Reykjalundur - 01.10.1980, Qupperneq 31

Reykjalundur - 01.10.1980, Qupperneq 31
ODDUR ÓLAFSSON Öryrkjar, unglingar og aldraðir eru gjarn- an nefndir jaðarvinnuafl, það er vinnuafl sem fyrst dettur út af vinnumarkaðinum þcgar Jtrengist um vinnu. HVER ER ÖRYRKI? Öryrki er sá sem vegna sjúkdóms, slysa eða meðfæddra örkumla á erfiðara en alheill með að komast í vinnu á almennum vinnumark- aði og halda henni. Þetta er svo sem ekki nákvæm skilgreining. Margir sem ekki falla undir það orðalag sent hér er notað geta lent í örðugleikum á vinnu- markaðinum einhvern tíma á ævinni og Jmrfa á aðstoð að halda án Jtess að Jjeir verði nefnd- ir öryrkjar. FJÖLDI ÖRYRKJA í könnun sem Jón Pálsson sálfræðingur gerði á högum öryrkja í Reykjavík komst hann að þeirri niðurstöðu að af um 6000 ör- Vinnumál öryrkja yrkjum á landinu Jmrfi að eigin áliti 2260 eða 37,7% einhverja fyrirgreiðslu vegna at- vinnu. Þarna er um að ræða öryrkja sem ættu að geta komist út á vinnumarkaðinn með auk- inni aðstoð. Öryrkja, sem gætu þjálfast í hálf- verndaðri vinnu. Þá verulegan hóp, sem á heima á vernduðum vinnustofum, jafnvel í föndurvinnu eða heimavinnu. Loks öryrkja óhæfa Lil vinnu, endaþótt Jaeir telji sig vinnu- færa. Hvernig til tekst um að leysa vanda Jtessa fólks, getur haft niikil áhrif á afkomu Jtess og lífsferil allan. Þessvegna er nú nauðsyn- legt að einbeita sér að Jtví, að efla þá Jiætti öryrkjastarfsins sem að atvinnumálunum snúa. Um jætta segir Jón Pálsson: „Ljóst er að mikill fjöldi öryrkja í Reykja- vík telur sig þurfa á fyrirgreiðslu vegna vinnu að lialda, umfram þá, sem nú Jjegar er veitt. Þetta er }>að stór hópur og sundurleitur, að engin ein lausn nægir til að leysa vanda lians alls. Til þess að fyrirgreiðslan komi að full- um notum Jjyrlti hún að felast í margbreyti- legum aðgerðum, ef hitta ætti á sérþarfir hvers einstaks.“ Þarna er gripið á höfuðvandanum, Jjarfir öryrkjanna eru svo margbreytilegar, að vandamál hvers einstaklings verður að með- höndla sérstaklega. REYKJALUNDUR 29

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.