Reykjalundur - 01.10.1980, Blaðsíða 28
isstofnuninni (WHO), Alþjóðlegu vinnumála-
stofnuninni (ILO) og ýmsum sérstofnunum
Sameinuðu þjóðanna, svo sem UNICEF o. fl.
R1 hefur sjálft ckki með höndum rekstur
og þjónustu fyrir einstaklinga eða hópa held-
ur vinnur starf sitt með því að eiga samskipti
við alþjóðlegar stofnanir og alþjóðlega aðila
annars vegar, eins og áður er sagt, og við þjóða-
samtök um málefni fatlaðra hins vegar. Þar
sem framboð, þarfir og aðstæður varðandi end-
urhæfingu eru talsvert breytilegar og frá-
brugðnar eftir heimshlutum, hefur myndast
ákveðinn heimshlutasamstaða innan RI og til-
heyrir ísland Evrópuskor þess.
Skilmálar RI gera ráð fyrir að heildarsam-
tök um endurhæfingu og félagsleg málefni latl-
aðra innan hvers lands standi að alþjóðlegum
samtökum, en hlutaaðild er fáanleg ef svo
hagar til að heildarsamtök eru engin í land-
inu. Þannig eignaðist Island hlutaaðild að RI
um 1960 fyrir atbeina Styrktarfélags lamaðra
og fatlaðra. Síðar gerðist Öryrkjabandalag ís-
lands aðili að RI fyrir íslands hönd og liefur
ísland síðan átt ]jar fulla aðild. Sá háttur er
á hafður, að aðildarsamtök livers lands tilnefna
einn fulltrúa sem er tengill landsins við RI og
viðkomandi heimshlutaskor þess. Guðmund-
ur Löve var fulltrúi af Islands hálfu þar til
hann lést 1978 og tók þá Sigríður Ingimars-
ardóttir við starfi landsfulltrúans.
Einn liður í starfi RI er alþjóðlegar ráðstefn-
ur og heimshlutamót, sem haldin eru í tilefni
mála ofarlega á baugi, úrlausnarmála, grund-
vallarmála eða sérstakra vandamála á sviði
endurhæfingar og félagslegrar þjónustu fatl-
aðra og öryrkja. Auk þess gengst RI fyrir al-
þjóðlegum þingum. Fyrsta slíka þingið var
haldið í Genf 1929 og síðan haldið á þriggja
ára fresti á ýmsum stöðum í heiminum, en á
ljögurra ára fresti síðan 1972. Þing voru þó
ekki á dagskrá áratuginn 1940—50. Síðasta al-
þjóðaþing RI var haldið í júnímánuði 1980
í Winnipeg í Kanada og sóttu það nokkrir ís-
lendingar.
Alþjóðleg þing eru gjarnan fjölsótt. Svo var
einnig um Winnipegþingið sem var mann-
margt, þátttakendur að sögn um þrjú þúsund
að tölu. Hópurinn var einnig sundurleitur, því
að þingið sóttu jafnt starfsmenn hinna marg-
víslegu þátta endurhæfingar í heiminum og
fulltrúar hinna fjölmörgu áhugamanna- og
öryrkjafélaga, sem starfa að þeim málum í
heiminum. Stjórnendur þingsins höguðu efnis-
vali á þann veg að það gæti hentað sem flest-
um til áheyrnar og umræðu. Þar eð þátttak-
endur áttu sér að vonum margvísleg baksvið
menntunar, starfs og áhugamála varð ekki hjá
því komist að mörgum þótti sumt efnisins ein-
kennast á köflum af því, sem íslenskt skáld
nefndi á öðrum vettvangi upptalningu á „selv-
fölgeligheder". Hins vegar þurftu þátttakend-
ur ekki að kvarta um einhæfingu efnis, því að á
flestum tíma voru margir hópar starfandi sam-
tímis um mismunandi Jjætti endurhæfingar
eða félagslegra málefna. Þátttakendur gátu val-
ið sér aðild að hópum að vild. I sérstökum sal
voru auk þess nærri látlaust sýndar kvikmyndir
um ýmis svið fötlunar, örorku og endurhæf-
ingu. Allan þingtímann var þátttakendum
opin viðamikil sýning á margvíslegum tækja-
og tæknibúnaði sent í grófum dráttum skipt-
ist í tvo hluta: Annars vegar tækja- og tækni-
búnaður til að nota við þjálfun, líkamlega,
samskiptalega eða í menntunarskyni. Hins veg-
ar tækja- og tæknibúnaður sem fatlaðir nota
til að auka sér einfærni í daglegu lífi og starfi
eða til að ná ákveðnum færnisáföngum á þeim
vettvangi. Þó ljóst sé, að með hverju árinu þok-
ast tækninýting þjálfunar- og hjálpartækja
nokkuð fram, er það þeim sem þetta ritar undr-
unarefni fyrr og síðar, að ekki skuli hún meiri
en raun ber vitni. Ástæða þess er án efa jafnt
fólgin í því, að ekki er nægt fjármagn, aðstaða
og hugvit til tækniþróunarmála á þessu sviði
og hinu, að við ramman reip er að draga, þeg-
ar reynt er að snu'ða eftirlíkingu líkamsstarf-
seminnar, þ. e. tæki til að bæta upp skerðingu
á henni eða til að korna í hennar stað.
26
REVKJALUNDUR