Fréttablaðið - 12.11.2015, Side 41
„Við leggjum áherslu á góða hönn-
un því þó mikilvægt sé að hlutur
sé fallegur skiptir enn meira máli
að hann virki vel,“ segir Auður
Jóhannesdóttir ein af eigendum
DÚKA.
DÚKA er með gæðavörur frá um
100 framleiðendum sem eiga upp-
runa um víða veröld, frá Svíþjóð
suður til Spánar og jafnvel til Ástr-
alíu og Bandaríkjanna. „Við erum
með postulín frá Kahla, til dæmis
Pronto-bollana sem eiga sér marga
fylgjendur. Vörurnar frá Iittala eru
sívinsælar en við erum einnig með
glervöru frá Leonardo, eldhúsáhöld
frá Rösle, Peugeot og Microplane og
margt fleira,“ segir Auður og nefn-
ir einnig vörur frá DUKA í Svíþjóð.
Örbylgjupoppskál í jólapakkann
Auður segir algengt að fólk velji að
gefa praktískar en þó fallegar jóla-
gjafir. Af slíkum gjöfum sé nægt
úrval í DÚKA. Hún segist viss um
að vinsælasta gjöfin í ár verði ör-
bylgjupoppskálin frá Lékué. „Þetta
er skál til að poppa í venjulegan
maís. Eitthvað sem allir geta notað.“
Íslensk hönnun
Íslenskar vörur eru einnig vinsæl-
ar í DÚKA. „Við erum til dæmis
með vörur frá Sveinbjörgu Hall-
grímsdóttur, Hugrúnu Ívarsdóttur
og Heklu Guðmundsdóttur.”
Hægt er að fylgjast með DÚKA
á Facebook og Instagram
„Við leggjum áherslu á góða hönnun því þó mikilvægt sé að hlutur sé fallegur skiptir enn meira máli að hann virki vel,” segir
Auður Jóhannsdóttir er ein af eigendum DÚKA. MynD/SteFán
„Gjafavörudeildin hjá okkur í Hag-
kaup hefur farið stækkandi ár frá
ári og síðustu ár höfum við aukið
verulega við úrvalið af ódýrum en
vönduðum gjafavörum. Fyrir um
tveimur árum byrjuðum við að
selja íslenska hönnun á viðráðan-
legu verði, sængurver, handklæði,
púða og stjörnumerkja platta, sem
hefur verið gríðarlega vel tekið af
viðskiptavinum okkar,“ segir Her-
dís Hrönn Árnadóttir, innkaupa-
stjóri hjá Hagkaup.
„Í gjafavörudeildinni okkar
erum við með breitt úrval, þar á
meðal vörur frá hollenska merk-
inu Decoris ásamt bresku merkj-
unum Premier og SIL. Allt eru
þetta mjög smart vörur á frábæru
verði. Þessa dagana eru jólalín-
ur þeirra sem eru afar glæsileg-
ar þetta árið að berast í verslan-
ir Hagkaups. Einnig er nýkomin
til okkar ný lína af RAX-púðun-
um en þeir eru með myndum eftir
ljósmyndarann Ragnar Axelsson.
Í fyrra seldust púðarnir upp fyrir
jólin en nú höfum við gert nýja
línu með nýjum myndum og verða
púðarnir klárlega jólagjöfin í ár.“
Íslensku ullarteppin frá Ice-
wear voru mjög vinsæl jólagjöf í
fyrra og segist Herdís trúa því að
teppin muni einnig verða það í ár.
„Íslensku stjörnumerkjaplattarnir
eru líka frábær jólagjöf fyrir alla
aldurshópa á flottu verði þannig
að það er auðvelt að finna fallegar
jólagjafir á góðu verði hjá okkur,“
segir Herdís.
Jólagjöfin í ár
fæst í Hagkaup
Í Hagkaup Kringlunni er að finna vandaða gjafavöru
á viðráðanlegu verði fyrir alla aldurshópa.
