Fréttablaðið - 12.11.2015, Síða 30

Fréttablaðið - 12.11.2015, Síða 30
Í leiðara  Fréttablaðsins 10. nóvember sl.  fer Óli Kristján Ármannsson fram á að tals- menn Gætum garðsins haldi sig við staðreyndir. Óli Kristján segir að það séu rangfærslur og útúr- snúningar hjá Björk og Andra Snæ að halda því fram að Íslendingar horfi til þess að sjá Bretum fyrir rafmagni, eða að ríkisstjórnin geti á einhvern hátt keyrt í gegn stefnu þar sem ráðist yrði í virkjanir út um allar koppa grundir. Það virðist vera að Óli Kristján hafi ekki verið á fundinum eða ekki hlustað á streymi Vísis af fundin- um. Þau vitnuðu í viðtöl sem birst hafa í enskum fjölmiðlum við for- sætisráðherra Íslands og Bretlands þar sem þetta kom fram og birtu m.a. nokkrar tilvitnanir í ummæli þeirra um „Britain and Iceland volcano power project“. Í ræðum Bjarkar og Andra Snæs og undir- ritaðs var bent á að þessar fullyrð- ingar ráðherranna stæðust enga skoðun. Það væri einfaldlega ekki hægt að skaffa allt það rafmagn sem forsætisráðherrarnir töluðu um, jafnvel þó allt væri virkjað hér á landi sem virkjanlegt er. Þannig að réttara væri hjá Óla Kristjáni að beina orðum sínum til Sigmundar Davíðs og Cameron. Reyndar sagði iðnaðarráðherra í viðtölum á föstu- daginn eftir fund Gætum garðsins að það væri margt rangt sem Björk og Andri Snær hefðu sagt. Við bíðum spennt eftir því að heyra frá iðnaðarráðherra hvað af því sem við sögðum sé rangt. Óli Kristján fullyrðir að meiri- hluti þeirrar orku sem rætt er um að selja um rafstreng verði umfram- orka frá núverandi virkjunum sem ekki nýtist hér innanlands. Staðan í dag er hins vegar sú að það er skortur á rafmagni á ákveðnum stöðum á landinu, sérstaklega á Norðausturlandi. Sú orka er fram- leidd með olíu. Þessi orka er til en það kallar á úrbætur í dreifikerfi Landsvirkjunar. Einn mesti fjársjóður landsins Við höfum í málflutningi okkar aldrei dregið það í efa að það þurfi að lagfæra orkudreifikerfið og jafn- vel að virkja eitthvað meira, en það eru hins vegar uppi deilur um hvernig eigi að gera það. Það stefnir í að það vanti orku á Eyjafjarðar- svæðið, sama á við Skagafjarðar- svæðið, sama á við Skagaströnd þ.e.a.s. ef þar verður byggt álver. Það er hafin bygging stóriðju á Húsavík og þegar þessi stóriðja verður ræst vantar orku til Húsavíkur. Sama á við um Grundartanga, þangað vant- ar mikla orku. Það er hafin bygging orkufrekrar stóriðju í Helguvík, þangað vantar mikla orku. Þrátt fyrir þetta lætur forsætisráð- herra landsins hafa eftir sér framan- greindar fullyrðingar við erlenda fjölmiðla og fundur Gætum garðsins var einmitt haldinn til þess að leið- rétta það við þá fjölmörgu erlendu blaðamenn sem hér eru. Miðhálendi Íslands er sannarlega einn mesti fjársjóður landsins. Þar má finna stærsta ósnortna víðerni í Evrópu. Stórbrotnar landslags- heildir og náttúrufyrirbæri með eldfjöllum, jöklum, vatnsmiklum ám og fossum. Víðerni á Íslandi hafa minnkað um 68% frá árinu 1936 samkvæmt nýlegri rannsókn við Háskóla Íslands, það verður ekki gengið lengra. Það virðist ekki vefjast fyrir íslenskum stjórnvöldum að leggja lengsta sæstreng í heimi eða 1.200 kílómetra til Bretlands til þess að tryggja rafmagnsöryggi Bretlands. Til þess að geta gert það þarf að virkja nánast allt sem virkjanlegt er á landinu og leggja háspennulínur eftir þverar sveitir Norðurlands og yfir Sprengisand. Sigmundur Davíð segir það hins vegar ekki koma til greina að leggja jarðspennustrengi fyrir Íslendinga til verndunar íslenskrar náttúru, það sé alltof dýrt. Höldum okkur við staðreyndir Í kjölfar skýrslu starfshóps, sem menntamálaráðherra skipaði um rekstur og starfsemi RÚV frá því það var ohf.