Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.11.2015, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 12.11.2015, Qupperneq 34
Fólk| tíska Fólk er kynningarblað sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Hugmyndin að skartinu sem Krist-jana Jokumsen verslunareig-andi hannar þróaðist út frá snudduböndum sem hún gerir. „Ég fór að hanna undir merkinu Jokumsen og byrjaði að gera snuddubönd í sumar sem ég kalla Hjartabönd. Í kjölfarið datt mér í hug að hafa hálsmen í stíl þannig að móðir og barn gætu verið eins. Þá urðu Hjartamenin til. Þetta vatt svo upp á sig og til varð önnur tegund af snuddubönd- um, Kjarnabönd, og einnig hálsmen með þeim. Fjölskylduböndin eru svo afurð af þessari snuddubandahönnun en þau eru líka hugsuð fyrir karlmenn. Ég hef reyndar ekki selt karl- manni, svo ég viti til að minnsta kosti, hálsmen en ég er með armbönd fyrir þá. Armböndin voru upp- haflega gerð sem systkinabönd, en svo var ég beðin um armband fyrir einn pabba þannig að ég stækkaði systkinaböndin og þau urðu að Fjölskylduböndum,“ útskýrir Kristjana. Hún tekur dæmi af einni sérpöntun af Fjölskyldu- böndum sem hún gerði nýlega. „Ég gerði snudduband sem var skírnargjöf en svo fékk mamman líka hálsmen og pabbinn fékk armband. Mamman og barnið fengu hjarta á snuddubandið og hálsmenið en pabbinn fékk svepp á armbandið af því hann er kokkur. Gripirnir eru einmitt oft persónugerðir á einhvern hátt sem mér finnst mjög skemmtilegt.“ skemmtileg, mjúk og þægileg Kristjana er skapandi týpa og hefur alltaf verið en segist ekki hafa leyft sköpuninni að njóta sín fyrr en núna. Hún byrjaði að gera snudduböndin sín síðastliðið sumar. „Þetta byrjaði þannig að ég var með vinkonu minni á kaffihúsi og sex mánaða sonur hennar var alltaf að naga snuddubandið sitt sem var með lökkuðum tréperlum. Ég fór þá að hugsa um hvaða efni væru í því. Eldri stelpan mín nagaði sitt líka, þannig að mér datt í hug að það væri sniðugt að hafa snudduböndin úr efni sem væri hentugt fyrir börn að naga, eitthvað mjúkt fyrir góminn og að lakkið færi ekki af því. Ég datt þá niður á hágæða sílikon sem er laust við eiturefni og ofnæmis- valda. Í leitinni að rétta efninu rakst ég á þessi svokölluðu gjafamen. Þau eru hugsuð fyrir mæður til að vera með á meðan börn þeirra eru að drekka brjóst, börnin geta þá fiktað í bandinu á meðan þau drekka og nagað það þegar þau eru ekki á brjósti þannig að ég fór að gera þau líka,“ segir Kristjana og bætir við að hún hafi ekki verið sjálf með skartgripi þegar stelpurnar hennar voru litlar. „Þær voru mikið að toga í skartgripina mína og reyna að japla á þeim en ég var ekki alveg til í leyfa þeim það. Það var því góð leið að nota gjafamenin til að geta verið fín um leið og þær fengu að fikta í skartinu mínu. Ömmur þeirra hafa líka notað sín men þegar þær koma í heimsókn en áferðin á perl- unum er skemmtileg, mjúk og þægileg, og menið er ekki þungt. Ég hef líka heyrt af konum sem nota þau af því þær eru með ofnæmi fyrir málmum og geta ekki keypt hvað sem er en þær fá engin viðbrögð við hálsmenunum frá mér,“ segir hún og brosir. Fjölskyldan í stíl skart Kristjana Jokumsen gerir sérhannaða skartgripi sem öll fjölskyldan getur skartað. Hugmyndin að þeim kom út frá hönnun snuddubanda. litríkt Skartið frá Jokumsen er í fallegum litum. Fjölskyldubönd Skartgripirnir sem kristjana hannar eru úr hágæða sílikoni sem er laust við eiturefni og ofnæmisvalda. Gripirnir henta því flestum og hægt að koma með sérpantanir um útlit. skapandi týpa kristjana Jokumsen hannar fallega skartgripi fyrir konur, karla og börn undir merkinu Jokumsen. MYND/VIlHElM Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook kr. 15.900.- str. 36-46 Gallabuxur frá Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 Flott föt, fyrir flottar konur GRÍN, HASAR OG RÓMANTÍK Á BÍÓSTÖÐINNI Bíóstöðin er hluti af Skemmtipakkanum þar sem boðið er upp á kvikmyndir allan sólarhringinn. Með því að greiða 1.990 kr. aukalega færðu endalaust tal og 1 GB í GSM. 365.is | Sími 1817 BÍÓSTÖÐ IN ER Í SKEM MTI- PAKKAN UM 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 E E -F 3 E 4 1 6 E E -F 2 A 8 1 6 E E -F 1 6 C 1 6 E E -F 0 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 8 0 s _ 1 1 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.