Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.11.2015, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 12.11.2015, Qupperneq 74
 „Þetta hefur sannarlega verið mikið hitamál upp á síðkastið, enda myndi ég segja að þetta trend væri að ná hámarki akkúrat núna,“ segir Heiðdís Austfjörð Óladóttir förðunarfræðingur aðspurð um svokallað „contouring“, eða öfgafulla andlitsskyggingu, sem tröllríður förðunarheimum um þessar mundir og hefur gert um þó nokkurt skeið. Nú er reyndar svo komið, líkt og með öll góð trend, að fólk skiptist í fylkingar. „Countour-ara“ og þá sem nánast hata fyrirbærið, sem felur í sér svokallað „baking“ og „highlight“ líka. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að konur á aldursbilinu sextán ára og upp í 26 líti nákvæmlega eins út, fyrir tilstilli notkunar á aðferðinni. „Þetta er búið að gerast ansi hratt, og það má alveg segja að stelpur í dag séu að mála sig meira en áður hefur tíðkast. Það er náttúrulega vegna þess að það er svo mikið í boði, allt fullt af framboði fyrirmynda á Insta gram, YouTube og nánast hvar sem er,“ útskýrir Heiðdís. Hún segir trendið líkast til eiga rætur sínar að rekja til Kardashian-systra. „Þær byrjuðu svolítið með þessi indíánastrik í andlitinu, sem svo eru milduð út, og þannig notuð til að móta andlitin. En á undan þeim voru reyndar drag- drottningarnar, sem hafa lengi notað þessa tækni til að forma gróf andlitin. Það má sannarlega kalla þetta listform og þaðan er þetta komið.“ Segir Heiðdís gagnrýnina fyllilega eiga rétt á sér, en margar hverjar hafa farið fullgeyst í að nýta sér þessa ágætu tækni. „Ég myndi segja að konur gætu tónað þetta niður um sjötíu prósent. Ég skil fullkomlega að þessi tækni sé notuð, það getur verið stórskemmti- legt, en þetta er gríðarlega vandmeð- farið og maður getur ekki sett bara eitthvað saman. Það er auðvelt að enda eins og endurskinsmerki í framan ef maður veit ekki hvernig vöru maður er að nota. Þetta sést vel þegar stelpurn- ar smella af myndum þar sem notað er flass,“ bendir hún á og bætir við: „Raunveruleiki okkar og Kardashian- systra er töluvert ólíkur þar sem þær eru með óteljandi kastara í andlitinu endalaust og þannig getur andlitið orðið flatt ef ekki er skyggt, líkt og í leikhúsunum.“ gudrun@frettabladid.is RaunveRuleiki okkaR og kaRd­ ashian­systRa eR töluveRt ólíkuR þaR sem þæR eRu með óteljandi kastaRa í and­ litinu endalaust. öfgafull andlitsskygging Endurmótun andlitsins með dökkum litum hefur átt upp á snyrtiborðið hjá íslenskum konum undanfarið. Nú hefur trendið náð hámarki. Heiðdís Austfjörð Óladóttir, förðunarfræðingur Upphaflega var „contouring“ aðallega notað meðal dragdrottninga til að móta kvenlegar línur á karlmannsandlit. 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r58 L í F I ð ∙ F r É T T A b L A ð I ð 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 8 0 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 E E -D B 3 4 1 6 E E -D 9 F 8 1 6 E E -D 8 B C 1 6 E E -D 7 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 8 0 s _ 1 1 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.