Reykjalundur - 01.10.1980, Page 9
Ásta gerir húðprójun.
Þeir sjúkdómar, sem orsakast af vinnu í hey-
ryki, teljast til atvinnusjúkdóma og virðast
vera mjög algengir. Ég hefi rekizt á þó nokk-
uð af sjúkdómum, sem á einn eða annan hátt
tengjast atvinnu. Mjög algengt er að bakarar
fái atvinnusjúkdóma, bæði frá öndunarfærum
og húð. Stundum er um að ræða hreina ert-
ingu frá mjölryki, en stundum ofnæmi.
Oft valda ýmis kernisk efni ertingu í önd-
unarfærum, en í fæstum tilfellum er ]já um
að ræða ofnæmi. Tvisvar hefi ég rekizt á
ofnærni fyrir gerlagróðri í rakatækjum, sem
höfð voru á vinnustöðvum, en ekki þrifin sem
skyldi.
í svipinn man ég eftir dálítið einkennileg-
um atvinnusjúkdómi. Tvö ungmenni komu
til mín með árs millibili og höfðu bæði mikil
ofnæmiseinkenni frá nefi og augum og
astma. Bæði fengu ungmennin jjessi ein-
kenni við að bursta þurrkaða skreið, sem hafði
myglað. Við rannsókn kom í ljós ofnæmi fyrir
myglutegundinni cladosporium, en þetta virð-
ist vera sú myglutegund, sem oftast veldur of-
næmi hér á landi.
Hvernig er með rannsóknaraðstöðuna? Er
hún kostnaðarsöm eða fyrirferðarmikil og
parfnast hún mikils tœkjakosts?
Ofnæmisrannsóknir á sjúklingum geta ekki
talizt sérstaklega kostnaðarsamar og þær krefj-
ast heldur ekki mikils tækjakosts. Hins vegar
þarf rúmgott húsnæði og góða starfsaðstöðu,
þannig að hægt sé að rannsaka sjúklinginn af
nákvæmni og kostgæfni.
Það var heppni að fá aðstöðu fyrir þessa
starfsemi á Vífilsstaðaspítala, ]jví að við höf-
um sloppið við ]já togstreitu, sem verið hefir
um húsnæði á öðrum spítölum, t. d. Land-
spítalanum. Hins vegar eru óneitanlega tals-
REVKJALUNDUR
7