Herdís Hrönn, innkaupastjóri hjá Hagkaup, segir gjafavörudeildina hafa farið stækkandi ár frá ári og að síðustu ár hafi verið
aukið verulega úrvalið af ódýrum en vönduðum gjafavörum. FréttAblAðIð/gVA
Fyrir síðustu jól opnaði verslunin
Byggt og búið í Kringlunni nýja
og glæsilega sérhæð með vönd-
uðum gjafavörum. Þar er boðið
upp á mikið úrval af gjafavöru
frá heimsþekktum merkjum á
borð við Rosenthal, Le Creuset,
KitchenAid og Eva Solo auk fleiri
gjafa vara frá þekktum framleið-
endum. Að sögn Jens Harðarson-
ar, verslunarstjóra í Byggt og
búið, er verslunin orðin miklu
heildstæðari en áður í kjölfar
breytinganna og býður nú upp á
flest allt fyrir heimilið; frá ódýr-
um hversdagsvörum upp í glæsi-
lega heimsþekkta hönnun. „Nýja
hæðin okkar er öflug gjafavöru-
deild þar sem hægt er að kaupa
mikið úrval af flottri gjafavöru í
ýmsum verðflokkum fyrir allar
stærðir heimila og ólíka aldurs-
flokka.“
Gæðavörurnar frá Rosenthal
eru fyrir löngu orðnar þekkt-
ar hér á landi og býður Byggt
og búið upp á
mikið úrval af
matar stellum,
kertastjök-
um, vösum og
öðrum falleg-
u m vör u m .
„Svo má nefna
franska merkið
Le Creuset en
litfögru steypu-
járnspottarnir
frá þeim hafa
slegið í gegn
hér á landi eins og annars stað-
ar. Þessir pottar vekja alls staðar
mikla athygli enda nánast tísku-
vara frekar en eldhúsvara. Við
bjóðum líka upp á fleiri falleg-
ar vörur frá Le Creuset, eins og
salt- og pipar kvarnir, eldföst mót
og fjölda annarra minni vara.“
Það þarf varla að kynna hræri-
vélarnar frá KitchenAid fyrir
landsmönnum. Byggt og búið
býður upp á 30 liti af þessum
traustu og vinsælu vélum sem eru
til sýnis í búðinni. „Þótt hrærivél-
in sé þekktust bjóðum við einnig
upp á fjölmargar aðrar vörur, til
dæmis stálpotta, pönnur, bökun-
arform og fleiri vörur enda hefur
þetta heimsþekkta merki verið að
færa út kvíarnar hjá okkur.“
Danska gæðamerkið Eva Solo
er líka vinsæl gjafavara að sögn
Jens. „Þær eru klassískar og
koma í mörgum verðflokkum. Sí-
vinsælar gjafavörur sem ganga í
öll eldhús.“
Úrvalið er því mikið og allar
fallegu gjafavörurnar er hægt
að skoða á nýlegum vef versl-
unarinnar, www.byggtogbuid.is.
„Það er mikill kostur fólginn í því
að geta kynnt sér vöruúrvalið á
vefnum áður en verslað er til að
spara tíma. En sjón er sögu rík-
ari og auðvitað er skemmtilegast
að koma hingað í Kringluna og sjá
allt þetta glæsilega gjafavöruúr-
val með eigin augum.“
nýleg gjafavörudeild
Nú geta viðskiptavinir Byggt og búið í Kringlunni skoðað glæsilegar gjafavörur í
miklu úrvali á nýlegri sérhæð í versluninni sem var opnuð á síðasta ári.
Jens Harðarson,
verslunarstjóri í
byggt og búið
Vönduð
heimilisvara
DÚKA hefur boðið upp á vandaða heimilisvöru fyrir
eldhús, borðstofu, stofu og baðherbergi í fjórtán ár.
litfögru steypu-
járnspottarnir frá
le Creuset hafa
slegið í gegn.
MynD/PJetUr
Kynningarblað KrInglAn gJAFAVörUr
12. nóvember 2015 3
1
2
-1
1
-2
0
1
5
1
5
:5
4
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
E
D
-D
A
7
4
1
6
E
D
-D
9
3
8
1
6
E
D
-D
7
F
C
1
6
E
D
-D
6
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
8
0
s
_
1
1
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K