Reykjalundur - 01.10.1980, Page 21
SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR
TALÞJÁLFI Á REYKJALUNDI
Tal- og málþjálfun
á Reykjalundi
Á síðastliðnu ári (1979), vai' byrjað að veita
þjónustu á sviði tal- og málþjálfunar hér á
Reykjalundi. Hafði því reyndar verið örlítið
sinnt áður, þegar hingað kom talkennari í
lilutastarfi tvisvar í viku.
Sjúklingar, sem koma í þjálfun vegna tal-
og/eða málgalla, eru teknir ýmist í einstakl-
ings- eða hópmeðferð. Hver meðferðartími
getur verið frá 15 upp í 60 mínútur, einu
sinni til fimm sinnum í viku. Sumir eru jafn-
vel teknir tvisvar á dag. Lengd og tíðni tím-
anna fer eftir því, hvers eðlis tjáningarörðug-
leikar sjúklinganna eru.
Þjálfunaráætlun er gerð fyrir hvern sjúkl-
ing fyrir sig og er reynt að miða hana við
ásigkomulag sjúklings, þ. e. hversu illa hann
er farinn af sjúkdómi sínum og liverjar bata-
horfur eru liverju sinni. Ráðgjöf við foreldra,
aðstandendur og aðra, sem málið varðar, er
einnig hluti af meðferð sjúklingsins.
Þurfi sjúklingur með tjáningarörðugleika
á annarri sérþjónustu að halda, í tengslum við
talþjálfun, er hægt að vísa honum áfram. Á
það sérstaklega við um sjónpróf og heyrnar-
athugun. Hjá taljijálfa er nú til nýr, mjög
fullkominn heyrnarmælir og eru flestir sjúkl-
ingar, sem koma til meðferðar hjá taljrjálfa,
heyrnarmældir og vísað áfram, ef einhver grun-
ur er um heyrnarskerðingu.
Til að gefa nokkra hugmynd um hvers
konar viðfangsefni taljijálfinn fæst við, ætla
ég hér að rekja helstu afbrigðin.
AFASÍA
Afasía er tal- og máltruflun, afleiðing ein-
hvers konar heilaskaða. í flestum tilfellum or-
sakast afasía af slagi, þ. e. blæðingu inn á
heilann, blóðtappa, æxli eða af alvarlegum
slysum. Sjúklingar með afasíu eiga oft erfitt
með að skilja það, sem þeir heyra, en ennþá
algengari eru erfiðleikarnir við að tjá sig
munnlega. Einnig hefur reiknings-, lestrar- og
skriftargeta sjúklinganna raskast verulega í
mörgum tilvikum, en Jrað getur líka verið
mismunandi eftir því, um hvaða tegund afasíu
er að ræða.
REYKJALUNDUR
19