Fréttablaðið - 12.11.2015, Qupperneq 64
„Mér finnst gaman að takast á við
þetta rými og hentar það ágætlega.
En það er vissulega ólíkt öðrum sýn-
ingarstöðum,“ segir Kristín Rúnars-
dóttir myndlistarkona þar sem hún
er að hefja uppsetningu sýningar-
innar prik/strik/ í Nýlistasafninu
í Bankastræti núll. Hún er einmitt
með marglit prik undir hendinni,
þau hefur hún unnið í vinnu-
stofunni sinni og mun finna þeim
stað og listræna merkingu í Núllinu.
„Þetta eru nokkurs konar leik-
föng en samt má ekki leika sér með
þau eða hrófla við þeim,“ segir hún
kankvís.
Kristín notar límbönd til að
teikna á veggi, gólf og loft. Hún
kveðst búin að skissa mynstrin
upp að mestu en síðan laga þau að
hurðaopum, innréttingum, loft-
listum og öðrum hlutföllum og ein-
kennum jarðhússins.
„Í verkinu er mikið af beinum
línum og réttum hornum og ég
nota hallamál og reglustikur til að
ná fram réttu formunum,“ segir hún.
Kristín byggir myndmál sitt á
máluðum línum í umhverfi okkar.
„Ég skoða mikið merkingar í
almannarýmum, svo sem á flug-
völlum, akbrautum, íþróttavöllum
og leikvöllum, þessar máluðu
línur sem eru allt í kringum okkur
og afmarka svæði fyrir hinar ýmsu
greinar,“ útskýrir hún. „Þetta er verk
sem fólk gengur inn í og verður að
koma á staðinn til að sjá hvern-
ig tekur sig út.“
Sýningin verður opnuð klukkan
17 á morgun, föstudag, og stendur til
sunnudagsins 6. desember. Núllið er
opið fimmtudaga til sunnudaga milli
klukkan 14 og 18. gun@frettabladid.is
Ég skoða mikið
merkingar í al-
mannarýmum, svo sem á
flugvöllum, akbrautum,
íþróttavöllum og leik-
völlum, þessar máluðu
línur sem eru allt í kring-
um okkur og afmarka svæði
fyrir hinar ýmsu greinar
Tákn úr heimi íþrótta og leikja
„Þetta eru nokkurs konar leikföng en þó má ekki hrófla við þeim,“ segir Kristín um prikin sem hún er með á leið niður í Núllið. Fréttablaðið/GVa
Bækur
Vetrarfrí
HHHHH
Höfundur Hildur Knútsdóttir
Útgefandi JPV útgáfa
Prentun Oddi
Kápa Halla Sigga
263 bls.
Vetrarfrí nefnist nýútkomin bók
Hildar Knútsdóttur, en titillinn gefur
ekki miklar vísbendingar um inni-
hald bókarinnar. Káputextinn gefur
svo sem ekki mikið upp heldur svo
lesandinn hefur ekki hugmynd um
hvað bíður hans. Það sama má sann-
arlega segja um sögupersónur bókar-
innar, en í upphafi sögunnar er lífið
mjög venjulegt. Næstum því óþolandi
venjulegt. Bergljót, ein aðalpersóna
bókarinnar, er að fara í vetrarfrí og
á dagskrá er ekkert nema eitt mjög
mikilvægt partí. Hlutirnir æxlast svo
auðvitað þannig að hún neyðist til
að fara út á land með pabba sínum
og Braga, bróður sínum. Dæmigert.
En það sem svo gerist er gjörsam-
lega óskiljanlegt. Einhver plága hefur
lagst yfir landið og það eina sem sögu-
persónurnar skilja er að þær þurfa að
flýja. En hvert?
Það sem er kannski sterkast í þess-
ari hrollvekju er einmitt hversu eðli-
legt allt var. Enginn – ef frá er talinn
einn eldgamall „samsæriskenninga-
nöttari“ – gat séð hörmungarnar fyrir.
