Reykjalundur - 01.10.1980, Page 33

Reykjalundur - 01.10.1980, Page 33
Frá Reykjalundi. skrifstofu Reykjavíkurborgar. Hæfnispróf og starfsþjálfun fara fram á vegum Endurhæfingarráðs og Reykjalundar. Slík þjónusta er einnig veitt þroskaheftum á vegum ríkisins. Eins og áður er sagt, þá eru vandamál ör- yrkja margbreytileg og fjiilþætt, árangur af vinnumiðlun fer því að mestu eftir því, hvern- ig prófun, skólun og þjálfun þess, sem útvega skal vinnu hefir heppnast. Svíar, sem einna lengst eru komnir á þessu sviði, gátu aðeins útvegað 10% af þeim 70000 öryrkjum sem óskuðu eftir vinnu við sitt hæfi á almenna vinnumarkaðinum á árinu apríl 1976 til mars 1977. Hér á landi virðist árangurinn af vinnu- útveguninni vera nokkru betri og reyndar benda ýmsar staðreyndir til þess að við sé- um betur staddir í vinnumálum öryrkja en ætla mætti. Það hefir til dæmis verið talið, að atvinnu- mál blindra væru hér í megnasta ólagi. Við athugun nýlega kom þó í ljós, að yfir 90% af alblindum eru í starfi. Segja mætti mér, að hér væri um heimsmet að ræða. Af störfum sem blindir gegna hér má nefna: burstagerð, körfugerð, símavarsla, sjúkraþjálfun, bólstr- un, hljóðfærastilling, félagsráðgjöf (aðstoð) hljóðritun, prentun, fréttamennska og hús- móðurstörf. Allmargir reka eigin fyrirtæki, svo sem útgerð, fiskvinnslu, plastiðnað, sjó- klæðagerð, húsgagnagerð, lögfræðiskrifstofu og fleira. Þetta er ótrúlega mikil breidd í störfum ekki stærri hóps, og eins og segir í upplýsingum frá þeim blindu: Flest þetta fólk hefir fengið REVKJA1.UNDUR 31

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.