Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.11.2015, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 12.11.2015, Qupperneq 32
Undanfarna átta mánuði hefur staðið yfir afar spenn­andi tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar, Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og Barnaverndar Reykjavíkur. Þjónustumiðstöðin lokar klukkutíma fyrr alla virka daga en skrifstofa Barnaverndar lokar eftir hádegi á föstudögum. Bakvakt og neyðarþjónustu hefur verið sinnt með sama hætti og áður utan hefðbundins opnunartíma. Almenn ánægja er meðal starfs­ fólks sem hefur tekið þátt í verk­ efninu og allt bendir til þess að það hafi almennt tekist vel. Það er mikið fagnaðarefni að ríkisvaldið hyggist setja af stað samskonar verkefni líkt og tilkynnt var fyrir skömmu í tengslum við kjarasamninga ríkisins við aðildar­ félög BSRB. Markmið þess verður að kanna hvort stytting vinnuviku úr 40 vinnustundum í 36 leiði til gagnkvæms ávinnings starfsmanna og þeirra stofnana sem verða fyrir valinu. Áfangamat stendur nú yfir á verkefninu í Reykjavík, en miðað við þau gögn sem þegar liggja fyrir og upplifun stjórnenda á starfs­ stöðunum virðist verkefnið hafa gengið vel. Það hefur kallað á breytt vinnufyrirkomulag og tíma­ stjórnun og einhverja hnökra hefur þurft að lagfæra, en allt hefur það verið yfirstíganlegt. Grunnur að langtímabreytingu Reykjavíkurborg hefur vandað til verka enda er hér verið að leggja grunn að langtímabreytingu í sam­ félagi okkar. Þar þarf meira til en eitt tilraunaverkefni og jafnvel þótt allar líkur séu á að borgin haldi áfram með verkefni af þessum toga vekur það von og gleði að sjá fleiri atvinnurekendur hefjast handa. Reykjavíkurborg er reiðubúin að miðla þeirri þekkingu sem hefur skapast undanfarna mánuði og mun gjarnan taka þátt í samstarfi um næstu skref, við ríkið og aðra atvinnurekendur ef svo ber undir. Á sama tíma og þessi tilrauna­ verkefni standa yfir er nauðsynlegt að gera úttekt á þjóðhagslegri arð­ semi þess að stytta vinnuvikuna. Þar verður að taka mið af tækifærum fólks á vinnumarkaði með tilliti til aðstæðna, s.s. kyns, barnafjölda, ald­ urs, fötlunar og uppruna. Verkefnið getur bæði jafnað tækifæri ólíkra hópa á vinnumarkaði og stuðlað að bættri og sanngjarnari nýtingu á kröftum okkar allra. Á sama tíma hefur þetta áhrif á aðbúnað og þjón­ ustu við börn, eldra fólk, fatlað fólk bæði á stofnunum og heimilum og í reynd á menningu og viðhorf í sam­ félaginu öllu. Það er til mikils að vinna, ríki og borg eiga að hjálpast að og tryggja að þetta mikilvæga verkefni takist vel. Styttri vinnuvika er hagur okkar allra. Höfundar sitja í stýrihópi um styttingu vinnuvikunnar. Styttri vinnudagur – hagur okkar allra Vantrúarmaður gerði athuga­semdir í viðræðu á Vantrúar­vefnum árið 2013 við mann, annarrar skoðunar og segir: „ … í flestum löndum gengur alveg ágæt­ lega án þjóðkirkju, þetta fyrirkomu­ lag er alger undantekning.“ En hvað segja aðrar heimildir? Á vef íslensku þjóðkirkjunnar er heil­ mikinn fróðleik að finna, m.a. undir yfirskriftinni Trúin og lífið. Þar er sagt frá því, að í danska blaðinu Kristeligt dagblad var fyrir nokkru gerð úttekt á sambandi ríkis og kirkju í 25 löndum, sem þá voru í Evrópusambandinu eða á leið þar inn. Í öllum ríkjunum 25 er trúfrelsi, en mér virðist Holland vera eina landið, þar sem ríki og kirkja eru algjörlega aðskilin. Í stjórnarskrám fimm þeirra er Guðs nafn nefnt og áhersla lögð á hinn kristna menn­ ingararf. Í hinum löndunum kemur ríkið eitthvað að trúmálum og fyrst og fremst með því að það fjármagn­ ar trúfélög og oftast vegna þess, að kirkja og kristni hafa þar ótvíræða sérstöðu. Flest ríki álfunnar, þar sem kaþólska kirkjan er í meirihluta, hafa gert sáttmála (konkordat) við páfastól, sem tryggir kirkjunni ákveðin réttindi af hálfu ríkisins. Öðruvísi en margir hafa haldið Þannig er augljóst, að samskipti ríkja og kirkju í Evrópu eru öðruvísi og