Fréttablaðið - 12.11.2015, Page 4
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
ré
tt
t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Tenerife
Frá kr. 82.900
Netverð á mann frá kr. 82.900 m.v. 2 í íbúð/stúdíó/herbergi.
19. nóvember í 14 nætur
STÖ
KKTU
LögregLumáL „Verknaður, jafnvel
þó að hann sé alvarlegur og geti
varðað þungri refsingu, þarf ekki að
þýða að það réttlæti gæsluvarðhald,“
segir Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent
við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
Í lögum um meðferð sakamála
segir að til að hneppa einstakling
í gæsluvarðhald þurfi rökstuddan
grun um saknæmt athæfi en einn-
ig að eitthvað bendi til þess að sak-
borningur muni torvelda rannsókn
málsins.
Krafa um gæsluvarðhald er mjög
ólík eftir málaflokkum, þannig fer
lögreglan gjarnan fram á gæsluvarð-
hald vegna innflutnings fíkniefna en
það er nærri óþekkt að farið sé fram
á gæsluvarðhald vegna umferðar-
lagabrots. Í manndrápsmálum er
nærri alltaf farið fram á gæsluvarð-
hald þar til dómur fellur.
„Það er hegðun sem gengur svo
langt að það er ekki talið réttlætan-
legt annað en að beita gæsluvarð-
haldi til þess að skoða hvernig geð-
heilbrigði viðkomandi er háttað. Í
raun og veru er algjör sérstaða með
manndrápsmálin,“ segir Svala.
Hún segir að einkenni kynferðis-
brota sé að kæra berist löngu eftir að
verknaður hefur verið framinn, þó
það sé ekki algilt. Þá þjóni engum
tilgangi að beita gæsluvarðhaldi því
ekki þurfi til dæmis að tryggja vett-
vang glæpsins.
„Gæsluvarðhald þarf að skoða
algjörlega sjálfstætt í hverju tilviki
fyrir sig. Ef ekki er talin stafa hætta
af manni, hann hefur til dæmis játað
og málið er þannig séð að mestu
leyti upplýst þá er ekki talin ástæða
til að beita gæsluvarðhaldi. Þannig
að gæsluvarðhald, handtaka og refsi-
dómur lýtur allt ólíkum skilyrðum
og ólíkum forsendum.“
Gæsluvarðhaldsúrskurðir
misalgengir eftir málaflokkum
Þegar smygl á fíkniefnum er
annars vegar er aftur á móti mikil
hætta á að sönnunargögn fari for-
görðum. „Það þarf að koma í veg
fyrir að sá sem grunaður er um að
hafa framið brot af því tagi geti sett
sig í samband við þá sem standa að
því með honum. Það er sjaldnast
einn maður frá upphafi til enda
í því broti á meðan það er oftast
einn maður frá upphafi til enda í
kynferðisbroti.“
snaeros@frettabladid.is
64,3%
gæsluvarðhaldsfanga á Ís-
landi árið 2013 voru höfð í
einangrun. Á sama tíma var
1% gæsluvarðhaldsfanga í
Danmörku í einangrun.
Gæsluvarðhald þarf
að skoða algjörlega
sjálfstætt í hverju tilviki fyrir
sig.
Svala Ísfeld
Ólafsdóttir,
dósent við
lagadeild Háskólans
í Reykjavík
150
100
50
0
152
135 136
111
120
129
112
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014
Fjöldi einstaklinga í gæsluvarðhaldi Þar af í einangrun
✿ meirihluti gæsluvarðhaldsfanga situr í einangrun
Þröng skilyrði eru um heimild til að setja fólk í gæsluvarðhald. Ísland notar einangrunarvist langtum meira
en hin Norðurlöndin. Alvarleiki verknaðarins þarf ekki að réttlæta gæsluvarðhald segir dósent í lögum.
LögregLumáL Maður sem grunaður
er um að hafa orðið öðrum að bana í
búsetukjarna geðfatlaðra við Miklu-
braut þann 22. október verður vistaður
á viðeigandi stofnun til 3. desember að
kröfu lögreglu. Maðurinn var úrskurð-
aður í tveggja vikna gæsluvarðhald en
það rann út í liðinni viku.
Að sögn Friðriks Smára Björgvins-
sonar yfirlögregluþjóns lagði lögregla
strax fram kröfu um að fram færi geð-
rannsókn og sakhæfismat á mannin-
um. Niðurstaðan var þess eðlis að lög-
regla fór fram á að hann yrði vistaður
á viðeigandi stofnun. Dómari féllst á
það. Friðrik segir að rannsókn máls-
ins sé í fullum gangi og henni miði vel.
Báðir bjuggu mennirnir í búsetu-
kjarnanum. - skh
Fer á viðeigandi
stofnun
SamféLag Útlendingastofnun hefur
ekki gefið Landspítalanum upp-
lýsingar um hvaða starfsmaður lak
trúnaðarupplýsingum um víet-
nömsk hjón til stofnunarinnar.