Sagan er dystópísk hliðarveröld við
okkar heim. Sögusviðið er Ísland sem
við gjörþekkjum – raunar brá undir-
ritaðri dálítið í brún þegar hús, sem
hún bjó sjálf í ekki alls fyrir löngu,
flækist inn í atburðarásina – Vestur-
bær Reykjavíkur er nákvæmlega
eins og við þekkjum hann, fyrir utan
ógnarpláguna. Sagan minnir á sögur
af uppvakningum, algjört öryggis-
leysi. Hverjum má treysta og hver er
næstur?
Kaflarnir skiptast á milli tveggja
sögumanna, systkinanna Bergljótar
og Braga. Til að byrja með er óljóst
hvers vegna höfundur tekur þessa
ákvörðun en það skýrist í seinni hluta
bókarinnar.
Töluvert af persónum eru kynntar
til sögunnar en stór hluti þeirra hverf-
ur af sjónarsviðinu og ekkert heyrist
meira af þeim. En lokakaflinn gefur
sterklega til kynna að lesendur megi
búast við framhaldi af þessu ógnvekj-
andi Vetrarfríi.
Í upphafi er eins og höfundur sé að
byrja einhverja allt aðra sögu, en aftur
á móti er skiljanlega mikilvægt að
búa til hugmyndina um lífið áður en
plágan lagðist yfir landið. Fyrsti hluti
sögunnar eftir að plágan gerir vart
við sig er líka svolítið langdreginn.
Hugsanlega er þetta í samræmi við
lengd sögunnar í heild sinni, þegar
restin hefur litið dagsins ljós. Einn-
ig má ætla að í framhaldinu muni
höfundur endurnýja kynni við þær
persónur sem hurfu sporlaust af sögu-
sviðinu.
Vetrarfrí er virkilega hressandi við-
bót við flóru íslenskra unglingabók-
mennta. Þetta er ekki enn önnur fant-
asían – að þeim ólöstuðum – heldur
er hér komið töfraraunsæisverk fyrir
unglinga. Hugsanlega er höfundur
sjálfur aðdáandi töfraraunsæisverka,
enda vísar hún margsinnis í bókina
Hús andanna í textanum. Raunar eru
fleiri vísanir í textanum sem eflaust
mætti skemmta sér við að ráða, bæði
í Biblíuna og samtímadægurlög.
Halla Þórlaug Óskarsdóttir
Niðurstaða: Hressandi og frumleg
viðbót við íslenska unglingabóka-
flóru. Sagan er dálítið lengi í gang en
fléttan er virkilega spennandi og vel
útpæld.
Ógnarplága og töfraraunsæi
kristín rúnarsdótt-
ir myndlistarkona
opnar sýninguna
prik/strik/ í núll-
inu í bankastræti
0 á morgun. þar er
um innsetningu að
ræða sem teygir sig
frá gólfi um veggi
og upp í loft.
www.gardabaer.is
Tækni- og umhverfissvið
Bæjarstjórn Garðabæjar hefur í samræmi við
1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
samþykkt lýsingu á gerð deiliskipulagsins
Urriðaholt/Háholt-Urriðaholtsstræti.
Breytingin nær til efri hluta Urriðaholtsstrætis
og háholts Urriðaholts.
Lýsingin er nú aðgengileg á heimasíðu
Garðabæjar og í þjónustuveri.
Skila má ábendingum vegna lýsingarinnar til
skipulagsstjóra Garðabæjar fyrir 27. nóvember
næstkomandi.
Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagstjóri
LÝSING Á GERÐ
DEILISKIPULAGSINS
URRIÐAHOLT/HÁHOLT-
URRIÐAHOLTSSTRÆTI
1 2 . N ó V e m B e r 2 0 1 5 F i m m t u D a G u r48 m e N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð
1
2
-1
1
-2
0
1
5
1
5
:5
4
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
E
E
-2
9
7
4
1
6
E
E
-2
8
3
8
1
6
E
E
-2
6
F
C
1
6
E
E
-2
5
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
8
0
s
_
1
1
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K