-vætt árið 2007, hafa spunnist miklar og oft á tíðum óvægnar umræður í þjóðfélaginu. Sitt sýnist hverjum, eðlilega, en því miður hafa menn farið í skotgraf- irnar og borið brigslyrði upp á höf- unda skýrslunnar, stjórnendur og stjórn RÚV og jafnvel starfsmenn. Það er miður. Skýrslan kom út 29. október og er afar forvitnileg lesning. Hægt er að deila um framsetningu, orðfæri, sam- hengi, skipan starfshópsins og svo framvegis. En skýrslan stendur eftir sem opinbert plagg og ber að skoð- ast sem slíkt. Því er rétt að fara aðeins yfir sögu RÚV frá árinu 2007 og hvað framtíðin gæti borið í skauti sínu. Ohf.-væðing RÚV Ákveðið var við stofnun RÚV ohf. að eigið fé þess yrði 15%. Þó var vitað á þeim tíma að það væri of lágt eða alla vega um það deilt. Útvarps- gjaldið sem sett var á hefur aldrei gengið óskert til félagsins. Þessi til- högun leiddi til margs konar vanda- mála í rekstri RÚV og þurfti fjárveit- ingavaldið að leggja stofnuninni til aukafjárveitingar nokkrum sinnum auk þess að afskrifa skuldir. En þess- ar upphæðir náðu þó ekki þeirri upphæð sem RÚV hefði fengið ef Alþingi hefði ekki klipið af útvarps- gjaldinu. Rétt er að hafa þessa stað- reynd í huga þegar skeggrætt er um rekstrarvanda RÚV. Tími mikillar skuldasöfnunar Segja má með sanni að í tíð ríkis- stjórnar Jóhönnu og Steingríms á árunum 2009/13 hafi vandi RÚV orðið því sem næst óstjórnlegur. Ekki nóg með að ríkisstjórn þeirra með fulltingi Alþingis hafi stórlega skert framlög til RÚV heldur fóru þáverandi stjórn og útvarpsstjóri offari í lántökum til að halda rekstri félagsins í óbreyttri mynd. Það ferli endaði svo með stórum hvelli, síðla árs 2013 þegar þáverandi útvarps- stjóri, Páll Magnússon, sagði af sér í kjölfar mikillar ólgu vegna fjölda- uppsagna og hagræðingar aðgerða. Hvað olli því að félagið flaut sof- andi að feigðarósi á þessum tíma er umhugsunarefni en ábyrgðin var á hendi þáverandi stjórnar og útvarpsstjóra. Þeirra er að svara fyrir þann tíma í rekstrarsögu RÚV ohf. Núið og LSR lánið Þó margt orki tvímælis þá gert er, er alveg ljóst að góður viðsnún- ingur hefur orðið á rekstri RÚV ohf. frá því að nýr útvarpsstjóri og ný stjórn tóku við keflinu. Miklar skuldir íþyngdu félaginu og þörf var á aðgerðum. Farið var í miklar aðhaldsaðgerðir innandyra og hluti hússins eða nálægt 3.000 fermetrar leigðir út. Samið var um frestun afborgana og vaxta af LSR-láninu í eitt og hálft ár. Þessi aðgerð tryggði jákvætt sjóðstreymi á tímabilinu sem er félaginu lífsnauðsynlegt. Það er auðvitað álitamál hvort rétt- lætanlegt sé að ríkið yfirtaki þessa skuldbindingu sem nú stendur í um 3,2 milljörðum. Stofnunin fékk lóð og húseign á móti skuldum á sínum tíma, árið 2007. Verði tekjur af sölu lóðar notaðar til lækkunar skulda mun eigið fé