fremst barátta við sljóleika, sinnu-
leysi, einangrun og kvíða þá skiptir miklu
máli að hinar löngu frístundir séu ekki
dauður tilbreytingarlaus tími. Fólk getur
þurft hvatningu og jafnvel kennslu í að
vera með öðru fólki og njóta lífsins á ný.
UMBUN OG LAUN
Eitt það lögmál, sem einkennir bæði menn
og dýr, er að gera það sem helst borgar sig best
samkvæmt mati einstaklingsins. Þótt það sé
vissulega mikilvægt í iðju- og vinnuþjálfun
að starfið sé gagnlegt eru líkurnar fyrir árangri
því meiri sem viðkomandi fær meiri umbun.
Umbun getur verið margvísleg:
I.aun í formi peninga er öflugur hvati til
að vinna eins og flestir munu kannast við sem
vinna launuð störf. Æskilegt er að hægt sé að
hækka launin með því að bæta vinnugæði
eða auka afköst.
Jákvætt viðmót frá verkstjóra s.s. bros, hrós,
verðskulduð viðurkenningarorð getnr verið
virkasta hvatningin.
Viðurkenning eða virðing starfsfélaga getur
verið mikil hvatning til að vinna vel.
Á langdvalardeildum geðsjúkrahúsa er oft
komið upp launakerfum sem miðast við gild-
ismat króniskra sjúklinga. Þar geta vindlingar,
aukið frelsi, aukakaffisopi o. s. frv. skipt meira
máli en flest annað og því geta slíkir hlutir
verið virkust umbun þar.
36
REYKJAT.UNDUR