Fréttablaðið - 12.11.2015, Page 26

Fréttablaðið - 12.11.2015, Page 26
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, hefur verið áberandi síðustu misserin og það kemur því miður ekki til af góðu. Í fyrsta skipti frá lokum síðari heimsstyrjaldar var landamærum í Evrópu breytt með hervaldi þegar Rússland innlimaði Krímskaga og vopnuð átök brutust út í austurhluta Úkraínu. ÖSE hefur reynst mikilvægur vettvangur til að koma á friði. Í fyrsta lagi er ÖSE alþjóðastofnun þar sem ekki er bara verið að tala um heldur við Rússland. Rússland, Úkraína og 55 önnur ríki, þ. á m. Ísland, eru aðilar. ÖSE setti strax á fót eftirlitsverkefni og nú starfa í Úkraínu um 600 alþjóðlegir eftirlitsmenn sem vakta vopnahléið og liðka fyrir samningum. Loks hefur hug- myndafræði ÖSE reynst notadrjúg þ.e. að þegar í harð- bakkann slær þá er aldrei mikilvægara að hið pólitíska samtal rofni ekki. Þetta grundvallarstef á sér langa sögu. Upphafið má rekja til ársins 1975 þegar ríki austan og vestan járntjaldsins komu saman til fundar í fyrsta skipti. Í kalda stríðinu miðju náðist samkomulag um grund- vallarprinsipp í samskiptum ríkja. Stofnsáttmáli ÖSE kveður þannig á um friðhelgi landamæra, friðsamlega lausn deilumála og virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti ríkja. Engin smá mál ef höfð er í huga saga aldanna og smærri þjóðum lífsnauðsyn. Starf ÖSE hefur raunar fallið vel að stefnu Íslands sem herlausrar þjóðar því áherslan er á lýðræði, mannréttindi og réttarríkið til að tryggja frið og öryggi. Nú þegar ÖSE-samstarfið fagnar 40 ára afmæli eru áskoranirnar tvíþættar. Annars vegar eru hernaðarleg öryggismál í uppnámi vegna átakanna í Úkraínu, traustið er brothætt. Hins vegar hefur virðing fyrir grundvallarmannréttindum farið þverrandi. Víða eru dæmi um að tjáningarfrelsi sé skert, fjölmiðlafólk handtekið og lýðræði skrumskælt. Þetta tvennt tengist af því að vanvirðing mannréttinda er oft og tíðum undanfari ofbeldis. Fimmtudaginn 12. nóvember kl. 18 stendur ÖSE fyrir kaffifundi á Hvalasafninu í Reykjavík til að ræða þessi mál. Daginn eftir verður málþing í Háskóla Íslands. Hvort tveggja má finna á Facebook. Áskoranir í öryggismálum Starf ÖSE hefur raunar fallið vel að stefnu Íslands sem herlausrar þjóðar. Auðunn Atlason fastafulltrúi Íslands hjá ÖSE í Vín Ég fékk hótunarbréf í vikunni þar sem mér voru gefnir tveir dagar til að birta afsökunar-beiðni á forsíðu Fréttablaðsins og sjö dagar til að greiða tveimur mönnum samtals tuttugu milljónir króna. Bréfin bárust í kjölfar forsíðufréttar Fréttablaðsins. Þar var fjallað um íbúð sem kom við sögu í tveimur nauðgunarmálum sem lögregla hefur til rannsóknar. Fram kom að lögreglan hefði gert tæki og tól upptæk sem grunur leikur á að notuð hafi verið í tengslum við meintar nauðganir. Fyrir þessu hefur Fréttablaðið heimildir og ekkert hefur komið fram síðar sem rengir efnisatriði fréttarinnar. Ekkert til að biðjast afsökunar á. Bara góð blaðamennska. Í gær birti Fréttablaðið aðra frétt þar sem finna mátti hluta úr skýrslu kæranda. Aftur þá hefðum við aldrei birt slíkt nema fyrir lægju traustar heimildir úr fleiri en einni átt. Í hótunarbréfinu var látið að því liggja að forsíða Fréttablaðsins þann 9. nóvember hefði orðið til þess að mennirnir voru nafngreindir og af þeim birtar myndir á samfélagsmiðlum. Ekkert er fjær sanni. Fjölmiðlar hafa vissulega völd en ekki slík að geta tekið yfir tölvur og lyklaborð landsmanna. Hefðum við viljað að nöfn þeirra og myndir yrðu á allra vitorði hefðum við ein- faldlega birt