félagsins fara úr tæpum 6% í um 16% sem er meira en það var við stofnun RÚV ohf. Framtíðin Miklar breytingar hafa orðið á fáum árum í fjölmiðlun og sér ekki fyrir endann á þeim. Það er því bráð- nauðsynlegt að stjórn og útvarps- stjóri taki höndum saman og móti sína framtíðarsýn á hlutverki og starfsemi RÚV ohf. Allt þarf að vera undir í þeirri vinnu, þar á meðal skýrsla starfshóps undir forystu Eyþórs Arnalds um rekstur og starf- semi RÚV ohf. frá 2007 til dagsins í dag. Alþingi ræður miklu, og í raun öllu, um starfsemi RÚV ohf. á næstu misserum. Verði lögum ekki breytt er varða útvarpsgjaldið þarf að fara í gagngera uppstokkun á rekstr- inum, nú þegar. Það er ekki skyn- samlegt. Tryggja þarf reksturinn, í það minnsta, fyrir árið 2016 og nota fyrrihluta þess árs í vandaða greiningu á stöðu og hlutverki RÚV til framtíðar. Þá fyrst er hægt að taka vel ígrundaðar ákvarðanir. Er og verður RÚV er í þágu okkar allra. Fram- sóknarflokkurinn hefur ætíð staðið vörð um þessa menningarstofnun sem hefur fylgt okkur lengi og meginþorri þjóðarinnar vill hafa við hlið sér. Mikill mannauður og ómetanleg menningarverðmæti eru fólgin í RÚV. Þekking, reynsla og hæfileikar starfsmanna RÚV er gnægtabrunnur sem þjóðin nýtur góðs af. Undirritaður mun sem stoltur framsóknarmaður og stjórnarmaður í RÚV beita sér, hér eftir sem hingað til, fyrir öflugum og hlutlægum fjölmiðli í almannaeigu. RÚV – í núinu og til framtíðar Breytingarnar á norðurskaut-inu eru mun örari en nokk-urn óraði fyrir að gæti orðið fyrir einungis fáum árum. Bráðnun heimskautaíssins og sú stóraukna skipaumferð sem af hefur hlotist um norðurpól, auðlindir sem stór- þjóðir hafa augastað á undir hafs- botni og í jörðu – að ekki sé minnst á afdrif lífstofna í hafinu sem strandríkin byggja afkomu sína á – allt hefur þetta gert mönnum æ betur ljóst hve mikið er í húfi fyrir vistkerfi og efnahag Norðurslóða- ríkja. Ágirnd á auðæfum Norðurslóða Æ fleiri ríki, stofnanir og samtök ásælast hlut í gæðum og mögu- leikum norðurslóða, ekki síst með auðlindanýtingu fyrir augum. Sam- hliða eru valdastjórnmál farin að yfirskyggja samvinnu ríkja, eftir því sem stórveldin gera sig meira gildandi í norðurslóðamálefnum. Stórþjóðir hafa skilgreint norður- skautið sem hernaðarlega mikil- vægt og hernaðarleg viðvera hefur færst þar í aukana. Að sama skapi hafa æ fleiri þjóðir séð ástæðu til þess að árétta fullveldi sitt og hags- muni tengda nýtingu. Við svo búið verða Norður- löndin að taka sér stöðu og gæta hagsmuna sinna og samningsstöðu gagnvart umheiminum. Það er því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að efla og bæta samstarf Norður- landa í umhverfis- og öryggis- málum á norðurslóðum. 5 ríkja samstarf eða Norðurskautsráð? Hið svokallaða 5 ríkja samstarf um norðurskautsmálefnin er eitt dæmi um það hvernig valda- stjórnmál eru að verða ógn við ríkjasamvinnu í málefnum norð- urslóða. Kanada, Banaríkin, Rúss- land, Danmörk og Noregur hafa myndað með sér samráðsvettvang, en undanskilið Íslendinga, Svía, Finna og frumbyggjasamtökin. Til hliðar við þennan vettvang starfar svo Norðurskautsráðið, en í því eru öll norðurslóðaríkin átta: Ísland, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Danmörk, Bandaríkin, Kanada