Reykjalundur - 01.10.1980, Page 14
MAGNÚS B. EINARSSON
LÆKNIR
Endurhæfing
hjartasjúklinga
Stöðug þróun
í meðferð kransœðastíflu
Á undanförnum árum lieíui' endurliæfing
hjartasjúklinga þróast frá því að vera svotil
ójiekkt í það að vera nær ómissandi, a. m. k.
þar sem hún hefur komist á. Þar sem hjarta-
endurhæfing gerist best, liefst hún við rúm-
stokkinn á fyrsta degi, en lýkur á hlaupabraut-
inni.
Allt fram undir 1950 tíðkaðist að láta krans-
æðastíflusjúklinga vera rninnst 4 vikur í
strangii rúmlegu, síðan máttu þeir fara fram
úr rúmi og auka fótaferð varlega á næstu
vikum. Næstu þrír mánuðir voru kyrrseta að
mestu, og síðan átti að lifa rólegu lííi það sem
eftir var ævinnar.
Á þessum árum sköpuðust viðhorf til krans-
æðasjúkdóma, sem eru nú talin alröng og þarf
að kveða niður eins og afturgöngur. Margir
voru dauðhræddir við að snúa aftur til vinnu
sinnar, ln æddir við að ganga upp stiga, skreppa
í golf o. s. frv., — að ekki sé talað um samlíf
hjóna.
Það liefur orðið gífurleg breyting á sjúkra-
húsmeðferð þessara sjúkdóma á undanförnum
árum, og nú er sums staðar jafnvel farið að
hleypa sjúklingum fram úr rúmi á 2.-3. degi
eftir kransæðastíflu og þeir frískustu fara heim
eftir 1—2 vikur. Víðast livar er þó rniðað við
að sjúklingar fari heim eftir 2—3 vikur ef allt
gengur að óskum. Nokkuð er breytilegt eftir
löndum hvert framhaldið er eftir útskrift af
sjúkrahúsi. Sums staðar er farið beint af hjarta-
deild á endurhæfingarstofnun þar sem dvalist
er í 6—8 vikur. Annars staðar, t. d. víða í Banda-
ríkjunum, er þjálfuninni skipt í 3 stig. Fyrsta
stig er á spítala og tekur 2 vikur, annað stig
er heima þar sem sjúklingurinn hefur æíinga-
prógramm frá 2.-8. viku. Þriðja stig, sem er
frá 8. viku og allt upp í ár, fer oftast fram á
endurhæfingarstofnunum, oftast í hópum. Þá
er yfirleitt byrjað á upphitunaræfingum í leik-
fimissal, síðan hlaupið inni eða úti eða synt, á
1—3ja mánaða fresti víðast livar.
GAGNSEMI ÞJÁLFUNAR
En til hvers er allt þetta brölt? Hverju eru
menn bættari? Þjálfun hjartans, sem er hið
sama og þrekþjálfun, eykur getu hjartans til
að flytja súrefni um æðar líkamans. Blóðþrýst-
ingur lækkar, hafi liann verið hækkaður, og
hjartsláttur í hvíld og við erfiði verður hæg-
ari. Með auknu þreki fæst aukin starfsgeta,
aukin lífsfylling og betra andlegt jafnvægi, þar
eð streituáluif minnka. Hjartaverkur minnk-
ar venjulega eða hverfur. Þótt ekki hafi enn
verið sannað, að þjálfunin minnki líkurnar á
nýrri kransæðastíflu er vitað, að þeim mun
meira þreki sem menn ná, þeim mun meiri
12
REYKJALUNDUR