Eins og áður hefur verið greint frá
herma heimildir Fréttablaðsins að
um félagsráðgjafa á spítalanum sé
að ræða.
Hjónin nýttu sér þjónustu á
Landspítalanum á meðgöngu og
við fæðingu dóttur sinnar. Þau
þurftu að tala við félagsráðgjafa til
að útskýra stöðu sína hér á landi en
konan var ekki með landvistarleyfi
þó eiginmaður hennar hefði varan-
legt landvistarleyfi hér á landi.
Útlendingastofnun fór fram á
að lögregla rannsakaði hvort um
málamyndahjúskap væri að ræða.
Beiðni sinni til rökstuðnings sagð-
ist hún hafa upplýsingar frá Land-
spítalanum um að konan væri
barnaleg og ung en maður hennar
óframfærinn.
Lögmaður hjónanna hefur
kært leka Landspítalans til Pers-
ónuverndar og hefur kvörtun frá
Persónuvernd nú þegar borist
Landspítalanum. Spítalinn hefur
ítrekað óskað eftir upplýsingum
frá Útlendingastofnun um hvaða
starfsmaður spítalans á að hafa
hringt í stofnunina með þessar
upplýsingar en án árangurs. – snæ
Rannsókn á leka ekki lokið
Hao Van Do og Thi Thuy Nguyen nýttu sér þjónustu Landspítalans við fæðingu
dóttur sinnar, Söndru. FréTTabLaðið/ViLHeLm
Björgun Gert er ráð fyrir því að
aðgerðaáætlun til að ná upp sanddælu-
skipinu Perlu verði lögð fram í dag. Þar
mun meðal annars verða ákveðið hve-
nær hafist verði handa um dælingu á
ný og frekari aðgerðir við skipið. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá Gísla
Gíslasyni, hafnarstjóra Faxaflóahafna,
um stöðuna á björgunaraðgerðum.
Perla sökk í Reykjavíkurhöfn þann 2.
nóvember síðastliðinn og hefur legið á
hafsbotni síðan. Tilraunir til að koma
Perlu á flot hafa engan árangur borið.
Skipið hefur verið vaktað og fylgst
hefur verið með því að engin mengun
berist frá skipinu. – ngy
Aðgerðaáætlun
vegna Perlu
Perla sökk í reykjavíkurhöfn þann 2.
nóvember síðastliðinn. FréTTabLaðið/
ViLHeLm
orkumáL Landsnet hefur samið við
HS Orku, Landsvirkjun og Orku náttúr-
unnar um kaup á 347 gígavattstundum
(GWst) af rafmagni til að mæta flutn-
ingstapi í raforkukerfinu árið 2016. Það
er um 90% þeirrar orku sem Landsnet
áætlar að þurfi til að mæta flutnings-
töpum ársins. Heildarkostnaður
Landsnets vegna samninganna er tæp-
lega 1,6 milljarðar króna.
Tilboð bárust frá þremur bjóðend-
um í opnu útboði; HS Orku, Lands-
virkjun og Orku náttúrunnar.
Hækkunin er 18% milli ára en
meðalverðið á kílóvattstund (kWst) í
útboðinu nú var 4,48 krónur, saman-
borið við 3,8 krónur á kWst í útboðinu
haustið 2014. Hlutfall tapa af afhentri
raforku frá flutningskerfinu var 2,1%
árið 2015, eða 361 GWst, og samsvarar
það raforkunotkun um 75.000 heimila
sem ekki eru rafhituð. Áætlað er að
hlutfall tapa á næsta ári verði um 2,2%.
Í tilkynningu frá Landsneti segir
að töp í flutningskerfinu hafi farið
vaxandi á undanförnum árum. Helsta
ástæðan fyrir þeirri þróun sé að flutn-
ingur eftir byggðalínunni hefur verið
í eða yfir flutningsmörkum. „Styrking
flutningskerfisins mun leiða til ábyrg-
ari meðferðar orkunnar, betri orkunýt-
ingar og þar með bæta orkumarkað.
Styrkingin ætti einnig að minnka kol-
efnisspor Landsnets því flutningstöp
valda töluverðri óbeinni losun gróður-
húsalofttegunda hjá fyrirtækinu.“ – shá
Tapið af afhentri raforku gæti lýst upp 75 þúsund heimili
Uppbygging flutningskerfis raforku myndi
bæta nýtingu. FréTTabLaðið/ViLHeLm
4,48
krónur var meðalverð á
kílóvattstund í útboðinu.
137
114
117
88
94
83
72
1 2 . n ó v e m B e r 2 0 1 5 f I m m T u D a g u r4 f r é T T I r ∙ f r é T T a B L a ð I ð
1
2
-1
1
-2
0
1
5
1
5
:5
4
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
E
E
-2
9
7
4
1
6
E
E
-2
8
3
8
1
6
E
E
-2
6
F
C
1
6
E
E
-2
5
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
8
0
s
_
1
1
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K