Reykjalundur - 01.10.1980, Blaðsíða 15

Reykjalundur - 01.10.1980, Blaðsíða 15
líkur eru á að lifa af kransæðastíflu og fara létt út úr henni. Kransæðasj úkdómur er orsök helmings dauðsfalla miðaldra manna í hinum vestræna heimi. Þetta er óhugnanleg staðreynd, sem vek- ur menn til umhugsunar um livað hægt sé að gera til varnar. Það hefur sýnt sig, að kyrrsetu- mönnum er almennt hættara við kransæða- stíflu en íþrótta- og erfiðisvinnumönnum. Það liefur því á siðustu 20 árum verið lögð sívax- andi áhersla á bæði fyrirbyggjandi áhrif og lækningaáhrif líkamlegs erfiðis. SKOKK EÐA TRIMM í þessu sambandi má minna á trimmæðið sem gengur eins og eldur í sinu um öll Banda- ríkin og reyndar Evrópu líka. Bent hefur ver- ið á, að ýmsar hættur séu trimminu sam- fara og það sé beinlínis heilsuspillandi. Að vissu leyti get ég tekið undir það. í Banda- ríkjunum hefur umferðarslysum vegna hlaup- andi trimmara meðfram vegum fjölgað gífur- lega. Alls konar ofreynslueinkenni koma fram, t. d. sinabólgur, beinhimnubólgur, tognanir og fleira þess háttar. Það er nefnilega ekki sama hvernig æft er. Það er nauðsynlegt fyrir óvana að fara hægt í sakirnar og njóta hand- leiðslu kunnáttufólks. Sem dæmi um hvernig þjálfað er á réttan liátt, langar mig að segja frá sögulegum at- burði, sem gerðist í hinni árlegu Bostonmara- þonkeppni árið 1973. Þessi maraþonkeppni er orðin svo vinsæl, að þúsundir Bandaríkja- manna taka núorðið þátt í henni hverju sinni. Hlaupnir eru að venju 42 krn, oft í miklum hitum, og iðulega eru menn lagðir inn á sjúkrahús með hitaslag. Það hafa jafnvel kom- ið fyrir dauðsföll. Að þessu sinni liófu um 1500 manns keppni. Af þeim voru 10 lagðir inn á sjúkrahús með hitaslag, fjöldi manns varð að hætta af ýmsum ástæðum, en meðal þeirra sem luku keppni voru 7 miðaldra Kan- adabúar, sem höfðu fengið kransæðastíflu, sumir oftar en einu sinni. Þeir höfðu æft fyrir keppnina undir handleiðslu lækna. Þetta var reyndar hópur, sem hafði æft saman í mörg ár og sífellt sett markið hærra. Þessir hjarta- sjúklingar komust allir klakklaust í gegnum þessa eldraun. Þetta var ekki eingöngu stór- sigur fyrir þá sjálfa, heldur einnig fyrir hjarta- þjálfun almennt. Árið eftir voru hjartasjúkl- ingar sem tóku þátt í maraþonkeppninni 14 talsins. ÞREKPRÓFANIR Að síðustu langar mig til að lýsa nánar æf- ingum hjartasjúklinga á endurhæfingarsjúkra- liúsi, sem ég vann á í Noregi. Þetta er Beito- REVKJ A LUNDUR 13

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.