Reykjalundur - 01.10.1980, Page 19

Reykjalundur - 01.10.1980, Page 19
æðasjúkdóminn, um mataræði og reykingar. Ekki er ósennilegt að gert verði að skilyrði að hætta reykingum og mönnum hjálpað til þess. Nú er ekki nóg að þjálfa í nokkrar vikur og ná auknu þreki, heldur verður að viðhalda því er náðst hefur, og jafnvel ætti að vera unnt að bæta sig enn frekar. Því er rétt að stefna að því, að þeir sem útskrifast frá Reykjalundi, korni saman og æfi áfram, e. t. v. undir stjórn lækna, a. m. k. að hluta til. Af framansögðu má sjá, að þörfin fyrir end- urhæfingu Jijartasjúklinga er mikil. Á sama hátt og kransæðastíflusjúklingar eru þjálfaðir, er auðvitað einnig eðlilegt að þjálfa sjúklinga með slæma áreynsluhjartaverki, sjúklinga eftir hjartaskurðaðgerðir og þá sem hafa hækkaðan blóðþrýsting, offitu, liáa blóðfitu, sykursýki o. s. frv. Það er því ljóst, að verkefnið er gífurlega stórt. Tilkostnaðurinn er talsverður, en það sem sparast, verður þá margfalt meira þegar til lengdar lætur. Forsiðumyndin er af listaverki Ásmund- ar Sveinssonar myndhögguara „Hrafn Óðins“. Hlin Ingólfsdóttir ekkja Árna Ein- arssonar og afkomendur þeirra hjóna gaf Reykjalundi listaverkið til minningar um Árna Einarsson, og hefir því verið valinn staður fyrir framan skrifstofu- hyggingu Reykjalundar. Var styttan afhjúpuð við setningu 22. þings S.Í.B.S. að viðstöddum þingfull- trúum og fleiri gestum 20. sept s.l., þar sem listaverkið mun prýða staðinn um ókomin ár til minningar um oltkar far- sœla forstjóra Árna Einarsson. REYKJALUNDUR 17

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.