Reykjalundur - 01.10.1980, Page 30

Reykjalundur - 01.10.1980, Page 30
neytendur félagslegrar þjónustu, fram yfir það, sem gengur og gerist um fólk í landinu, sem allt nýtur einhverrar þjónustu af því tagi. SAMÞYKKTIN FYRIR 9. ÁRATUGINN Skráin er yfirlýsing um samstöðu urn alþjóð- leg forgangsefni á áratugnum 1980—90. Hún var afhent þátttakendum heimsþingsins í ítar- legu formi og hafði þá þegar verið samþykkt af fulltrúaþingi Rl, samin af starfshópi á ár- unum 1978—1980. Umræður um samþykktar- skrána urðu talsverðar á þinginu og verður hún síðar gefin út í endanlegri gerð sem fram- lag til alþjóðaárs fatlaðra 1981. í samþykktarskránni kennir margra grasa. Þar er m. a. að finna grundvallarskilgreining- ar um i. d. fötlun („Fötlun er fólgin í skerð- ingu eða takmörkun á færni manns til að sinna einurn eða fleirum nauðsynlegum þátt- um daglegs lífs, eins og sjálfbjörgun, félags- tengslum eða efnahagslegu framlagi, á þann liátt og innan þeirra marka sem talin eru eðli- leg . . . “ ) og endurhæfingu („Endurhæfing er framvinda samtengdrar og samhæfðrar beit- ingar læknisfræðilegra, lelagslegra, menntunar- legra og atvinnulegra ráða til að koma því til leiðar að fatlaðir nái fyllstu starfshæfni og sam- lögun í samfélaginu .. . “). Meðal markmiða í samþykktarskránni má finna eftirfarandi: 1) að beitt verði virkum vörnum gegn fötlun meðal allra þjóða, 2) að tryggt verði að allir, sem fatlast, eigi kost á endurhæfingu og fjölskyldur þeirra kost á hverjum þeint stuðningi og aðstoð, sem þær kunna að þarfnast, til að draga úr ör- orkuhvetjandi áhrifum fötlunar, 3) að neyta allra ráða til að tryggja eins niikla samlögun og unnt er og þátttöku fatlaðra á öllum sviðum samfélagsins, 4) að dreifa upplýsingum um fatlaða og mögu- leika þeirra, um fötlun, varnir gegn henni og meðhöndlun, til að auka Jrekkingu al- mennings á vandamálunum og á rétti iatl- aðra til félagslegrar jafnstöðu. Þjóðir heims eru hvattar í samþykktar- skránni til að beita hver sínum bestu ráðum til að markmiðum, Jressum og öðrum, sem rak- in eru í skránni, verði náð, svo að Jrau verði annað en orðin tóm. Margvíslegt annað kemur fram í samþykkt- arskránni. Auk ýmissa leiðbeininga um til- högun og kærkominna skilgreininga á hugtök- um er Jrar að finna ábendingar um livar og hvernig skuli á garðinn ráðist innan hvers sveitarfélags, innan hvers lands og á aljrjóðleg- um vettvangi. Samþykktarskrá RI fyrir 9. áratuginn er um margt merkasta plagg. Eins og áður segir verður lnin innan tíð- ar gefin út í endanlegu formi og ætlunin að hún verði á Jressu ári eða næsta afhent for- ystumönnum allra Jtjóða heims. Hún mun sið- ar verða birt í íslenskri Jrýðingu. 28 REYKJAI.UNDUR

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.