Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.11.2015, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 12.11.2015, Qupperneq 58
Ástkær bróðir okkar og frændi, Ólafur Anders Kjartansson bóndi, frá Pálmholti í Arnarneshreppi, lést á dvalarheimilinu Grenilundi á Grenivík föstudaginn 30. október. Útförin fer fram frá Möðruvallakirkju laugardaginn 14. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á dvalarheimilið Grenilund á Grenivík. Elín Guðrún Kjartansdóttir Guðrún Þóra Kjartansdóttir systkinabörn hins látna og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna Sigurbjörg Markúsdóttir (Lilla) Fensölum 6, Kópavogi, lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu laugardaginn 7. nóvember. Jarðsungið verður frá Kópavogskirkju föstudaginn 13. nóvember kl. 13.00. Aldís Guðmundsdóttir Bjarni Þormóðsson Gerður Guðmundsdóttir Óskar Þorbergsson Már Guðmundsson Björg Sigmundsdóttir Berglind Guðmundsdóttir Sigurður Björnsson ömmubörn og langömmubörn. Í kvöld mun tvíeykið Funi sem skipað er þeim Báru Grímsdóttur og Chris Foster spila í Mengi. Á tónleikunum mun Funi flytja íslensk og ensk þjóðlög en þau Bára og Chris leika á langspil, gítar, kantele og íslenska fiðlu. Bára segir þjóðlög alla tíð hafa verið sér hugleikin en hún ólst upp við söng og kveð- skap. „Hjá mér var það nú þannig að ég ólst upp við kveðskap hjá foreldrum mínum, fyrst í sveitinni og svo þegar við fluttum í bæinn, þá gengu þau í kvæðamannafélagið Iðunni, ég er nú formaður þar í dag,“ segir Bára glöð í bragði. „Svo var ég svo heppin þegar ég var í Barnamúsíkskólanum þegar ég var lítil að þar var ég með kennara sem kenndu okkur skemmtileg þjóðlög, þulur og svona ýmislegt. Þá kynntist ég annarri hlið íslensku þjóðlagatónlistarinnar.“ Bára og Chris hófu svo samstarf árið 2001 og segir Bára hann hafa verið viðloðandi þjóðlagatónlist frá barnæsku líkt og hún sjálf en Chris er alinn upp á Englandi og hefur haldið tónleika víðsvegar um heim- inn síðastliðin 40 ár. „Foreldrar hans voru mikið söngfólk og þau voru í enskum danshóp. Svo kynntist hann fólki sem sýndi þessu einnig áhuga og hann var ungur að reka folk club á Eng- landi. Einnig kynntist hann gömlu fólki sem söng á enskum pöbbum og lærði af þeim.“ Nafnið er vísun í lag sem var á fyrsta disk þeirra Báru og Chris og er kvæðið við lagið samið af ömmu Báru. „Hún amma mín, Petrína, samdi kvæði um Funa sem var einn af uppáhaldshestunum hans afa. Það var á fyrsta disknum okkar og við ákváðum að kalla dúóið Funa, þetta er svona þjált nafn.“ Síðan þau hófu að spila saman hafa þau haldið námskeið og komið fram á ýmsum hátíðum og tónleikum, bæði hér heima og einnig í útlöndum. „Við spilum oft erlendis og höfum gert það í gegnum árin. Við höfum verið svona mest á Bretlands- eyjum og svo höfum við líka farið ansi oft til Bandaríkjanna, á austurströndina þá helst, og líka víða í Evrópu.“ Lögin útsetja þau Bára og Chris sjálf og segist Bára, sem er tónskáld, oft lengja íslensku lögin þar sem þau séu oft á tíðum stutt. Einnig voru lögin sem flutt eru oft sungin án nokkurs undirleiks. „Ég geri meira í kringum þau. Bý til millispil og lög við sum versin til þess að ramma þetta meira inn og gera þetta að heilsteyptari lögum,“ segir hún og heldur áfram: „Við erum líka að nota þessi gömlu íslensku hljóðfæri. Við erum með langspilið og höfum stundum verið með íslenska fiðlu og ég spila á litla finnska borðhörpu sem kallast kantele.