nöfn og myndir með fréttinni. Það gerðum við ekki, enda höldum við þá reglu í heiðri að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð. Það breytir því þó ekki að við segjum fréttir, og það er lesendum eðlislægt að heimfæra þær á einstaklinga. Við getum ekki látið ótta við að upp komist hverjir eiga í hlut, verða til þess að hlutir liggi í þagnargildi. Þetta á sérstaklega við um kynferðisbrot. Allt of lengi hafa fórnarlömb slíkra brota þurft að bera harm sinn og skömm í hljóði. Horft framan í réttarkerfi sem hvorki hlustar né skilur. Við verðum að fá að segja fréttir af slíkum málum. Í því felst ekki bara rétturinn til að upplýsa fólk, eða varnaðaráhrif, heldur líka yfirlýsing um að þolendur eiga ekki að þurfa að þjást í hljóði. Nauðganir eru illvirki, fréttnæmar og dæmin sýna að lögreglu veitir ekki af aðhaldi frá fólki og fjölmiðlum þegar kemur að rannsókn slíkra mála. Aðgát skal þó höfð í nærveru sálar. Þess vegna forð- umst við að lýsa atvikum með of nákvæmum hætti. Berorðustu lýsingar á sakarefnum hafa enda komið úr annarri átt. Frá lögmanni sakborninga í viðtali við sjálft Ríkisútvarpið. Lögmaðurinn hefur stigið öll danssporin í bókinni. Hótunarbréfið var fyrsta skrefið, svo kom málflutn- ingur í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum og loks kæra á hendur meintum þolendum fyrir rangar sakargiftir. Í sjálfu sér er ekkert við framgöngu hans að athuga. Sakaðir menn eiga rétt á öflugri málsvörn. Óttinn við bægslaganginn má þó ekki verða til þess að fjölmiðlar hiki við að segja fréttir. Það er þjóðþrifa- mál að opna umræðu um kynferðisbrot. Jafnvel þótt menn séu saklausir uns sekt er sönnuð. Segja eða þegja Allt of lengi hafa fórnar- lömb slíkra brota þurft að bera harm sinn og skömm í hljóði. Horft framan í réttarkerfi sem hvorki hlustar né skilur. Hagsveiflur, ekki ofþensla „Er 2007 að koma aftur? Nei, ég held ekki,“ sagði Már Guð- mundsson seðlabankastjóri á fundi efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis í gærmorgun. Við getum þá óhrædd endur- nýjað uppþvottavélina. Það hefur mikið farið fyrir fréttum um ofþenslumerki hagkerfisins á undanförnum mánuðum. Stórar fjárfestingar í stóriðju og ferðaþjónustu, skattalækkanir ríkisstjórnarinnar og vaxtahækk- anir Seðlabankans til að sporna við því að verðbólgan fari á flug hefur allt sáð óöryggisfræi í brjóst landsmanna. En Már segir að þetta séu bara hagsveiflur. Það má samt ekki gleyma því að hlutverk Más er að passa að ekki  fari allt á kúpuna hér á landi og mikilvægur liður í því er að vera ekki fullur af bölmóði. Spekileki eðlilegur Á fyrstu níu mánuðum ársins fluttu 3.120 ríkisborgarar frá landinu, margt háskólafólk. Í samtali við Vísi í gær sagði Þor- steinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, að það væri áhyggjuefni. En það er ekki skrítið að spekilekinn verði þegar lausnir ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum eru áburðar- verksmiðjur og álver. Ríkis- stjórnin þarf að taka af sér gula framkvæmdahjálminn og hugsa í ferskari lausnum til að halda unga fólkinu hér á landi. snaeros@frettabladid.is Frá degi til dags 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r26 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð SKOÐUN 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 5 K _ N Y .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 E E -B 8 A 4 1 6 E E -B 7 6 8 1 6 E E -B 6 2 C 1 6 E E -B 4 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 8 0 s _ 1 1 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.