og Rússland. Þar eiga frumbyggja- samtök norðurskautsins einnig sína fulltrúa og ýmsir fleiri. Meðal aðildar- og áheyrnaraðila Norður- skautsráðsins eru 10 af 11 stærstu hagkerfum heims, 6 af 15 stærstu olíuframleiðsluríkjum heims og 9 af 20 stærstu fiskveiðiþjóðum heims. Norðurskautsráðið er þess vegna vettvangurinn þar sem sam- ráð þjóðanna á að eiga sér stað um málefni norðurslóða. Það er mikil- vægt fyrir hagsmuni Norðurlanda að styrkja Norðurskautsráðið. Augljóst er að strandríkin, ekki síst Íslendingar og frumbyggjaþjóð- irnar, eiga mikið undir því hvernig mál þróast á norðurslóðum. Hags- munir Íslands eru nátengdir sam- göngum til og frá landinu og auð- lindanýtingu á borð við fiskveiðar. Ísland er til dæmis 17da stærsta fiskveiðiþjóð heims. Ísland á kröfu til land- og hafsvæða norðan heim- skautsbaugs, enda er efnahagslög- saga okkar innan norðurskaut- svæðisins og nær til Grænlandshafs við Norður-Íshaf. Rannsóknir og samstarf – ekki valdastjórnmál 5-ríkja samstarfið hefur verið okkur þyrnir í augum af tveim ástæðum. Sú fyrsta er augljós, við eigum þar enga aðkomu. Hin ástæðan er að það hefur aukið spennu og tortryggni í samskiptum landa. Framkoma Rússa í austan- verðri Evrópu hefur ekki bætt úr þeirri skák, og undirstrikar einnig nauðsyn þess að Norðurlönd og Vesturlönd standi saman á öllum sviðum. Er nú svo komið að jafn- vel Bandaríkjamenn hafa látið í ljósi áhyggjur af því að kannski sé 5-ríkja samráðsvettvangurinn full ráðríkur með tilliti til minni þjóð- anna sem eiga mikið undir. Það er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að valdastjórnmálum sé vikið til hliðar í málefnum norður- slóða, þar sem svo geigvænlegar umhverfisbreytingar eru að eiga sér stað. Á móti þarf að efla milli- ríkjasamstarf um rannsóknir og vöktun á svæðinu svo ákvarðanir framtíðar byggist á vísindalegri þekkingu. Um þetta ættu Íslend- ingar að hafa forgöngu, því við eigum að vera leiðandi í málefn- um norðurslóða á grundvelli fag- mennsku, þekkingar og ábyrgrar umhverfisstefnu. Afkoma okkar og framtíð getur oltið á því. Ísland og norðurslóðir Kristinn Dagur Gissurarson stoltur fram- sóknarmaður, við- skiptafræðingur og stjórnarmaður í RÚV ohf. Miklar breytingar hafa orðið á fáum árum í fjölmiðlun og sér ekki fyrir endann á þeim. Það er því bráðnauðsynlegt að stjórn og útvarpsstjóri taki höndum saman og móti sína framtíðarsýn á hlutverki og starfsemi RÚV ohf. Guðmundur Gunnarsson starfsmaður Gætum garðsins Það væri einfaldlega ekki hægt að skaffa allt það raf- magn sem forsætisráðherr- arnir töluðu um, jafnvel þó allt væri virkjað hér á landi sem virkjanlegt er. Það er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að valdastjórn- málum sé vikið til hliðar í málefnum norðurslóða, þar sem svo geigvænlegar um- hverfisbreytingar eru að eiga sér stað. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir varaforseti Norðurlandaráðs 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r30 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 E F -2 5 4 4 1 6 E F -2 4 0 8 1 6 E F -2 2 C C 1 6 E F -2 1 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 1 1 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.