flóknari en margir hafa haldið. Í Danmörku er þjóðkirkja. Þar er stjórnarskrárákvæðið nánast sam­ hljóða því íslenska. Danska þjóð­ kirkjan er þó miklu háðari ríkinu en sú íslenska, því öll hennar ráð eru í höndum Þjóðþingsins og kirkjumálaráðuneytisins. Ríkið innheimtir kirkjuskatt, sem stendur undir rekstri kirkjunnar og safnaða hennar. Önnur trúfélög njóta ekki lögboðins stuðnings ríkisins. Kristin fræði eru kennd í skólunum. Nem­ endur, sem ekki tilheyra þjóðkirkj­ unni, fá undanþágu frá þátttöku en fáir notfæra sér það. Samstarf kirkju og skóla er náið. Norska ríkið hóf endurskoðun á sinni löggjöf 2012. Þar eru stjórnar­ skrármálin nú mjög svipuð þeim íslensku. Ríkið innheimtir árgjöld allra safnaða, kirkjulegra og ann­ arra. Sveitarfélögin reka kirkju­ húsin og ríkið greiðir fyrir trúarupp­ fræðslu, sem þjóðkirkjan og önnur viðurkennd trúfélög annast. Svíþjóð skildi að ríki og kirkju árið 2000. Þá voru ákvæði um þjóð­ kirkju felld út úr stjórnarskrá, en þó á konungurinn að tilheyra lúthersku kirkjunni. Þingið setur kirkjunni rammalög og ríkið greiðir umtals­ verðar fjárhæðir til viðhalds kirkju­ byggingum. Ríkið innheimtir einnig sóknargjöld fyrir öll skráð trúfélög og standa þau gjöld undir öllum rekstri þeirra. Í Finnlandi eru tvær þjóðkirkjur, Lútherska kirkjan með um þrjá fjórðu hluta þjóðarinnar og Rétt­ trúnaðarkirkjan, með um 50 þúsund manns. Ríkið innheimtir kirkjuskatt til þeirra beggja og þingið setur þeim lög. Lútherska kirkjan hefur þó umtalsvert sjálfstæði og sterka fjárhagsstöðu. Engin lög eru sett um kirkjuna án samþykkis kirkjuþings­ ins og þjóðþingið getur aðeins sam­ þykkt lagafrumvörp kirkjuþingsins eða hafnað þeim. Trúfræðsla er á námskrá skólanna og skal veitt í samræmi við trúfélag nemandans. Ef minnst þrír nemendur í bekk eru utan trúfélaga, ber að veita þeim sn. „livsåskådningskunnskap“. Full­ trúar kirknanna taka þátt í mótun námskrár í trúfræðslu, þótt hún sé á ábyrgð og kostnað og undir forræði skólans. Bretland hefur ekki stjórnarskrá í sömu mynd og við. En mörg lög og reglur ákvarða tvær þjóðkirkjur, ensku biskupakirkjuna, Church of England, og skosku mótmæl­ endakirkjuna, Church of Scotland. Tengslin milli ríkis og kirkna eru margslungin. Þjóðhöfðinginn er „verjandi trúarinnar“. Forsætisráð­ herrann útnefnir erkibiskup ensku kirkjunnar, sem ásamt nokkrum öðrum biskupum á sjálfkrafa sæti í efri deild breska þingsins, lávarða­ deildinni. Í Bretlandi er sterk hefð fyrir trúfræðslu í skólum og sam­ starfi kirkju og skóla. Fyrr á tíð gegndu kirkja og kristin trú mikilvægu hlutverki í Þýska­ landi og gera enn. Þýska stjórnar­ skráin hefst með orðunum: „Þar sem þýska þjóðin er sannfærð um ábyrgð sína fyrir Guði og mönn­ um …“ Þessar tilvitnanir sýna, að tengsl ríkis og kirkju í nágrannalöndum okkar eru talsverð, misnáin en þó meiri en oft er látið í skína í opin­ berri umræðu á Íslandi. Ég vildi óska þess, að við Íslendingar gætum sem heild tekið undir áður greind orð þýsku stjórnarskrárinnar, þegar samskipti ríkis og kirkju eru á dag­ skrá. Það er svo dýrmætt, að skynja ábyrgð sína bæði gagnvart samtíð sinni og óbornum kynslóðum. Samskipti ríkis og kirkju í öðrum löndum III Þórir Stephensen fv. dómkirkju- prestur og staðarhaldari í Viðey Í stjórnarskrám fimm þeirra er Guðs nafn nefnt og áhersla lögð á hinn kristna menn- ingararf. Ég veit ekki hvað kom yfir mig þegar ég hlustaði á fyrsta verk tónleikanna – sem var Nótt á nornagnípu eftir Músorgskij – því að áður en varði var ég farinn að hugsa um allt annað tónskáld; þ.e. Jón Leifs. Furðulegt! Og því meira sem djöfuldómurinn kyrjaði hjá Músorgskij, því meira varð mér hugsað til Jóns Leifs – þar til skyndi­ lega að mér fannst þessir tveir vera svo andlega skyldir að þeir hljóti að hafa verið ein og sama sálin; sem táknar að í fyrra lífi sínu hljóti Jón Leifs að hafa verið Músorgskij. Gefur það ekki augaleið? Í ákveðnum skilningi er hægt að segja að