Reykjalundur - 01.10.1980, Page 34
Blindir að störfum.
atvinnu sína fyrir eigin dugnað, en ekki vegna
aðstoðar iiins opinbera.
Það eru fleiri öryrkjahópar liér, sem eru
vel settir ltvað vinnu snertir. Svo eru aftur á
móti aðrir þar sem mikilla úrbóta er þörf.
Ein leiðin til þess að koma öryrkjum út á
almennan vinnumarkað er hálfvernduð vinna.
Þá greiða vinnuveitendur öryrkjum full laun,
cn fá síðan hluta launanna til baka frá Trygg-
ingastofnun ríkisins. Vinnusamningur er
venjulega gerður til 3 ára og endurgreiðsl-
urnar fara smálækkandi. Ætlunin er að á 3ja
ára samningstímanum hafi öryrkinn fengið
]jað mikla þjálfun að hann geti farið óstudd-
ur út á vinnumarkaðinn á eftir.
Þetta er athygjisverð aðferð til þess að að-
laga öryrkjann að vinnu og vinnustað og
þess má geta, að af þeim 7000 öryrkjum sem
Svíar komu út á vinnumarkaðinn 1976—1977,
þá fór verulegur hluti í hálfverndaða vinnu.
Hér hefir þessi aðferð hins vegar ekki reynst
vel. Um hana segir í skýrslu frá Endurhæf-
ingarráði:
Reglugerð um öryrkjavinnu nr. 319 1979
tók gildi á árinu. Fyrsti samningurinn unt
reynslutíma samkvæmt henni var gerður 19.
okt. 1979 og verða samningar vegna þriggja
skjólstæðinga undirritaðir skömmu eftir ára-
mót 1979—1980. Framvinda þessa máls hefir
einkennst af seinagangi og tregðu af hendi
Tryggingaj>tofnunarinnar og hefir þessi af-
staða lífeyrisdeildar Tryggingastofnunarinn-
ar torveldað mjög alla framgöngu þessa rnáls.
VERNDAÐIR VINNUSTAÐIR
Ætíð verður það nokkur fjöldi öryrkja sent
hefir vinnugetu en þó ekki ]:>að rnikla, að
starf á almenna vinnumarkaðinum sé mögu-
legt. Hve stór þessi hópur er hér, er erfitt að
segja, það byggist á ýmsu, til dæmis, hve virk
skólun og starfsendurhæfing er, hvernig
ástandið er á vinnumarkaðinum og hvort líf-
eyristryggingar fullnægja sæmilega fjárþörf
öryrkja. Þeim, sem þarfnast verndaðrar vinnu,
er það sameiginlegt að þeir eru illa fatlaðir
andlega eða líkamlega og starfsgetan er mjög
mismunandi. Til þess að þeir nýtist þarf því
fjölbreytni í störfum, natni og tillitssemi.
Vegna þessara séreinkenna vinnuaflsins á
vernduðum vinnustöðum, þá verður að gera
sérstakar kröfur til stöðvanna. Vinnustaðir
verða að vera loftgóðir, rúmir og snyrtilegir,
helst með aðstöðu til hvíldar og afþreyingar.
Þeir verða að bjóða upp á fjölbreytt verkefni
bæði einföld og flókin. Þar þarf rnikla verk-
stjórn, þar eð hver einstaklingur þarf sér-
staka meðferð. Mikill vinnuhraði er óhent-
ugur þessu fólki. Þess vegna er tímavinna
æskilegri en akkorð. Það er ekkert létt verk-
efni að reka verndaða vinnustaði enda flestir
þeirra reknir með halla.
Hér á landi hafa verndaðir vinnustaðir ver-
ið reknir, allt frá því vinnustofa Blindravina-
félagsins hóf rekstur árið 1932.
32
REYKJALUNDUR