Fréttablaðið - 12.11.2015, Side 39

Fréttablaðið - 12.11.2015, Side 39
Kringlan Gjafavörur 12. nóvember 2015 Kynningarblað Mikil gróska er í gjafavöruverslun í Kringlunni og á þessu ári hefur þeim verslunum sem bjóða upp á vandaða gjafavöru fjölgað umtalsvert. Hér er úttekt á fjölbreyttu úrvali gjafavöruverslana í Kringlunni. Íslendingar hafa tekið Finnsku búðinni á Laugavegi vel frá upp­ hafi enda úir þar og grúir af alls kyns litríkum og skemmtilegum vörum. Margir fagna því eflaust að hún sé nú komin í Kringluna. „Ég held að Íslendingar og Finnar hafi mjög svipaðan smekk þegar kemur að hönnunarvörum og fatnaði. Íslendingar þekkja auð­ vitað vel til Iittala, Marimekko og Múmínálfanna en auk þess bjóðum við upp á ljós frá &Bros, skemmti­ lega öðruvísi skó frá Minna Pa­ rikka og hágæða skinnvörur frá Mar ita Huurinainen svo eitthvað sé nefnt,“ segir Maarit Kaipainen sem rekur verslunina ásamt þeim Piia Mettälä og Satu Rämö. Aðspurð segir Maarit aðeins ólíkar áherslur á milli verslana. „Í Kringlunni leggjum við meiri áherslu á fatnað og fylgihluti en á Laugavegi er meira um heimilis­ vörur. Þar fást þó líka stígvél, töskur, klútar og fleira í þeim dúr. Fyrir jólin ætlum við svo að bæta vinsælustu heimilisvörunum við í Kringluna ásamt jólaskrauti og jóladagatölum. Að sögn Maarit þekkja hún, Piia og Satu vel til finnskra hönn­ uða og framleiðslu, enda allar frá Finnlandi. „Við veljum því að­ eins góðar vörur sem hægt er að treysta.“ Maarit segir það helst einkenna finnska hönnun að hún er falleg, praktísk og stenst tímans tönn. Mikil áhersla er lögð á há­ gæða efnisval og umhverfisvitund. Fyrir jólin verður lögð sér­ stök áhersla á jólakjóla, náttföt og postulín frá Marimekko, Múmín­ jólaskraut, sængurver og hand­ klæði frá Finnlayson, ullarteppi og hördúka frá Lapuan Kankurit og ilmandi hágæða kerti frá De­ sico svo eitthvað sé nefnt. Maarit segir viðskiptavini oft hafa orð á því hvað það er gaman að koma inn í verslanirnar. að mati Maarit og Piiu hafa Íslendingar og Finnar mjög svipaðan smekk þegar kemur að hönnunarvörum og fatnaði. Á myndina vantar þriðja eigandann, Satu rämö. MynD/anTOn brinK Verslunin Kúnígúnd hefur fyrir löngu skipað sér sess í hugum landsmanna sem þekkt gjafa­ vöruverslun með frábært úrval þekktra vörumerkja. Kúnígúnd opnaði verslun í Kringlunni árið 2008 og þar má finna vinsælustu vörurnar á hverjum tíma að sögn Þóru Sigurðardóttur, rekstrar­ stjóra Kúnígúnd. Hún segir að alltaf sé lögð áhersla á góða þjónustu og falleg­ an frágang til viðskiptavina. Í dag selur Kúnígúnd gott úrval af fal­ legum gjafavörum frá mörgum af þekktustu framleiðandum Evr­ ópu á borð við Georg Jensen, Royal Copen hagen, Kosta Boda, Hol­ megaard, Rosendahl og Villeroy & Boch. Auk þeirra eru einnig fal­ legar vörur í boði frá smærri fram­ leiðendum. „Jólaóróarnir frá Georg Jensen eru vinsælustu jólavörurn­ ar okkar en fjölmargir Íslending­ ar safna þeim eða gefa í jólagjöf ár hvert. Fyrir utan þá bjóðum við upp á nær alla framleiðsu þeirra, þar á meðal nýju Cafu­línuna.“ Önnur þekkt merki sem Kúní­ gúnd selur eru m.a. Royal Copen­ hagen, Kosta Boda og Rosendahl. Ókeypis innpökkun er í boði í verslunum Kúnígúnd og allar vörur má finna í vefversluninni www.kunigund.is Úrval heimsþekktra vörumerkja Kúnígúnd selur gott úrval af fallegum gjafavörum frá mörgum af þekktustu framleiðendum Evrópu. Áhersla er lögð á fallegan frágang til viðskiptavina. „Jólaóróarnir frá georg Jensen eru vinsælustu jólavörurnar okkar,“ segir Þóra Sigurðardóttir, rekstrarstjóri Kúnígúnd. MynD/gVa Vegna mikillar eftirspurnar á vörum frá Iittala var þörf á sér­ verslun með úrvali af matarstellum, glösum og gjafavörum frá þessu finnska gæðamerki. Glervaran frá Alvar Aalto er gríðarlega vinsæl um allan heim en það er ótrúlegt að þessi fallega hönnun er næst­ um áttatíu ára gömul og því algjör­ lega tímalaus. Alvar Aalto hann­ aði glervasana árið 1936 en síðan hefur varan verið ein sú eftirsótt­ asta í skandinavískri hönnun og vin­ sælasta vara Iittala. Í nýju versluninni má finna mikið úrval af glerfuglunum frá Iittala en þeir eru gríðarlega fallegir og er hver og einn fugl munnblásinn og unninn af listamönnum hver á sinn hátt svo enginn fugl er eins. Einnig má finna mikið úrval af matarstell­ um sem hafa notið mikillar hylli og eru margir að safna þeim. Vinsældir Moomin­bollanna hafa varla farið fram hjá mörgum og eru þeir vinsæl gjafavara. Ár hvert kemur nýr sumarbolli og vetrar­ bolli sem fást eingöngu í takmörk­ uðu upplagi og bíða Moomin­aðdá­ endur eftir þessum söfnunarbollum þegar þeir koma út. Núna er einnig hægt að fá jóla­ matarstell í Iittala búðinni en þau fást eingöngu á þessum árstíma. Þau eru rauð og afar falleg. Mikið úrval er af fallegri gjafavöru í Iitt­ ala sem mun sannarlega kæta öll jólabörn á jólum. Jólin í iittala Verslunin Iittala var opnuð á fyrstu hæð Kringlunnar 8. apríl á þessu ári. Íslendingar hafa tekið versluninni opnum örmum enda mikið úrval af fallegum vörum. Verslunin iittala er á neðri hæð í Kringlunni en þar er fjölbreytt úrval gjafavara. MynD/anTOn brinK Komin í Kringluna Finnska búðin hefur verið starfrækt á Laugavegi 27 í rúmlega þrjú ár og var nýverið opnuð á bíógangi Kringlunnar á þriðju hæð. Þar fást aðeins finnskar vörur. aarikka armband 3.990 krónur 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 E D -F 3 2 4 1 6 E D -F 1 E 8 1 6 E D -F 0 A C 1 6 E D -E F 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 8 0 s _ 1 1 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.