djöfuldómurinn hafi haldið áfram í næsta verki sem var þriðji píanókonsert Prókofievs. Tök hins unga flytjanda – Abdura­ imovs – á verkinu voru alltént á stundum virkilega ,,diabolique“: fingralipurðin og krafturinn slíkur að einna helst minnti á galdra. Samt var ég ekki alls kostar ánægður með flutninginn sem mér fannst allt of einvíður. Auðvitað er þetta í aðra röndina sannkallað ,,bravúrverk“ – en bara í aðra röndina. Mér fannst hinn ungi galdramaður valta dálítið yfir hina hliðina á verkinu – sem er ofboðslega skemmtileg og ísmeygi­ leg kímni. Til þess að ná þessu eðli verksins fram verður á köflum að draga úr hraðanum og kraftinum. Og svo eftir hlé var það 5. sinfónía Tsjækovskíjs í meðförum Osmo Vänskä – sem var hreint út sagt stórkostleg uppfærsla; stórkostleg upplifun – og jafnvel lífsreynsla. Þetta var sköpun; sannkölluð nýsköpun. Það voru stórir hlutar af þessari frægu hljómkviðu sem mér fannst ég vera að heyra í fyrsta sinn – vegna þess hvað stjórnandinn tók verkið persónulegum tökum. Þetta líka eru galdrar: endursköpun sem maður heyrir kannski ekki oft á ævinni. Flutningur af þessu taginu situr í minninu. Ekkert sjálfsprottið Þessi grein er raunar ekki hugsuð til þess að vera gagnrýni – þótt ég hafi látið nokkrar hugleiðingar um túlk­ unina fylgja með. Það er allt annað sem mér er hér í huga: Mig langar til að gera að umræðuefni hvernig tón­ leikagestir í Hörpu – á tónleikum sinfóníuhljómsveitarinnar – sýna listamönnum virðingu sína með ,,standing ovation“. Í Hörpu hefur myndast ákveðin hefð hvað þetta varðar: Tónleikagestir standa upp fyrir heimsfrægum nöfnum – og þá helst einleikurum – og algerlega óháð því hvernig þessir listamenn pluma sig á sjálfum konsertinum. Þess vegna vissi ég á tónleikunum 22. okt. að gestir mundu rísa úr sætum fyrir einleikaranum – í takt við hefðina. Það er ekkert sjálf­ sprottið – ,,spontant“ – í þessu. Og þess vegna er þetta hálf neyðarlegt; dálítið kauðalegt – í sannleika sagt. Maður gefur ekki ,,standing ovat­ ion“ samkvæmt formúlu; maður gefur ,,standing ovation“ nokkrum sinnum á ævinni – og þá sem við­ brögð sem koma beint frá hjartanu. Og þar að auki: hvers vegna sýna þessir tónleikagestir aldrei íslensk­ um listamönnum sömu virðingu? Það er stutt síðan við heyrðum fram­ lag Arngunnar í Mozart og Víkings Heiðars í Skrjabin – og stóðu þau sig bæði frábærlega og aldeilis ekkert síður en einleikarinn þann 22. okt. Meginástæðan fyrir því að ég skuli hafa haft fyrir því að setja þessa punkta saman er samt þessi: Það var nefnilega full ástæða til þess að standa upp á tónleikunum þann 22. okt. sl. – fyrir hljómsveitarstjór­ anum, miklu frekar en einleikar­ anum. Fólk gerir sér sjálfsagt ekki grein fyrir því að þessi framkoma – sú staðreynd að ekki var staðið upp fyrir hljómsveitarstjóranum – getur verkað illa: það getur verkað sem svo að tónleikagestir hafi ekki fullkomlega kunnað að meta fram­ lag hljómsveitarstjórans. Þetta er fullkomlega ósanngjarnt vegna þess að 5. Tsjækovskís hljómaði aldeilis frábærlega – og já, það var ástæða til þess að standa upp fyrir Osmo Vänskä. ,,Standing ovation“ á sinfó 22. okt. 2015 Sóley Tómas- dóttir forseti borgar- stjórnar og borgarfulltrúi VG Magnús Már Guðmundsson varaborgarfulltrúi Samfylkingar- innar Á sama tíma og þessi til- raunaverkefni standa yfir er nauðsynlegt að gera úttekt á þjóðhagslegri arðsemi þess að stytta vinnuvikuna. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Þór Rögnvaldsson heimspekingur Tónleikagestir standa upp fyrir heimsfrægum nöfnum – og þá helst einleikurum – og algerlega óháð því hvernig þessir listamenn pluma sig á sjálfum konsertinum. 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r32 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 E F -1 6 7 4 1 6 E F -1 5 3 8 1 6 E F -1 3 F C 1 6 E F -1 2 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 0 s _ 1 1 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.