Reykjalundur - 01.10.1980, Page 8
Halla gcrir öndunarprófun.
Að sama skapi hefir þörfin á afnæmismeðferð
minnkað.
Nú er ísland tiltölulega hreint og laust við
ýmiss konar mengun, t. d. i sambandi við ýmiss
konar efnaiðnað. Hefir ísland einhverja sér-
stöðu, hvað varðar ofnœmi?
Þótt landið sé lneint og mengnn lítil, þá
er þetta kalda og vindasama loftslag hér áreið-
anlega ekki heppilegt fyrir öndunarfærasj úk-
dóma. £g liefi iðnlega rekizt á sjúklinga með
þrálátar bólgur í nefi eða astma, sem liafa
orðið algjörlega einkennalausir á 2—4 vikum
á ferðalögum í heitari löndum, en oft liafa
sjúkdómseinkennin verið komin aftur innan
viku eftir heimkomuna. Þetta eru sjúklingar
með viðkvæma slímhúð í öndunarfærum og
þetta á ekki við um ofnæmissjúklinga. ísland
hefir að ýmsu leyti sérstöðu hvað varðar of-
næmissjúkdóma. I fyrsta lagi er miklu minni
þekking á ýmsum umhverfisþáttum hér á landi
en í nágrannalöndunum. Engar teljandi kann-
anir hafa verið gerðar á frjókornum og myglu
í andrúmslofti, svo að mér sé kunnugt.
Mér virðist mygla valda sjaldnar ofnæmi
hér en til dæmis í Svíþjóð og Jjað er
líklegt að almennt lágt rakastig í húsum hér
á landi eigi einhvern þátt í þessu. Gróðuroí-
næmi virðist einnig nær eingöngu bundið við
grös, en laufskógar og ýmiss konar jurtir valda
oft mjög svæsnu ofnæmi í nágrannalöndunum.
Hundar eru hlufallslega algengari sem gælu-
dýr í nágrannalöndunum en hér hjá okkur og
valda því tiltölulega oftar ofnæmi þar en hér.
Þá held ég að ofnæmissjúkdómar í sambandi
við heyvinnu á veturna skapi okkur algera sér-
stöðu, t. d. borið saman við hinar Norður-
landaþjóðirnar.
Gamalt og nýtt fyrirbccri í sambandi við
landbúnað okkar er svokallað hcymœði, sem
margir hafa þjáðst af. Er þetta ofnœmi?
Heyntæði er ofnæmissjúkdómur, sem hegð-
ar sér talsvert öðru vísi en t. d. frjókornaof-
næmi. Það er bæði mygla, og þó einkum bakter-
íur í heyinu, sem valda jiessum sjúkdómi. Bakt-
eríurnar vaxa í heyinu, þegar hitnar í jtví og
berast niður í lungnablöðkurnar, þegar mað-
ur andar að sér heyryki. Einkenni við hey-
mæði koma oftast 6—12 tímum eftir að unnið
er í heyinu og líkjast bráðri lungnabólgu. Ef
bændur með þennan sjúkdóm sinna honum
ekki, en halda áfram að fást við gegningar, má
búast við varanlegum lungnaskemmdum og
jafnvel örkumlun vegna lungnabilunar.
Hins vegar geta menn einnig fengið bráða-
ofnæmi við vinnu í heyi. Einkenni eru þá
oftast í nefi og augum, en einnig stundum
astmi. Einkenni koma svo til strax og komið
er í hlöðuna. Ekki er vitað, hvað ofnæminu
veldur, en þó eru sterkar líkur á því, að það
séu rykmaurar í heyinu.
Heymœði hlýtur að teljast til atvinnusjúk-
dóma. Hvað getur þú sagt okkur urn aðra of-
nœmis-atvinnusjúkdóma?
6
REYKJALUNDUR