Reykjalundur - 01.10.1980, Page 25
HAUKUR ÞÓRÐARSON
YFIRLÆKNIR
Endurhæfing
á alþjóðlegum
vettvangi
Aldirnar í veraldarsögunni eiga sér ílestar
einhverjar sérstæður sem einkenna eina þeirra
frá annarri. Ein sérstæða tuttugustu aldarinn-
ar er alþjóðleg samvinna og samráð — eða til-
raunir í þá veru — um ýmsa óskilda málefna-
flokka. Með Þjóðabandalaginu var riðið á vað-
ið en það reyndist áhrifalítið og leið undir
lok. Sameinuðu þjóðirnar hafa þraukað bet-
ur þótt áhrifamáttur jieirra í reynd hafi ekki
orðið sá sem vonast var til með stofnskrá
Jjeirra.
Stolnuð hafa verið bæði aljijóðleg samtök
og heimshlutasamtök um málefni fatlaðra
manna og öryrkja. Hér verður í stuttu máli
greint frá einu slíku alþjóðasambandi. Upp-
haf þess er rakið til stofnunar Aljijóðasam-
bands um málefni fatlaðra barna árið 1923
(International Society for Crippled Children).
Starfsemi Jiess náði brátt einnig til fullorð-
inna. Eftir síðari heimsstyrjöldina var nafninu
breytt í samræmi við aukna áherslu á endur-
hæfingu fatlaðra og öryrkja sem þá var á
baugi og hét eftir Jjað Aljijóðasamband um
endurhæfingu fatlaðra (International Society
for Rehabilitation of the Disabled). Enn var
nafni Jiess breytt 1969 og Jiá til styttingar ein-
vörðungu og lieitir síðan AlJjjóðleg endurhæf-
ing (Rehabilitation International, skammstaf-
að hér eftir RI).
RI hefur margvísleg málefni á sinni könnu
og mörg járn í eldinum á hverjum tíma. í
stuttu máli miðar starfsemi RI að Jjví að bæta
hag og hlutskipti fatlaðra manna í heiminum
með öllum tiltækum ráðurn, m. a. með Jjví að
stuðla að pólitískri stefnumörkun aðildarjjjóð-
anna um endurhæfingu fatlaðra manna og ör-
yrkja á sviði lækninga, menntunar, atvinnu og
annarra félagslegra þátta mannlífsins.
RI er til ráðgjafar Sameinuðu Jjjóðunum
um endurhæfingarmál og málefni fatlaðra og
öryrkja en auk Jjess mörgum öðrum aljjjóð-
legum stofunum eins og AlJjjóðlegu heilbrigð-
REVKJALUNIJUR
23