Reykjalundur - 01.10.1980, Blaðsíða 5

Reykjalundur - 01.10.1980, Blaðsíða 5
SKÚLI JENSSON Göngudeild í ofnæmissjúkdómum við Vífilsstaðaspítala Vífilsstaðahæli vai' byggt 1909—10 sem berkla- liæli og tók til starfa 5. september 1910. Það er því 70 ára nú í haust. Segja má að lilut- verki þess sem berklahæli liafi að mestu verið lokið, þegar kom fram á 7. áratug aldarinnar. Það hefir því að verulegum mæli skipt um hlutverk og þótti Reykjalundi vel til fallið að gera nokkra grein fyrir þeim breytingum, sem þar liafa orðið eða eru á döfinni. Sérstak- lega verður þó nú rætt um göngudeild í of- næmissjúkdómum, sem þar er starfsrækt. Vífilsstaðir voru frá upphafi aðal berkla- hæli landsins, þó að fleiri risu síðar, meðan þörfin var mest. Það gegnir að visu því hlut- verki ennþá, en sá þáttur er orðinn hverfandi lítill. Á 6. og 7. áratugnum tekur Hælið ýms- um breytingum, en er þó áfram liæli fyrir lungnasjúklinga, svo sem sjúklinga með astma, lungnaþembu o. fl. 1973 var nafni Hælisins breytt og heitir það síðan Vífilsstaðaspítali. Síðasta áratug hafa far- ið fram gagngerðar breytingar á liúsinu, jafn- framt margs konar skipulagsbreytingum. Nú er t. d. verið að breyta einni deildinni með tilliti til þess að húðdeild Landspítalans flytji þangað. Þá er einnig fyrirhugað að Háskólinn fái eitt starfsmannahús á staðnum, þar sem komið verði upp rannsóknarstofu í ónæmisfræðum. Ein deild er áfram lungnasjúkdómadeild, önnur liefir verið gerð að hjúkrunardeild og eina hefir Landspítalinn liaft undanfarin ár og lagt þar sjúklinga til skammrar dvalar til eftirmeðferðar eftir dvöl á Landspítalanum. Þessa deild er nú ætlunin að taka fyrir húð- deild Landspítalans. Vegna allra þessara breytinga hefir sjúkra- rúmum fækkað og eru nú 70, þ e. 38 á lungna- deild, 19 á hjúkrunardeild og 13 á húðdeild. GÖNGUDEILD í OFNÆMIS- SJÚKDÓMUM Lengi liefir ýmiss konar göngudeildarþjón- usta verið veitt á Vífilsstöðum, fyrst í sam- bandi við berklaveiki og síðan í sambandi við aðra lungnasjúkdóma o. fl. Nokkuð af þessari göngudeildarþjónustu liefir nú verið flutt á Landspítalann, en annað er hér áfram. Á Víf- ilsstöðum er rannsóknarstofa, þar sem gerð- ar eru ýmiss konar rannsóknir, blóðrannsókn- ir, talning blóðkorna o. fl. Þá er einnig rönt- genmyndaþjónusta, sem hvort tveggja gerir göngudeildarþjónustuna mögulega. Fyrir all löngu var farið að gera á Vífilsstöð- um kannanir á ofnæmi í smáum stíl, í sam- bandi við astma, og reyna varnaraðgerðir. 1976 var starfsemi þessi verulega aukin og komst síðan í skipulegt form, þegar sett var á stofn við Vífilsstaðaspítala göngudeild í ofnæmis- sjúkdómum, 1. febrúar 1977, undir stjórn Dav- REVKJALUNDUR 3

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.