Reykjalundur - 01.10.1980, Qupperneq 23

Reykjalundur - 01.10.1980, Qupperneq 23
JÓN EIRÍKSSON YFIRLÆKNIR LUNGNA- OG BERKLADEILDAR HEILSUVERNDARSTÖÐVAR REYKJAVÍKUR Berklaveiki Smá hugleiðing Mikið hefur verið rætt og ritað um berkla- veiki, og er það kannski að bera í bakkafullan lækinn að bæta þar við, og þó, þetta verður hvorki langt né vísindalegt, aðeins nokkrir þankar til íhugunar. íslendingar, a. m. k. þeir sem eru komnir á miðjan aldur eða eldri, vita hvílíkur vágestur berklaveikin var hér áður. Barist hefur verið gegn veikinni með öllum tiltækum ráðum og uni og uppúr 1930, þegar dauðsföll af völdum veikinnar ná liámarki, fer að sjást nokkur árangur í baráttunni og á næstu 25—30 árum fækkar dauðsföllum stöð- ugt. Enn var Jió berklaveikin algengur og alvar- legur sjúkdómur. En smátt og smátt dregur úr sjúkdómstilfellum og með tilkomu öflugra lyfja um og uppúr 1950, fækkar dauðsföllum af völdum veikinnar enn og má heita að Jtau komi vart fyrir nú. I>að má segja, að berklaveikin sé ekki leng- ur [jað rnikla [jjóðfélagslega og heilsufarslega vandamál, sem hún áður var. En er búið að útrýma berklum á íslandi? Maður verður þess stundum var í fjölmiðlum og víðar, að berklum hafi verið útrýmt á ís- landi. I>ví miður lield ég að það sé of rnikil bjart- sýni eða óskhyggja. Mér hefur fundist kenna nokkurs andvaraleysis í seinni tíð meðal al- mennings og jafnvel lækna, hvað berklaveikina snertir, [jví hún er ennþá til hér á landi, og enn koma fyrir tilfelli, þótt ekki sé það neitt í líkingu við það sem áður var. l>ví miður eru ekki til berklaskýrslur fyrir allt landið síðan 1974, en á því ári veiktust af berklaveiki 78 manns í fyrsta sinn og 9 urðu veikir að nýju. Af þessum 87 sjúklingum voru 52 með lungnaberkla, og þar af 6 með smit- andi lungnaberkla. Endaþótt berklatilfellum fækki stöðugt hér á landi, má enn um langan aldur búast við að þau komi fyrir, því enn er nokkuð stór hluti Islendinga á lífi, sem hefur fengið berklasmit, og vitað er að sá sem einu sinni hefur smitast, getur kannski áratugum seinna veikst. Auk þess má ekki gleyma því, REYKJALUNDUR 21

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.