Reykjalundur - 01.10.1980, Side 41
ísafirði og Jóhannes Guð-
mundsson, Stakkanesi við
Skutulsfjörð. Ungur að ár-
um missti Guðmundur föður
sinn, sem mun hafa dáið úr
berklum. Árið 1912 fluttist
liann með móður sinni og
stjúpa, Valdimar Þorvalds-
syni til Súgandafjarðar, þar
sem liann átti sitt heimili til
fullorðins ára. Snemma
beindust störf Guðmundar
að sjómennskunni svo sent
flestra ungra manna á fjörð-
um vestur á þeim árum og
mun svo enn vera. En hug-
urinn leitaði lengra en á
fiskimiðin fyrir Vestfjörðum.
Liðlega tvítugur réðist hann
í siglingar og voru þau ár,
er þá fóru í hönd, margslung-
in ævintýrum og lífsreynslu.
Var löngum gaman að lieyra
Guðmund segja frá ferðum
sínum urn nær öll heimsins
höf og hinum ýrnsu atburð-
um, er ekki gleymdust og
voru frásagnar verðir. Voru
frásagnir hans jafnan lifandi
en látlausar og án tilrauna
til að gera sinn hlut stærri en
efni stóðu til. Félagar Guð-
mundar hvöttu hann oft til
að setja Jtessar minningar á
blað, en það leiddi hann ætíð
lijá sér.
Árið 1928 lauk þessari úti-
vist Guðmundar, en sjó-
mennsku liélt hann áfram
um nokkur ár enn. Til Rauf-
arhafnar fluttist hann upp úr
1930 og átti þar lögheimili
þar til fyrir fáum árum, að
hann fékk það flutt hingað
að Reykjalundi.
Árið 1933 kvæntist Guð-
mundur Sigríði Magnúsdótt-
ur og eignuðust þau tvö
börn, Hólmfríði og Jóhann-
es, sem bæði eru á lífi. 1939
veiktist Guðmundur af berkl-
um og beið þess aldrei bæt-
ur síðan. Var hann sjúkling-
ur á Kristneshæli til ársins
1946, að hann kont hingað
að Reykjalundi. Á þessum ár-
um var fátt til hjálpar þeim,
sent berklarnir náðu veruleg-
um tökum á. Allt of margir
eygðu fáa möguleika til aft-
urhvarfs til hins eðlilega,
heilbrigða athafnalífs og
samfélags; líklega yrðu hæl-
in framtíðarverustaðurinn,
einum skemur, öðrum leng-
ur. Þannig mun þetta hafa
blasað við Guðmundi fyrstu
árin á Kristnesi, enda oft fár-
sjúkur. Mun hann hafa talið
kontina sína ungu og börnin
tvö betur sett óbundin af sér
sent heimilisföður og fékk
því vilja sínum framgengt,
að þau hjón slitu samvistum
á þessum hans fyrstu hælis-
árunt. En þótt berklarnir
lékju Guðmund oft grátt
lögðu þeir hann þó aldrei að
velli; þar kom annar illvíg-
ur sjúkdómur til. Svo sem
fyrr segir dvaldist Guðmund-
ur á Kristnesi urn sjö ára
skeið og náði þar nokkurri
heilsu. Árið 1946 gekk hann
að eiga Rögnu Jónsdóttur
frá Akureyri, sem einnig var
sjúklingur að Kristneshæli og
fluttu þau hjón hingað að
Reykjalundi þann 17. júlí
1946. Áttu þau hér hamingju-
ríka fjórtán ára sambúð, en
Ragna andaðist liinn 31. maí
1960.
Ekki gat hjá því farið, að
Guðmundur yrði virkur í lé-
lagsstörfum innan SÍBS, sem
á þessum árum var að mótast
til þeirrar myndar, er ekki
verður máð úr sögu íslensku
þjóðarinnar. í félaginu Sjálfs-
vörn á Kristnesi, en þó öllu
lremur í félagi vistmanna á
Reykjalundi, gegndi liann
mörgurn trúnaðarstörfum og
var nteðal annars um langt
skeið fulltrúi vistmanna í
stjórn Reykjalundar. Hann
sat fjölda þinga SÍBS og
fylgdi jafnan af einurð og
drenglyndi þeini málum er
hann taldi lengst mundu
skila fram hugsjóninni að
„styðja sjúka til sjálfsbjarg-
ar“.
Guðmundur var tryggur og
einlægur vinur vina sinna;
fremur léttur í lund og kunni
vel að meta það skoplega,
sem fyrir bar í daglega lífinu.
Ein hans besta skemmtun
var að grípa í spil, þegar
tækifæri gafst, svo sem löng
hælisvist býður oft upp á.
Bókasöfn á Kristnesi og hér
að Reykjalundi notfærði
hann sér mjög og var þar
jafnan á hnotskógi eftir
hverri nýrri bók, er söfnun-
um barst. Einn eiginleiki var
áberandi í fari Guðmundar;
það var hversu barngóður
(Framh. á bls. 41)
ItEVKJALUNDUR
39