“ Langspilin létu þau sérsmíða fyrir sig og munu þau í kvöld flytja lag sem Bára gerði við kvæði Jóns Steingrímssonar um móðuharðindin þar sem þau leika á tvö langspil. Einnig mun Bára kveða í kvöld, bæði hluta úr gamalli rímu auk nýlegs kvæðis eftir ungan hag- yrðing. Á meðan á tónlistarflutningnum stendur verður myndheimi varpað á vegg Mengis og segir Bára það skýra texta og umfjöllunarefni tónlistarinnar. Tónleikarnir hefjast í Mengi, Óðinsgötu 2, klukkan 21.00 í kvöld og er miðaverð 2.000 krónur. gydaloa@frettabladid.is Þjóðlög flutt á sérsmíðuð langspil og finnska hörpu Tvíeykið Funi mun spila í Mengi í kvöld en þar verður meðal annars flutt lag við kvæði Jóns Steingrímssonar um móðuharðindin en Bára og Chris hafa spilað saman síðan 2001. Bára Grímsdóttir og Chris Foster skipa tvíeykið FUNA. FréttABlAðið/GVA Í dag verður sýningin Farvegir vatns opnuð í Galleríi Gróttu á Seltjarnarnesi. Á sýningunni má sjá verk systranna Ingileifar, Áslaugar og Sigrúnar Thorlacius og er þetta fyrsta samsýningin á verkum systranna þriggja. Þráðurinn í gegnum sýninguna er vatnið, áhrif þess, nýting og kraftur sem þær vinna með á ólíkan máta. „Við ákváðum að finna einhvern þráð og sáum fljótlega hvernig við gátum tengt okkur saman með farvegum vatnsins,“ segir Áslaug en verkin sem hún sýnir eru blýantsteikningar og röð blekmynda af náttúrufyrirbrigðum þar sem farvegir vatns eru í aðalhlutverki. Verkin fjalla um vestfirskar fjallahvilftir, gil og klettabelti sem vatn og aðrir náttúrukraftar hafa mótað.  „Ingileif, elsta systir okkar, notaði mikið vatnsliti í sínum verkum og í síðustu verkum sínum lét hún vatnslitina eiginlega stjórna útkomunni. Lét litinn flæða og þorna í pollum svo úr varð mynd. Stundum einn lit og stundum fleiri,“ segir Áslaug um verk elstu systur sinnar en Ingileif hélt fimm einkasýningar á ferli sínum og tók þátt í átta samsýningum á Íslandi og í Svíþjóð en hún lést árið 2010. Lýsa má verkum hennar á sýningunni sem einfaldri rannsókn á ferðalagi vatnsins um pappírinn. Sigrún er vöruhönnuður að mennt og eru verk hennar hugvekja um vot- lendið en þetta er hennar fyrsta opinbera sýning eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands síðastliðið vor. Sýningin verður opnuð klukkan 17.00 í Galleríi Gróttu sem er á annarri hæð á Eiðistorgi. Sýningin verður opin til 4. desember. – gló Verkin tengd saman með farvegum vatns Sýning á verkum systranna þriggja verður opnuð í dag í Galleríi Gróttu. MyNd/Úr eiNkASAFNi Við erum líka að nota þessi gömlu íslensku hljóðfæri. Við erum með lang- spilið og höfum stundum verið með íslenska fiðlu og ég spila á litla finnska borðhörpu sem kallast kantele. Merkisatburðir 1906 Blaðamannaávarpið er sett fram af rit- stjórum sex helstu dagblaða á Íslandi. 1929 Grace Kelly, bandarísk leikkona og fursta- frú í Mónakó, fæðist á þessum degi. 1944 Þúsund farast þegar þýska skipið Tirpitz sekkur utan við Tromsø í Noregi. 1965 Hvassaleitisskóli er settur í fyrsta skipti. 1967 Flatey á Skjálfanda fer í eyði er síðustu 10 íbúarnir flytjast þaðan. Þar höfðu 100 manns búið fáum árum áður. 1974 Þórbergur Þórðarson rithöfundur deyr á þessum degi. 1991 Íslenska stálfélagið hf. er tekið til gjald- þrotaskipta. 1994 Guðmundur Árni Stefánsson biðst lausn- ar sem félagsmálaráðherra og tekur Rannveig Guðmundsdóttir við embættinu. 2011 Silvio Berlusconi segir af sér embætti for- sætisráðherra Ítalíu. 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r42 T í m A m ó T ∙ F r É T T A b L A ð I ð tímamót 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 E E -4 2 2 4 1 6 E E -4 0 E 8 1 6 E E -3 F A C 1 6 E E -3 E 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 0 s _ 1 1 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.